Dagur - 24.12.1946, Side 5

Dagur - 24.12.1946, Side 5
ingunni um fátæklegar kringumstæð- ur og þröngan kost. „Hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu." Hér er ekki uppijómað nrusteri eða skínandi höll, aðeins gripahús og jata í óhamingjusömu, herteknu landi. Fá- tæk móðir, sem reifar frumborið barn sitt í gripahúsinu, — „af því að það var eigi rúm fyrir þau í gistihúsinu.“ Að- eins nokkrir eignalausir hirðar sáu stjörnuna, sem iýsti yfir jötunni, og glöddust yfir mikilfengleikanum í smæðinni. Drottin Kristur fæddist í jötu og dó á krossi. Frelsi okkar kostaði hann sjálfsafneitun og þjáningu. Fagnaðarerindi lians er fagnaðarer- indi hinna fátæku. „Andi Drottins er yfir mér, af því að hann hefir smurt mig, til að flytja fá- tækum gleðilegan boðskap. Hann hef- ir sent mig tii að boða bandingjum lausn og blindum að þeir skuli aftur fá sýn, til að láta þjáða lausa, til að kunngjöra liið þóknanlega ár Drott- ins.“ Þess vegna er jatan tákn jólanna. Sakir þess tákns getum við verið þess fullvissir, að engir tímar eru svo illir og dimrnir, ekkert mannshjarta svo auðvirðilegt og fátækt, að Jesús vilji ekki koma þar að. En hann fer fram hjá hinum stæri- látu og hrokafullu. Þar er ekkert rúm fyrir hann fremur en í gistihúsinu í Betlehem. Okkur var einmitt sagt það, um leið og nafnakall fór fram, að ekki mætti lesa jólaguðspjallið í kvöid. Hér verður slíku nauðungarbanni ekki komið við. Jólaguðspjailið lifir í hjörtum okkar, við þurfunr ekki að lesa það í neinni bók. Við munum lieyra það á samkomunni hér í skólan- um í kvöld, alveg eins og við heyrðum pabba lesa það, eða við heyrðum það í kirkjunni heima: „En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Ágúst- us keisara, um að skrásetja skyldi alla lieimsbyggðina. Þella var fyrsla skráisetningin, er gjörð var, þá er Kýrenius var landstjóri á Sýrlandi. Og fóru þá allir t.il að láta skrásetja sig, hver til sinnar borgar. Fór þá einnig Jósef úr Gaíileu frá borginni Nazarret upp til Júdeu, til borgar Daviðs, sem heitir Betlehem, þvi að hann var af húsi og kynþcetti Daviðs, til þess að láta skrásetja sig ásarnt Mariu, heitkonu sinni, sem þá var þunguð. En á meðan þau dvöldust þar kom að þvi, að hún skyldi verða léttari. Fœddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann i jötu, af því að það var eigi rúm fyrir þau í gisti- húsinu. Og í þeirri byggð voru fjár- hirðar úti í haga og gœttu um nóttina hjarðar sinnar. Og engill Drottins stóð hjá þeim og dýrð Drottins Ijómaði i kringum þá, og urðu þei.r mjög hrœddir. Og engillinn sagði við þá: „Verið óhræddir, þvi sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast. mun öllum lýðnum, því að yður er i dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn i borg Daviðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi i jötu.“ Og i sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra her- sveita, sem lofuðu Guð ogsögðu: ,,Dýrð sé Guði i upphæðum, og friður á jörðu, og velpóknan hans yfir mönnunum." Fnn eru lágar dyrnar inn í gripahús- ið í Betlehem. Sá verður að beygja sig er komast vill inn. Þess vegna ieita fáir inn þangað. — Kynslóð okkar ber höfuðið hátt, þó að verk okkar séu eins og visin blöð í stormi. En hverjum þeim er beygir sig og fer inn, mæta blessandi hendur. Og lionum skín hið eilífa ljós. Og úr djúpi sálar hans stígur gleði og þakkargjörð til Guðs fyrir hina ó- umræðilegu gjöf jólanna. JÓLABLAÐ DAGS 3

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.