Dagur - 12.02.1943, Blaðsíða 23

Dagur - 12.02.1943, Blaðsíða 23
ÚR GÖMLUM BLÖÐUM 19 0 jBaxdaísgardi á dÆíaiveyvi 'máum 1876. Skmdanrli Wonwi Garí ’Möfícr B. áfcnsen !Ur. föunnamson S. jSaxtiaí <3f>r. (JJónassen 9; ■$anmtmí<a*n. $. *V. '%<m/tvu {yfaaft, mtHmqtitu úmtpslýirí, ustrsfunarst}. £mg>tn. tvt>&fumirm. v<?rrftmar*t> SitjwuÍ* // (jnimfúgsson i*tt>n/tmarm t<*>pz/utmt>m. t Sátar áffatfgmmíson % €f>r. 'tcmen Stiv. TtiaÚrr 9f. tSc/niíth imtftittttrttt. ,iti.'zí,tmtrm. ' wri/unttrtf). ' f/aíar, Myndin er tekin í svonefnd- um Laxdalsgarði, sem var of- an við „Laxdalshús", sunnar- lega í bænum, en þar bjó Egg- ert Laxdal, verzlunarstjóri, lengi. Hús þetta stendur enn, nr. 2 við Hafnarstræti og er enn löngum kennt við Lax- dal. A myndinni eru ýmsir af helztu borgurum bæjarins á seinasta fjórðungi 19. aldar- innar. Um mennina er þetta að segja: P. Hansen, lyfsali, bjó hér í bænum um 30 ára skeið. Hann keypti lyfjabúðina hér árið 1868 og starfrækti hana til ársins 1886. Hansen lézt hér í bænum árið 1893. Han- sen lyfsali var talinn einkenni- legur maður, en vel gáfaður og var hjálpfýsi hans og greiða- semi viðbrugðið. Gestrisinn var hann svo að orð fór af. Sagt var að fáir aðkomumenn í heldri manna röð kæmu svo til bæjarins, að þeir sætu ekki morgunverð hjá Hansen. Stóðu máltíðir þessar minnst 3 klukkustundir og var ís- lenzkur matur jafnan á borð- um og brennivínsflöskuna vantaði þar aldrei. Hansens er getið i gamanvísum Ben. Gröndals: „Akureyri er þar fremst, enginn þaðan fullur kemst. Höfðinginn Hansen minn, hefur blek og apótek.“ Hansen lyfsali datt ofan í gjá við Goðafoss, og er hún siðan nefnd „Hansensgat". Um þann atburð er þekkt kvæði eftir Kristján Fjalla- skáld. Carl Möller er fæddur á Akureyri 26. október 1850. Foreldrar Edvald Möller verzlunarstjóri og Margrét Jónsdóttir frá Grenjaðarstað. Fór ungur á búnaðar- og garðyrkjuskóla til Noregs. Kom heim að loknu námi og keypti jörðina Reyki í Hrútafirði og hugðist að reka búskap þar, enda var hann mjög hneigður fyrir hann, en hvarf frá þessu og seldi jörðina þegar hann missti unnustu sína, Sigurlaugu Arnadóttur frá Þverá í Hallárdal. — Fór þá til Skagastrandar og gegndi verzlunarstörfum um nokkurt skeið. Fluttist þaðan til Stokkseyrar og var hjá Ólafi Árnasyni við verzlun, en fluttist nokkru síðar til Blönduóss og var starfsmaður hjá Höepfnersverzlun, þar til sú verzlun hætti störfum. Gerðist síðan umboðsmaður fyrir Klæðaverksmiðjuna Gefjun. Dó á Blönduósi 1931. L. Jensen, veitingamaður, kom til bæjarins frá Danmörku árið 1851 og bjó hér til æviloka. Hann var beykir að iðn en tók brátt að reka hér veitingahús, sem í daglegu tali var nefnt „Baukur“ og var það nafn dregið af beykisiðn Jensens. Nafnið færðist síðan yfir á önnur veitinga- hús bæjarins. Voru hér til „Elínarbaukur" og „Ólafsbaukur“. Jensen „vert“ var athafnamaður og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum hér í bænum Tryéévi Gunnarsson (1835—1917), hinn þjóðkunni athafnamaður dvaldi lengi hér í bænum. Hann var fyrsti verzlunarstj. Gránufélagsins. Eggert Laxdal, verzunarstjóri hjá verzlun Guðmanns, siðar kaupmað- ur og afgreiðslumaður Sameinaðagufuskipafélagsins, var einn af þekkt- ustu borgurum bæjarins á þessu tímabili. Hann átti lengi sæti í bæjar- stjórn og lét mikið til sín taka í ýmsum framfaramálum. Chr. Jónassen, kaupmaður, rak verzlun hér til ársins 1901. Hann var einkennilegur maður, að því er sagt er, en drengur hinn bezti. Hann gaf eitt sinn 3000 krónur til fatakaupa handa fátækum börnum í Barna- skóla Akureyrar. Pétur Sæmundsen var fæddur 26. jan. 1841 að Stokkahlöðum í Eyja- firði. Foreldrar hans voru Jósef Grímsson bóndi að Stokkahlöðum og Guðrún Guðjónsdóttir frá Hrafnagili. — Pétur ólst upp hjá Sigríði föð- ursystur sinni og manni hennar Ara Sæmundsen umboðsmanni. Hann giftist Magdalenu Möller, dóttur Edvalds Möllers verzlunarstjóra. Sigldi ungur til Danmerkur og stundaði skrifstofu- og verzlunarstörf þar. Kom síðan heim og var við verzlun hjá tengdaföður sínum og gerðist síðar verzlunarstjóri hjá Höepfnersverzlun á Blönduósi og gegndi því starfi þar til árið 1913, en þá fluttist hann til Akureyrar og gerðist umboðs- maður fyrir son sinn Carl. — Pétur andaðist á Akureyri árið 1915. J. V. Havsteen, etazráð (1844—1920) var einn af þekktustu borg- urum bæjarins um langt skeið. Hann sat mörg á í bæjarstjórn og lét bæjarmál mjög til sín taka. Havsteen rak hér mjög umfangsmikla verzl- unarstarfsemi. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, var ræðismaður erlendra rikja o. s. frv. Havsteen var gamansamur og mjög vinsæll. H. Gunnlögsson, verzlunarm., varð síðar verzlunarstj. hjá Gránufél. Kristján Hallgrímsson, verzlúnarm., síðar verzlunarstj. á Sauðárkróki. Einar Hallgrímsson, verzlunarmaður, var lengi hjá Höepfnersverzlun og síðar verzlunarstjóri hjá Chr. Jónasson kaupmanni. Hann var faðir Hallgríms myndasmiðs og þeirra systkina. J. Chr. Jensen, verzlunarmaður, dvaldi hér lengi. Hann var giftui systur etazráðs Havsteens, en dóttir þeirra, Sophie, var kona Valdemars Thorarensen, er lengi rak málafærslustarfsemi hér í bænum. Jensen tók mikinn þátt í leikstarfsemi hér í bænum og þótti leikari góður. E. E. MöIIer, verzlunarstjóri, stjórnaði Höepfnersverzlun hér í mörg ár. Hann var kosinn í hina fyrstu bæjarstjórn og átti þar sæti í 8 ár. Möller þótti íhaldssamur og tók ekki mikinn þátt í opinberum málum Hann var fæddur á Akureyri 26. janúar 1812. Foreldrar hans voru Frið- rik Möller amtmannsskrifari á Möðruvöllum og Friðrikka Lynge. Olst upp á Akureyri. Varð 19 ára gamall verzlunarstj. hjá Orum & Wulff á Siglufirði. Siðar verzlunarstj. við Höepfnersverzlun á Ak. Andaðist 1898. Henrik Schiöth, bakarameistari, kom hingað ungur frá Danmörku. Hann hafði ekki ætlað sér að ílendast hér, en það fór á annan veg, því að hann dvaldi hér til æviloka (1921). Schiöth hafði tekið þátt í dansk- þýzka stríðinu 1863—64 og kunni frá mörgu að segja af þeim atburð- um. Henrik Schiöth rak brauðgerðarhús hér í 30 ár og gegndi auk þess ýmsum trúnaðarstörfum; var póstafgreiðslumaður, gjaldkeri sparisjóðs- ins frá 1885—1904 og gjaldkeri útibús Islandsbanka um hríð. Þau hjónin stunduðu og ljósmyndagerð og þóttu ágætir myndasmiðir. Heimili þeirra hjóna Henriks og Önnu Schiöth var mjög rómað að myndarskap og gest- risni og nutu þau almennra vinsælda hér í bænum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.