Dagur - 12.02.1943, Blaðsíða 41

Dagur - 12.02.1943, Blaðsíða 41
ÚR GÖMLUM BLÖÐUM 37 Akureyri, höfuð- staður Norður- lands. Hér að framan hefir saga bæjarins verið rakin í stór- um dráttum, með gömlum myndum af bænum og bæj- arlífinu og tilvitn- unum í bæjarblöð- in, frá 1853—1943 Má það teljast undravert hversu miklar og örar framfarir hafa orð- ið hér á tiltölulega skömmum tíma og hversu fjölbreytt og þróttmikið menningarlíf hefir dafnað hér. „Dag- ur“ vill ljúka þess- um pistlum með því, að bera fram þá ósk, að nú verði hafizt handa með útgáfu Akureyrar- sögu, en drög að henni eru til í eign bæjarins. < Ur gömlum blöðum. (Framhald af blaðsíðu 22). þríloftað, byggt úr dökkrauðum tigui- steini, sem brenndur er úr leirnum, sem Eyjafjarðará hefir borið fram. Er nú farið að nota hann í flest hús, sem hér eru byggð. Ég ók að gamni mínu í gær út og upp að rafmagnshúsunum, þar sem framleitt er allt það rafmagn, sem Akur- eyringar þurfa til hitunar, upplýsingar, keyrslu og til skipanna, auk allra verk- snnðja sem hér eru. Fyrir ofan bæinn er hátt fja.ll, sem Súlur heitir. Þar uppi á tindinum er loftskeytastöðin á Akureyri. Rennur lítil karfa á vírstrengjum milli pósthúss- ins og stöðvarinnar með alla skeytamið- ana. Bæjarbúar eru nú rúmlega 17000. Hér eru mjög reisuleg og fögur lnis. Eitt með myndarlegustu húsunum er verksmiðju- bygging „Niðursuðufélags Eyfirðinga“, enda eru tekjur þess félags mjög miklar. Selur það mest af vörum sínum til Mið- jarðarhafslandahna. Nú verð ég að slá botn í, en ef til vill skrifa ég þér nokkrar línur einhvern tíma seinna. Þinn einl. Jón Jónsson." Er þá komið að þeim blöðum, sem síðast hafa verið gefin út og enn eru við líði, en það eru: Alþýðumaðurinn, Dag- ur, Islendingur og Verkamaðurinn, allt vikublöð. Um Dag er skrifað á öðrum stað í þessu riti og vísast til þess. Islendingur byrjaði að koma út vorið 1915. Ritstjórar Sigurður Einarsson Hlíðar og Ingimar Eydal. Var Sigurður eigandi blaðsins. Islendingur var ein- dregið sjálfstæðisblað. — Ingimar liætti við ritstjórnina í árslok 1916, en Sigurður hélt blaðinu áfram þar til um nýár 1920; eignaðist þá Brynleifur Tobi- asson það og gaf það út það ár og var þá blaðið hlutlaust í pólitík. Frá riýári 1921 var blaðið selt Jóni Stefánssyni, en við ritstjórn þess tók Jónas Jónasson frá Flatey. í ársbyrjun 1922 tók Gunnlaugur Tryggvi Jónsson, fyrrverandi ritstjóri Heimskringlu, við ritstjórn þess, og hafði hann hana á hendi í samfleytt 15 ár, en síðan voru ritstjórar blaðsins um stundarsakir Einar Ásmundsson, Konráð Vilhjálmsson og Sigurður Hlíðar, þar til Jakob O. Pétursson tók við ritstjórn blaðsins 1939 og helir gegnt því starfi síðan. Frá eigendaskiptunum 1921 hel’ir ís- lendingur verið málgagn þeirra manna, er nú skipa Sjálfstæðisflokkinn (áður íhaldsflokkinri). Verkamaðurinn kom fyrst út í nóvem- ber 1918 og var málgagn jafnaðarmanna; ritstjóri þess var Halldór Friðjónsson. En þegar klofningurinn varð í Verkamanna- flokknum 1930, og kommúnistar skildu sig frá, náði Einar Olgeirsson tökum á blaðinu, og hefir það síðan verið mál- gagn kommúnista. En Erlingur Frið- jónsson stofnaði þá Alþýðumanninn, og er það málgagn Alþýðuflokksins. Norðlingur hóf göngu sína sumarið 1928 undir ritstjórn Jóns Björnssonar rithöfundar. Kom blaðið út þrisvar í viku. Ritstjórinn varð skammlífur, og féll blaðið úr sögunni með honum. Nokkrum sinnum á seinni tímum hafa blöð þotið liér upp um kosningar, en hafa aðeins verið dægurflugur, og er ekki ástæða til að geta þeirra nánar. LEIÐRÉTTING. Prentvilla hefir orðið í kvæði Guðm. Frí- mann á bls. 16. I 8. erindi, 7. línu, stendur: „og sónginn um ljótasta andarungann", en á að vera „og sögnin um ljótasta“ o. s. frv. „DAGUR 25 ÁRA“ 1918- 12. febrúar- 1943. Afmælisblaðið' átti upphaflega að vera fullprentað 12. febrúar, en vegna erfiðra samgangna við hiifuðstaðinn, og af öðrum ástæðum, liefir útkoma jtess dregizt nokkuð, svo að útkomudagur jtess er 4. tnarz. lílaðið kostar kr. 3,00 í lausasölu. VikublaSið DACUR Ritstjórar: INGIMAR EYDAL. JÓHANN FRÍMANN. Fréttastjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðslum.: SIG. JÓHANNESSON. Skrifstofa við Kaupvangstorg. — Sími 96. Áskrift kostar 8 krónur á ári. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.