Dagur - 24.12.1945, Qupperneq 27
ar upp undir tindana á sumrin. En
liún hverfur aldrei. Fólkið þar var
sagt óvingjarnlegt í garð hermann-
anna, en eðlilegt væri, að það væri
kaldara í viðmóti en Akureyringar,
fjöllin og umhverfið eru skýring á því.
Þegar vetur nálgaðist voru norður-
ljósin um allan himin, stundum eins
og dauf silfurrák í órafjarlægð um
þvert hvolfið; oftar þó bjartari og
glæstari, með gáskafullu geislaflugi og
sýndust þá koma miklu nær, ljálaga
hogar í grænum og rósrauðum litum,
eða fellingatjald, sem rís frá fjallatind-
um til himinhæða.
Við fengum ofsaveður eftir að við
l’órum lrá Seyðisfirði og í tvo sólar-
hringa gekk sjórinn yfir skipið og sóp-
aði öllu lauslegu með sér. En við náð-
um Hvalfirði, og daginn eftir liélt ég
til Reykjavíkur í litlum strandferða-
bát flotans. Sjórinn var ennþá ókyrr
og ég tók með stöðu við hlið stýri-
mannsins á upphækkuðum stjórnpalli,
og dáðist að dýrðlegri fegurð lofts og
lagar.
Dagarnir styttust óðum, en himin-
inn logaði, eins og kynt væri undir.
Skýin báru mjúka liti um ftádegisbil.
En kuldinn og ntyrkrið varð mér ekki
þungbært. Islenzkir vinir mínir sáu
um það. Ég naut vináttu og gestrisni
á fjölda íslenzkra heimila í höfuðborg-
inni. Á meðal vina minna þar er land-
lagsmálarinn Kjarval, hinn mikli
meistari íslenzkrar myndlistar. Hann
var fyrstur til þess að skilja myndfeg-
urð hraunbreiðanna og hins eldbrotna
lands. Ég hitti hann fyrst á Þingvöll-
um, í hraungjánni, þar sem hið fyrsta
þing kom saman á sumrum, fyrr á
öldum. Seinna fór hann með mig á
heimili' margra auðugra borgarbúa,
sem höfðu salnað verkum hans. Sum-
ar myndir hans voru mikilúðlegar og
stórbrotnar, aðrar sýndu nærri því
kvenlegt ímyndunarafl og fínleika.
Daginn sem ég átti að fara var
stormur í aðsigi. Það var í desember.
og dagurinn var ekki mikið lengri en
þrjár stundir. Grár kollurinn á Esj-
unni reis úr móðunni, en var stund-
um hulinn hríðarmekki. Hríðin var
líkust hagléli, en vindurinn feykti
kornum eins og fjöðrum og þau fest-
ust varla á jörðunni Á einni bryggj-
unni var kynnt bál, svo að þegar við
skildum við ísland var það ósvikin
biblíumynd af eldi, myrkri og hagli,
sem síðast hvarf í hafið. En þar búa
spámenn og englar.
(Lausl. þýtt. Stytt.)
—-----------------1
Þarflegasta
\
■ r I ■ .. f *
jolagjofin
er högg- og vatns j:
held armbandsúr jj
Mjög gott úrval af kven-
og karlmannsúrum fyr- j:
irliggjandi.
Ábyrgðarskírteini j:
frá úrsmíðameist- jj
ara fylgir hverju ij
úri.
BRYNJÓLFUR
SVEINSSON H.F.
j Andlitsvötn Ilmvötn
Hárvötn — gamalla blóma angan — jj
eru menningaraukandi hreinlætislyf. eru kærkomnar jóla og tækifærisgjafir |
Fást víða í verzlunum. Fást víða í verzlunum. :
j: Einkarétt til framleiðslu Einkarétt til framleiðslu j
j og innflutnings hefir og innflutnings hefir
j Aíengisverzlun Ríkisins Aíengisverzlun Ríkisins \
JÖLABLAÐ DAGS 25