Dagur - 24.12.1946, Page 9

Dagur - 24.12.1946, Page 9
þykir hverjum einasta manni og konu svo vænt um öll hin — það er auðséð! Alveg eins ogþau væri systkini! Eru þetta systkini? Eða erum við dáin og komin í Himnaríki? .... Eða er okkur að dreyma? Það er mikið ljós og margföld hljómlist til í heiminum, það er satt og víst, og mikið yndi hreinum hjörtum, dóttir sæl, anzaði séra Sæmundur: Skemnit þú þér nú, barnið gott! En gleym þú ekki að nota jáfnframt augu þau og eyru, sem guð hefir gefið þér. Það hafði þegar þyrp/.t að þeim fólk, prestinum og dóttur lians, vingjarnlegt fólk sem lieilsaði þeim alúðlega og brosandi: Sjáum til, hér er kominn séra Sæmundur! F.n hvað það var gaman! Unga stailkan mátti þó varla vera að því að taka kveðjum manna, hinn mikli salur dró að sér meginið af athygli hennar. Aldrei hafði hún hugsað sér, að hægt væri að byggja svona stór hús! Því mundi enginn trúa, sem hefði ekki litið það eigin augum. Það var svona rétt að hún trúði augurn sínum. Oddi með allri bæjarhúsaþyrpingunni ntundi hæglega geta rúmazt hér í þessum eina sal. Og þó var salur þessi aðeins einn af mörg- um, því hafði hún þegar veitt eftirtekt. Bráðlega kynntist hún hinuin og öðrum, án þess eiginlega að vita hvernig. Áður langt leið trúði hún einum af þessum nývinum, laglegum manni ungum, fyrir því, hvað henni þætti iuisakynnin falleg og hvað lnin hefði orðið hissa á að til v:eri svona stór salur. Hann anzaði henni brosandi — og deplaði um leið augum til einhvers í ná- munda við þau: Ungfrúin er ef til vill ekki vön því, að ná ekki til veggja og lofts? Henni varð litið í augun á honum og undraðist; þau voru eitt bros — og þó kunni hún einhvern veginn ekki við raddhljóm- inn. Eitthvað var það hér, sem hún skildi ekki. Og nú leit helzt út fyrir að hann mis- skildi hana og hina þrálátu njósn hennar. Það endaði með því, að hún varð að líta undan. Hið brosandi augnaráð unga mannsins flögraði andartak burt frá höfði liennar, niðurlútu, mætti augum annarra ungra manna, sem skildu og brostu. Því næst hneigði hann sig fyrir henni, ljúfmannleg- ur, en Ijúfmennskan var ekki alveg laus við einhvern snefil af lítillæti, og spurði, hvort hún vildi ekki gera honum þá ánægju að dansa við sig. Unga stúlkan leit á liann á ný, leit á hann skærum, bláum augum, sem aðeins höfðu skírzt frekar við skuggann af óljósri hryggð, og anzaði fastmælt: Við yður held eg, að eg vilji ekki dansa, nei. Ungi maðurinn hneigði sig altur, dýpra en fyrr og með hönd á hjarta: Afsakið auð- mjúkan þjón, sem þér eyðið á svari, er hæfði kóngsdóttur! — Hann snerist á hæli, yppti leynilega öxlum til kunningjanna, og bætti við í eyra eins af vinuin sínum: F.f það ekki, svo sem sýnilegt er, kæmi af skjátuvörum! Reyndist berið súrt? spurði vinurinn með ofurlítið spotzkri hluttekningu. JÓLABLAÐ DAGS Þá yppti hinn vonsvikni dansbiðill öxlum til eyrna: Vegni þér betur! Sæmundur prestur hafði Iagt kvöldeignarhald á borð eitt lítið í einum af hliðar- sölunum; þar gæti dóttir hans átt víst að finna hann milli dansanna. Málkunn- ugur var hann hér mörg- um, að því er virtist, og þessir kunningjar Iians námu stundum staðar, þeg- ar þeir áttu leið fram hjá borði Iians, heilsuðu Iion- um kurteislega og skiptu nokkrum orðum við liinn gráhærða öldung í dökku fötunum, athuguðu hann undrandi, sumir kankvís- lega, en eftir að hafa leitað liófanna, hurfu flestir frá nærgöngulu spaugi; eug- ann virtist langa til að eiga við hann orðaskak. Hefðar- maður einn, hniginn að aldri og orðinn ólipur á fótum, en við fulla heilsu og gefinn fyrir gleðskap, laut að eyra hans og spurði: Leyfið mér að forvitnast. . . . hm! Er það — dóttir yðar, sem með yður er? Séra Sæmundur jankaði því. Hefðarmað- urinn þagði þá stund, sem kurteisi heimti og heimilaði, hvorki lengur né skemur, sagði síðan: Margur hefði þegið að eiga aðra eins-----dóttur! — hló við og kvaddi, og virtist ofurlítið á báðum áttum: Hm! Annar maður, sízt ótignari, sýndi séra Sæ- mundi fáheyrð vinahót og spurði, hvort hann ef til vill vasri orðinn þreyttur á Odda? Langaði hann ekki í betra brauð? Ekki það. F.ða hafði honum dottið í hug að girnast biskupstign? Ekki heldur! Jæja, — annað hvort var hann þá mjög lítilþægur — eða hið gagnstæða, Im hu hu! Augu tignarmannsins fylgdu ungu sttilkunni nreð velþóknun, á meðan liann ræddi við föður hennar: Hans hátign er annars mjög náðugur — þessa dagana! Sæmundur fróði lyfti brúnum, undrandi, úti á jrekju. Hann hafði fyrr komið Jiar í sveit sem þægilegt er að geta brugðið fyrir sig gáfuleysi, kunni tökin á því að skilja ekki meira cn hann kærði sig um. Tignar- maðurinn lét líða stundarkorn, síðan ræskti hann sig, fyrst góðlátlega, síðan miður góð- Iátlega. Síðan fór hann sína leið, og brá skugga yfir andlit þaulæft í leyndum þótta og sýndarþjónustu. Það var ekki oft, að unga stúlkan hafði tíma til að setja sig hjá föður sínum og kasta mæðinni. Oftast kom hún aðeins til að fræðast af honum um hver Jressi ungi maður eða unga kona væri. Sæmundur prestur fræddi hana fúslega og kunni glögg skil á ölhi því, er hún vildi vita. Að áliðinni nóttu spurði hann hana að lokinni fræðslu: Þú skemmtir þér alltaf jafn vel? Skemmti mér! hrópaði unga stúlkan og augu hennar leiftruðu af dillandi kátínu: hcfur drukkið fulldrjúgt vínltcrjasaf; nn." Nei — orð ná ekki yfir það! Eg er heilluð af hamingju, faðir minn! Mér liefir aldrei liðið eins vel og í kvöld. Eg vissi ekki að Jxað væri hægt að láta sér líða svona vel! Eg — eg lifi! .... Ó — eg lifi. . . . Nóttin líður, tautaði séra Sæmundur ó- kátur: Ef við látum dag renna yfir — skemmtum okkur, er okkur heimleiðin lokuð, dóttir sæl! .... Þangað til einhverja aðra nótt, þangað til — nóttina Jaá! Ættum við ekki að fara að hugsa um að halda heim? Hvernig talarðu, faðir minn? Nóttin, sem er nýbyrjuð! anzaði unga stúlkan og steig dansspor fyrir framan hann. Viljir þú fara nú, verðut'ðu aðfara einn! — Hún Ijarlægð- ist hann í valsi: Mig færðu ekki með J)ér l'yrst um sinn! .... Ef til vill aldrei! Sæmundur fróði hristi höfuðið. Og Jretta halði hún í gamni! Jæja — hver hlutur verður að hafa sinn gang: eldraun lífsins er lvverjum einum óhjákvæmileg. Það Jtarf ekki fróðan mann til að vita slíkt! Reyndar var liér teflt um dóttur hans, En þannig hafði það verið um allar aldir. Það er um börnin eins og um lífið sjálft: Drottinn gaf, drottinn tók. Stunir.finna jafnvel hamingju, eins konar hamingju, eða að minnsta kosti hamingju-ranghverfu — eða ranghverfða hamingju! — á öldum yfirskinsins, á tál- fjölum tildurs og slægðar. Tré flýtur þar, sem steinar sökkva! .... Hinn aldni vitr- ingur sat þögull og einmana yfir víni, sem sauð og brast í skínandi skál. Enn á ný kom dóttir hans sem snöggvast að borðinu til hans, ekki jafn glöð og áður, og það var eins og honum þætti fyrir því. Hún settist hjá honum, þagði við. Sé eg rétt eða er mig farið að dreyma: Þú kemur og sezt — og situr? spurði séra Sæmundur og lét glas sitt mæta glasi dóttur sinnar í ofurlitlum klingjandi ómi. Afsakaðu, faðir minn — mig langar ekki í meira vín. (Framhald á bls. 22.) 7 7 ,.Hann

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.