Dagur - 12.02.1943, Blaðsíða 24

Dagur - 12.02.1943, Blaðsíða 24
20 DAGUR 25 ÁRA greinar eftir ritstjórann um ýmis mál- efni, andleg og veraldleg. Mikið var af auglýsingum í blaðinu. Hinn 5. nóvem- ber 1901 birtist eftirfarandi auglýsing í blaðinu. Mundi það þykja tíðindi, ef slíkt sæist á prenti á þessum síðustu tímum: „Nýkomið til verzlunar Consul Hav- steen’s á Oclcleyri með gufuskipunum Egil og Vesta miklar birgðir af kornmat og nauðsynjavöru, ennfremur Vínföng. Whisky, 3 tegundir, Cognac, 4 tegundir, Rom, Kummen Akavíti, Messuvxn, Banco, Champagne, Portvín, Sherry, Sherry Coidial, Köster Bitter og ágætt danskt koinbrennivín, sem kostar móti peningum: Potturinn ki'. 0,77, llaskan (3/ pt.) kr. 0,58. Einnig fæst liinn ágæti, heilsusamlegi „Julbitter" í glösum á kr. 0,90, sem gefur „Kína“ ekkeit eftir.“(!) Á aðfangadag jóla árið 1901 Ixirti Norðurland ýtarlega frásögn af hinum mikla bruna, er varð hér í bænum þá skömmu áður. Fyrirsögnin var: „Voða- bál. Mesti eldur, sem kviknað hefir á ís- landi. 100.000 króna tjón.“ Frásögn blaðsins liófst með þessum orðum: „Bærinn er að brenna.“ — Með þeim fréttum voru Akureyringar vaktir á fimmtudagsmorguninn kl. 4—6. Og þeir, sem fyrstir litu tit, sáu loga ská upp þakið á geymsluhúsi, sem áfast er við „Hótel Akureyii“ rétt í miðjum bænum, Jxar sem bærinn er Joéttskipaðastnr — timburhús hvert við annað beggja meg- in strætisins, og strætið örmjótt. . . .“ Fiásögn blaðsins af atburðunum er öll skrifuð í þessum spennandi frásagn- arstíl. Af eldinum segir svo: „Um kl. 5 sáust aðeins eldtungur upp úr húsinu, senr áfast er við hótellið; Jrað var mikið hús; búð var Jrar og geymsla, hey, gripir o. s. frv., og auk þess gesta- herbergi. Kl. 5J/2 stóð ekki aðeins Jretta allt, heldur og hótellið í björtu báli. Frá hótellinu færðist eldurinn á tvo vegu: noi'ðureftir í búð og íbúðarhús Sigvalda Ungmennafélag Akureyrar heldur hátíðlegt aí- mæli Jóns Sigurðssonar 17. júní 1920. Ungmennafélaés- hreyfingin hófst hér á landi með stofnun Ungmenna- félags Akureyrar á nýársdag áriðl906. Eftir það var U. M. F. A. um langa hríð gildur þáttur í bæjarlífinu. U. M. F. A. hóf þegar skelegga baráttu fyrir íslenzkum fána og studdi það mál vel og drengi- lega. Fyrir atbeina U. M. F. A. og ann- arra félaga i bæn- um var afmælis Jóns Sigurðssonar minnzt hátíðlega hér á Akureyri í fyrsta sinn 17. júní 1907. Fóru félagar U. M. F. A. þá skrúðgöngu umbæ- inn og héldu þeim sið lengi síðan. — Gekkst félaéið fyr- ir hátíð á túni Gagnfræðaskólans (Menntaskólans) þennan dag og mættu þar 600 manns. Islenzki fáninn var dreginn að hún víða í bæn- um, en áður hafði félagi mjög beitt sér fyrir því, að danski fáninn hyrfi af fánastöngum bæjarins, en hinn islenzki blakti þar í staðinn. Þoisteinssonar og yfir götuna í geymslu- hús sýslumanns. Ur geymsluhúsinu barst hann svo í íbúðarhús sýslumanns og það- an í hús Óla Guðmundssonar og frú Margxétar. En úr húsi Sigv. Þorsteinss- onar færðist hann norður á við í „Möll- ershús" og Jxaðan vestur eftir í hús séra Geirs Sæmundssonar. Oll þessi húsa- þyrping stendur í björtu báli á síðari hluta 7. klukkustundar. Húsin báluðust upp eins og spýtur í ofni, þegar gustur- inn í honum er sem beztur. Langar leið- ir umhverfis var bjart sem um hádag væri. . . . “ Um upptök eldsins segir Norðurland Jxessa sögu: „í húsi því sunnan við hótellið, sem eldurinn kom upp í var, eins og áður er sagt, gestaherbergi. Inngangur að Jxví var hafður ólokaður, til þess að gestir skyldu geta farið Jrar inn að nætuijreli. Vinnumaður í hótellinu svaf með konu sinni í öðru herbergi í sama húsinu. Um nóttina kom maður framan úr Oxnadal og lagði sig fyrir í gestaherberginu. — Hann kveikti á lampa og hengdi hann upp á fatasnaga rétt undir súðinni. Svo sofnaði Ixann frá ljósinu logandi. — Nokkru síðar kemur annar gestur, sem í gestaherberginu svaf, að herbergi vinnu- mannsins og drepur þar á dyr. Vinnu- maður hafði áður vei'ið veikur af tann- pínu, en var nú sofnaður fast. Konan hans spyr, livað gesturinn vilji, segist ekki lúka upp, nema hann geti um er- indið. Þá skýrir hann loksins frá Jxví, að kviknað sé í liúsinu. Eldurinn var þá kominn gegnum súðina og upp í hey, sem þar var fyrir ofan.“ í sama tbl. Norðurlancls birtir ritstjór- inn ýmsar sögur, sem gengu manna í milli fyistu dagana eftir brunann. Kallar hann þær „Neista". Þar er þetta sagt: „Meðan slökkvihríðin var sem hörð- ust, allir bæjarmenn, sem vettlingi gátu valdið, voru að berjast við eldinn af öll- um sínunx mætti og öllu sínu viti, sat maðurinn, sem allt stafaði af, úti undir búðarvegg og snæddi úr nestispoka sín- um.“ „Eftir brennuna tóku nxenn að leita áhyggjufullir að munum sínum í hús- gagnabreiðunni í fjörunni. Marga vant- aði dýrindismuni, því að öllu hafði verið dembt hverju inixan um annað í upp- náminu. Meðal þeirra, sem vandlegast leituðu, var öldruð kona. Hún gekk frá maixni til manns með sömu spuininguna: „Hafið þið ekki séð steinolíuflöskui'?" Nei, enginn hafði séð þær. „Eg liefi misst þær tvær,“ bætti liún við. „Þær voru reyndar báðar tómar. En mér Jxykir samt liart að missa þær.“ „Snnxunx mönnum tókst björgunar- starfið ekki sem höndulegast, Jxó kappið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.