Dagur - 12.02.1943, Blaðsíða 22

Dagur - 12.02.1943, Blaðsíða 22
18 DAGUR 25 ÁRA Akureyri um miðja 18. öld. Þetta mun ein elzta mynd ai Akureyri og umhverii, sem nú er til, gerð ai dönskum manni, Rosenmeijer að nafni, um miðja 18. öld. Var þá eigi langt um liðið írá því, að verzlun var sett á Akureyri, en eins og kunnugt er, var verzlfmarstaður Eyíirðinga til forna að Gás- um, fyrir sunnan Hörgárósa. Arið 1602 settiKristján konungur íjórði einokunarverzlun á Islandi og veitti þá þremur kaupstöðum dönsk- um einkaleyíi til verzlunar. Helsingjaeyrarkaupmenn fengu þá leyfi til að verzla í „Akkeröerí' við Eyjafjörð, og mun um það leyti hafa verið sett búð á Akureyri, en önnur byggð var hér þá ekki og var búðinni lokað á vetrum. Hélzt þetta svo fram undir 1780. Er þá svo frá sagt, að búð þessi hafi verið „krambúð". Mun búðinni sjálfri hafa verið fyrir komið í suðurenda hússins, en geymslur haíðar í hinum hluta þess. I þyrpingu þar hjá mun hafa staðið slát- urhús og beykisbúð ásamt vistaverum þeirra, er unnu að slátrun á haustin. Búðin mun hafa staðið syðst á Akureyri, en undirlendi mun hafa verið minna þar þá en nú, því að fjaran þar er mynduð af skriðum úr Höfðanum. Önnur byggð reis þar ekki fyrr en kom langt fram á 19. öld. Akureyri um miðja 19. öld. Um og eftir miðja 19. öld færðist nýtt lif í bæinn. Árið 1850 er talið, að 32 fjölskyldur hafi verið búsettar hér og verzlunin var nú mun umfangsmeiri en fyrr. — Um 1820 voru verzlanirnar í bænum orðn- ar tvær. Voru eigendur þeirra þeir 1. L. Busch, danskur maður, og Jóhann Guðmann, en hann var íslendingur að ætt. Guðmann eign- aðist verzlun Busch árið 1822, en um likt leyti reis hér upp þriðja verzlunin, eign dansks manns. Ýmsir mætir menn tóku sér bólfestu hér um þetta leyti, svo sem Eggert Johnsen, sem skipaður var fjórðungslæknir árið 1835 og bjó hér til dauðadags 1855. Þeir, sem hingað fluttu, byggðu hús sín í Fjörurmi. Reis þar brátt upp allmikil húsaþyrping, svo sem sjá má á myndinni. Myndin ber þess einnig vott, að Akureyringar hafa snemma tekið að stunda garðrækt og að Brekkan hefir reynzt skjólgóð og frjósöm þá sem nú. 0EFIORD rrt. Ili . Hafís á Akureyri í ágúst 1882. Myndin sýnir hafísjaka framan við hús Hinriks Schiöth, bakara- meistara, 28. ágúst 1882, en það sumar var kalt mjög, enda hafís landfastur langt fram eftir. Húsið á myndirmi brann til kaldra kola 26. febrúar árið 1902. Það stóð þar, sem nú er hús Axels Schiöth, bakarameistara, sunnarlega í bænum. Maðurinn með hvítu húfuna, til hægri á myndinni, mun vera Hinrik Schiöth. Hann fluttist hing- að frá Danmörku og dvaldi hér til æviloka, 1921. Kom hann mjög við sögu bæjarins á þessu tímabili og átti þátt í mörgum framfara- málum hér.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.