Dagur - 24.12.1946, Side 7

Dagur - 24.12.1946, Side 7
Þér þótti þó nógu gaman að þessu, hverju um sig, þegar eg var að kenna þér það, ljúf- an mín, sagði Kata gamla, henni féllust hendur í skaut, hún horfði á uppáhaldið sitt. Já — þá! sagði unga stúlkan og fetti upp á trýnið. Eg var svo ung. Vitið var ekki meira. Ætli eg hafi verið meira tíu-tólf ára? — nú er eg átján! Jújú. . . . Katæ gamla huggaði sig aftur við illeppinn: Einn, tveir, þrír með rauðu, — já, því nú áttu það víst að vera þrír? Ójá. — Já, satt er það: margur óvitkast með aldrinum, kelli mín! Svona þegar fer að líða á sjöunda tuginn. . . . Telurðu það til gáfna, Kata mín, að hafa skemmtun af tilbreytingarlausum þræl- dómi! Og þannig talar þú um elztu lífslind mannkynsins og helgasta sakramenti, starf- ið, sagði Kata gamla og dró sarnan varirnar yfir illeppnum sínum, hljóp kapp í kinn: Allt er bezt í hófi, barnið gott, ekki síz.t óþægðin. Nú getur þú kosið á milli að þegja eins og steinn eða fara þína leið. Unga stúlkan spratt á fætur: Veiztu, að það er í fyrsta sinn sem þú rekur mig frá þér? spurði hún og varirnar titruðu. Kata gamla leit á hana sem snöggvast, og af henni á illeppinn. Unga stúlkan settist aftur, grét beizklega, en fór hvergi. Kata gamla skipti sér ekki af því, lofaði lienni að skæla. Samt gaf hún lienni við og við horn- auga; þarna sat hún, elsku litla stúlkan, og var hætt að gráta; vel fór blessað höfuðið á teinréttum hálsinum; vel fór henni blái vaðmálskjóllinn, sem þær saman höfðu unn- ið í, og bláa húfan; en þó allra bezt augun bláu, sem dökknuðu í gráti, en lýsti af þeg- ar upp birti. Kata gamla lét enn líða nokkra stund, og hún var ekki nema í meðallagi blíð á manninn, þegar hún að lokum spurði: Helir þú litið til hans Grána þíns í dag? — Væri ekki nógu gaman að fá sér sprett í góða veðrinu? Allt ein glá! Úr því þú nenn- ir ekki að gera neitt í dag. Unga stúlkan anzaði henni ekki orði, leit ekki á hana, en hristi höfuðið. Kata gamla raulaði um stund yfir illeppnum sinum, taldi lykkjur, sagði síðan upp úr þurru: Hvar skyldi lnin kisa vera? Eg man ekki til að eg hafi séð hana i dag. Hafið þið séð hana, stúlkur? Ekki vænti eg kattarskinnið liafi farið sér að voða eða verið lokuð inni einhvers staðar í framhýsi!.... Hefir þú séð liana, væna mín? Kisa og eg erum engir vinir þessa dagana, það veiztu vel, anzaði unga stúlkan og mun- aði minnstu að aftur slægi ú.t í fyrir henni. Hefir þá líkt sletzt upp á milli þín og skynlausra skepnanna? — Einn, tveir, þrír með grænu. . . . Jæja, þá liefir þú víst ekki litið til hennar Búkollu og kálfsins, vænti eg? Fjósamaðurinn sér um það! Satt segir þú — fjósamaðurinn sér um það. — Og nú á blaðið að fara að dragast saman, hélt hún áfram með sjálfri sér: F.in- um möskva færra af því græna; bíðum nú IÓLABLAÐ DAGS við. Hún ýtti gleraugunum betur upp á nef- ið: En skepnurnar, barn, eru mönnunum gefnar til umönnunar. Og starfið til liress- ingar. Unga stúlkan stundi við þreytulega: Það liggur við að þi'i gætir leyst föður minn af hólmi sem prédikari, Kata ntín; hefðir þú hæð lians, rödd og útlit mundi það engu breyta, að þú stigir í stólinn! Mikið og margt hefi eg lært af þínum góða föður, það er satt og víst, anzaði Kata gamla þurrlega: Og vildi eg óska þér hins sama, ljúfa mín! Þegar jólin voru liðin hjá og árið á enda, lét Sæmundur fróði í Odda kalla dóttur sína til sín í herbergið og sagði við liana: Þegar betur er iiðið á kvöldið, er ár á enda og annað byrjar, dóttir sæl. Hvernig stendur á því, að þú ert ekki í hátíðafötum? Hér er ekkert um að vera og við erum ein heima, faðir minn, anzaði unga stúlkan og skipti litum. Er það svo lítils vert, að vera ein með sín- um nánustu? Þú veizt vel hvað eg á við, faðir minn, sagði unga stúlkan sér til afsökunar: Við eigum ekki von á gestum — og ætlum bvergi. Séra Sæmundur brosti: Erstundin óhátíð- legri af þeirri ástæðu? Unga stúlkan var þegar rauð sem blóð: Nei, nei — en hér eru ekki aðrir en þeir, sem við erum með daglega. Er það svo lítis vert? Þú mátt ekki tala svona til mín, faðir minn, sagði unga stúlkan og fór öll lijá sér: Eg skal flýta mér í önnur föt! Ger þú það, dóttir sæl. — Séra Sæmundur horfði hugsandi í gaupnir sér; síðan brosti hann við henni: Far þú í þau föt, sem þú átt bezt, svo sem ættir þú að fara á fund of- urmenna anda og valds. Hann horfði á hana um stund, fingurnir tifuðu á ómálaðri eik- arplötu skrifborðsins: Kom ]rú svo liingað aftur og gerðu vart við þig. — Þegar unga stúlkan kom aftur til vinnu- herbergis föður síns var hún í fötum úr silkiflosi og slæður yfir, en djásn úr gulli og gylltu sillri, sett dýrum steinum prýddu enni, háls, barm og mitti. Sæmundur fróði ltorfði hugfanginn á dóttur sína og sagði að lokum: Enga sá eg hreinni hefðarmey, dóttir sæl. Þú líkist konungsdóttur! Enda af konung- um komin. Nú ertu sambærileg við hverja sem er! F.n ekki allar við þig. Unga stúlkan vissi ekki hvar þetta ætti að enda. Hún settist, horfði niður fyrir sig, feimin, þagði. Var faðir hennar að draga dár að henni? Hún varp öndinni, viðbúin að bér mundi taka verra við. / Sæmundur fróði hló: Þú verpur öndinni eins og hefðarfrú á undan messugerð! En þér skjátlast, dóttir sæl! Eg ætla ekki að lesa yfir þér í kvöld/hvorki þér né öðrum. Hann stóð á fætur, hló við: I kvöld skal dans stig- inn! Dans, faðir minn- endurtók unga stúlk- an og leit á hann, trúði honurn ekki, og trúði honum þó: En hefði eg þá átt að fara í þau löt, sem eg á bezt? Þú misskilur mig enn! Það er munur á skála og sal; — hefir þú nokkurn tíma heyrt um skáladans á sjálfa nýjársnóttina, dóttir sæl! bætti séra Sæmundur við, brosti undir- furðulega og valdi sér í skáp sínum þann búninginn, sem var minnst snjáður: Rekur þig minni til, að einu sinni í vetur varztu að tala við stúlkurnar um hitt og þetta; manstu livers þú þá óskaðir þér? Eg liefi svo oft talað við stúlkurnar, anz- aði unga stúlkan brosandi: Og eg hefi víst óskað mér svo rnargs! Satt segir þú, samsinnti Sæmundur fróði: Einkum upp á síðkastið! Það veitti ekki af, að eitthvað af því færi að rætast. Eða hvað? í nótt mun sú ósk, sem þú barst fram daginn þann, rætast að nokkru. Það er víst tími til kominn! Þú ert ekki ung lengur. Fullra átján ára! Lífið virðist ætla að fara fyrir of- an þinn garð og neðan, er ekki svo? Eg botna ekkert í hvað Jm átt við, faðir minn, anzaði unga stúlkan, dreyrrauð: Hvernig ætti eg að vita, hvaða dag ))ú átt við og hvað við ræddum um þann dag? Sæmundur fróði klappaði brosandi á kinnina á henni: Þú manst það ofur vel! Ertu búin að gleyma deginum, þegar þér leiddist sem mest? Eg segi þér satt, að eg, gamall fauskurinn, kenndi sárlega í brjósti um Jiig. Heimilið var svo leiðinlegt, en heimurinn skemmtilegur — var ekki svo? Hann hlaut að vera skemmtilegur einhvers staðar, sagðir þú, og felldir tár af leiðind- um yfir að komast ekki þangað sem væri hlátur og gaman, söngur og dans og— eg veit ekki hvað! — Það er þangað, sem við bregðum okkur í nótt, dóttir sæl. Já — en, faðir minn! sagði unga stúlkan og hrollur fór um liana: Hvernig geturðu vitað —? Hver hefir sagt þér —? Sæmundur fróði brosti: Hver ætti svo sem að liafa sagt mér það, barnið gott? Væri Jrað líkt stúlkunum okkar, að hlaupa til mín með sögusagnir? — eða mér, að spyrja þær? — eða hlusta á þær! Já, en — svona orði til orðs? sagði stúlkan. Sæmundur fróði strauk lófanum frá enni lil höku: LJm þig væri eg líklegur til að vita svona nokkurn veginn það, sem er að vita, án J^ess að þurfa að láta segja mér það. Unga stúlkan lét málið niður falla; hún steinjDagnaði. Henni fannst hálf óviðfelldið að vera minnt á, að faðir sinn, að því er sagt var, hefði gengið í Svartaskóla og þar af leið- andi vissi meira en flestir aðrir, og meira en sanngjarnt virðist að jarðneskar verur viti. En hvort sem henni líkaði það betur eða verr: hún vissi það. Vissi, að hann hvað eftir annað hafði lent í tæri og tuski við Kölska — og haft betur. Annars væri hann ekki hér! Hana grunaði jafnvel,.að hann enn þann dag í dag lrefði sambönd ekki aðeins ,,efra“, heldur einnig í ,,neðra“; ekki aðeins á og of- ar jörðu, heldur einnig undir jarðskorp- unni; ekki aðeins í bláum sólarsölum upp- liæða, heldur einnig í eldgryfjum undir- djúpanna. Á meðan liin unga mær var að liugleiða 5

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.