Dagur - 12.02.1943, Blaðsíða 20

Dagur - 12.02.1943, Blaðsíða 20
16 DAGUR 25 ÁRA Guðmundur Frímann: SÍÐUSTU DAGAR SMYRLABERGS-KOBBA Hún nálgast mig óðum nóttin langa, sú nótt er eg þráði mest, með hvíld og ró íyrir Kobba gamla, hinn karlæga jarðargest. Tak gluggarm opinn, bóndi, svo blærinn fái blásið um vanga minn. Er sólskin úti? — Eát ylinn streyma. um mig — í þetta sirtn. Er vorblær og angan um völl og engi? Er vöxtur kominn í ár? Er fylking svartanna horíin til heiða? Er himininn ekki blár? Það er kynlegt — en innan skamms held eg héðan, og hafið því allt til taks. I sextán ár — blindur á báðum augum —— eg beið þessa gæfudags. Það langar efalaust engan að heyra orð mín sem vænta má. Og bórúeiður verður sá flestum fremur, sem fátæktin rúðist á. Eg átti ekki alltaf sök á því sjálfur, að sultinum varð eg að bráð. I torfristumýrum og svarðarsundum er saga mín einkum skráð. Eg kynntist á öndverðri æfi minni — við átök hins snauða marms — þeim drottni, sem gefur, þeim dottni, sem tekur, og daglegri breytni hans. Eg hélt hans boðorð í blindni og veg hans frá harnæsku jafnan gekk, þótt stundum tæki harrn mest frá þeim marmi, sem mirmst af gjöfunum fékk. Eg þoldi í byrjun vel éúög og ólög, — en árið, sem tæringin drap hana Dómhildi mína og drengina báða, við drottirm mér rarm í skap. Mig langaði að steyta hnefann til himna af heljarmóðunnar strönd, en einhver greip, eins og áður fyrri, um erfiðismannsins hönd. Og geigur við eitthvað, sem engirm skilur hefir ógnað mér þaðan í frá. — Eg skildi ekki hversvegna kjör mín urðu ' jafn kaldsár og raun var á, — né hversvegna lífstré mitt engan ávöxt frá upphafi vega bar. Nú veit eg, að rótin var rotin frá byrjun, — að ríki mitt blekking var. Er Smyrlabergið .var frá mér flekað, eg íjandarm um aðstoð bað. — Eg elskaði kotskrattann alltof mikið, — enginn gat skilið það. En klársins dálæti á svipu og sulti rann mér sjálfum í blóð og merg. — Mín blinduðu augu sjá aðeins síðan sólskin um Smyrlaberg. Það verða engat háværar bumbur barðar í byggðinrú daginn þarm, sem nágrannar mírúr bera út úr bænum hinn blásnauða erfiðismarm. Það saknar mín sjálfsagt enginn í sveitinni hvort eð er, — og sönginn um Ijótasta andarungann að eilífu fylgir mér. Með skuldir á baki og engar eignir eg yfirgef þenna heim. Með bæn, sem er ef til vill einkisvirði, eg endurgeld hverjum þeim, sem skola vill kroppinn hans Kobba gamla, er karlirm leggur írá strönd, — sem þvo vill úr skeggi hans tóbaks-tauma, hans tærðu, börkuðu hönd. Það er eitt — aðeins eitt, sem eg þrái, ein ósk, sem í hjarta eg ber: að vorið með klið sirm og hvíslandi læki verði komið, þegar eg íer. Hún er ekki af ótta við kulda og klaka þessi kotungsins- einasta bæn, þótt vilji hann síðustu vegferð hefja, þegar vorar og jörðin er græn. Það minnir ekkert á óðalsbóndans útför og klukknahljóm, þótt hringi við kolsvörtu kistuna mína úr kjarrskógi fáein blóm, — þótt stormurinn burtfarar-sálminn syngi í sefi gulstör og reyr--- . ... A smælingja og smábænda vísu hann Smyrlabergs-Kobbi deyr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.