Dagur - 12.02.1943, Blaðsíða 10

Dagur - 12.02.1943, Blaðsíða 10
6 DAGUR 25 ÁRA stórum erfiðara um sókn og vörn á þeim vettvangi, ef Dagur hefði ekki tekið öfl- ugan þátt í kosningabaráttunni. Á Akureyri hafa Framsóknarmenn einu sinni ráðið úrslitum í alþingiskosn- ingum með stuðningi Dags. Það var sumarið 1927, þegar Erlingur Friðjóns- náði kosningu. Á síðari árum hafa Fram- sóknarmenn haft sinn eiginn frambjóð- anda í kjöri í bænum við sívaxandi fylgi, og hefir stefna Framsóknarflokksins unn- ið þar svo mikið á, að Akureyri skarar langt fram úr öllum öðrum kaupstöðum landsins í því efni og skýtur Reykjavík óravegu aftur fyrir sig, þegar miðað er við fólksfjölda. Skortir nú aðeins herzlu- muninn, að Framsóknarmenn vinni kjör- dæmið. Mun enginn efast um, að Dagur eigi sinn þátt í þessu stóraukna fylgi. Að sjálfsögðu viðurkenna andstæðing- arnir ekki, að Dagur hafi unnið þjóðnýti- legt verk með því að styðja Framsóknar- flokkinn. En dómur þeirra um það efni verður ekki talinn óhlutdrægur. í öllum lýðfrjálsum löndum skapa stjórnmálin pólitíska flokka, af því að þar hafa ein- staklingarnir frelsi til félagslegra sam- taka. Til eru þeir íslendingar, sem bann- syngja flokkana og deilur þeirra og óska þeim öllum norður og niður. Það er hægt að afnema stjórnmálaflokkana, en til þess er aðeins ein leið: vegur einveld- isins. Þessi leið hefir verið farin meðal einstakra þjóða. En óska menn virkilega eftir einvaldsástandi hér á íslandi? Þráir nokkur maður það að verða sviftur hugs- anafrelsi, málfrelsi og ritfrelsi, og að þessar tegundir af frelsi einstaklinganna verði allar steyptar í einu og sama móti samkvæmt vilja og fyrirskipun einvald- ans? Á þennan hátt gætum við kannske hlotið einhverskonar flatsængurfrið, en þann frið yrði að kaupa því verði, að öll frjáls hugsun og andlegur þroski þegna þjóðfélagsins yrði að leggjast til svefns i hýði sínu. Þá kýs ég heldur flokkana og flokkarifrildið, þó að þreytandi geti það orðið. Hitt er svo allt annað mál, að sam- býlisháttum stjórnmálaflokkanna er oft ábótavant, og baráttuaðferðir leiðtog- anna snúast stundum upp í ófagra leiki og mættu gjarna taka stakkaskiptum til bóta. Deilur stjórnmálaflokkanna eiga vitanlega ekki að snúast upp í heiftugan, persónulegan fjandskap, sem getur eitrað andrúmsloft þjóðarinnar. Þá fyrst eru stjórnmáladeilurnar orðnar siðspillandi, ef deiluaðilar hafa ástæðu til að taka undir þessi orð skáldsins: „Kalinn á hjarta þaðan slapp eg.“ Við skulum þess vegna deila hæfilega, jafnvel deila hart, þegar því er að skipta, en varast að „sólin gangi undir yfir okkar reiði.“ í þessu sambandi má það aldrei gleym- ast, að Framsóknarflokkurinn er milli- flokkur að því leyti, að stefna hans í þjóðmálum er mitt á milli tveggja öfga til hægri og vinstri handar. Það er því m. a. hlutverk hans að deyfa eggjarnar til beggja handa og halda á þann hátt stjórn- málalegu jafnvægi í landinu. Þetta hefir flokknum oft tekizt með því að hafa sam- starf til beggja hliða eftir málavöxtum í það og það skiptið. Það gefur að skilja, að nyti slíks milliflokks ekki við, myndi ófriðarbálið magnast milli hinna tveggja andstæðu stjórnmálapóla. Þó að ekki væri nema vegna þessa eins, er þess brýn þörf, að Framsóknarflokkurinn standi föstum fótum, lifi og þróist og verði sem áhrifamestur. Þess vegna telur Dagur það hlutverk sitt að starfa í þjónustu Fram- sóknarflokksins og með því auka og efla gróðurinn í íslenzku þjóðlífi á öllum sviðum þess. „Gamalla blóman angan!“ Umvötn . Hárvötn Vinsælar og hentugar gjafir. Verð við flestra hæfi. Fást í smásölu í fjölmörgum verzlunum. Einkasala til verzlana og rakara hjá Afengisverzlun píkisins

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.