Dagur - 24.12.1946, Blaðsíða 10

Dagur - 24.12.1946, Blaðsíða 10
VÉR höfum, enn sem komið er, fremur óljósar hugmyndir um hetjulega bar- áttu hernumdra þjóða gegn kúgun og of- beldi nazista á stríðsárunum. Innri saga þeirrar baráttu, er oss að mestu leyti ókunn. Það er saga einstaklinga og smáhópa, er háðu markvisst stríð, árum saman, upp á líf og dauða, undir hinum erf- iðustu kringumstæðum, án annarrar foryztu en sinnar eigin samvizku, réttlætiskenndar og föðurlandsástar. Oss væri eflaust hollt, ættum vér þess kost, að kynnast ofurlítið þeim sönnu og trúu föðurlandsvinum, er ótilkvaddir og af sjálfsdáðum gerðust verðir laga og réttar, á mestu svikaöld þjóðar sinnar, stóðu ýmist einir eða fáliðaðir uppi í baráttunni fyrir því, sem þeim var heilagt, og hvikuðu ekki frá réttum málstað, hversu sem horfði, þÖ að kostaði þá ihúsrannsóknir, yfirheyrslur, fangavist, pyntingar eða jafnvel lífið. Hér verður sagt eitt dæmi þess. — Eg sat eina kvöldstund, síðastliðið sumar, á heimili vina minna, menntaskóla- kennarans P. Myklebust og konu hans í Ósló. Þau sögðu mér ýmislegt er kom fram við þau bæði, meðan þau unnu að leyni- starfsenri heima fyrir og eftir að þau flúðu til Svíþjóðar, en eg krotaði það niður. Fyrri þáttur frásögunnar er um kennar- ann, hinn síðari um konu hans. Eg hefi ekki séð ástæðu til að breyta neinum nöfnum. Hjónin bæði voru þekkt orðin um land allt og hlutu opinbera viðurkenningu að stríðs- lokum, fyrir þátt sinn í þjóðvarnarbarátt- unni. 1. Uppgjöfin í Norður-Noregi og flótti kon- ungs og ríkisstjórnar til London, hafði í fyrstu mjög lamandi áhrif meðal lands- manna. Menn ræddu það helzt í hálfum hljóðum, er gerzt hafði, og þorðu engu að spá um framtíðina. Eitt var þó öllum ljóst: Föðurlandið var í hættu statt! Hitt var mörgum hulið: Hvað var hægt að gera því til bjargar? — Skóli er á stað einum í útjaðri Ósló, er Fjellhaug heitir. Nokkrir ungir menn, fjór- ir eða fimm að tölu, komu þar sarnan á hverju kvöldi, um lengri tíma eftir hernám- ið. Menntaksólakennarinn, P. Myklebust, var einn í þeim hópi, eflaust sjálfkjörinn leiðtogi. Hann hafði verið fimm sumur við nám í Þýzkalandi, lesið ,,Mein Kampf“ fjór- um sinnum og kynnt sér áróður og aðrar starfsaðferðir nazista. Nú var komið að því, að hann þurfti að miðla öðrum þeim fróðleik, svo að jreir yrðu við öllu búnir. Þeir reyndu auk þess, hver um sig, að fylgjast sem bezt með fréttum og öllu sem gerðist, einkum í herbúðum norskra og þýzkra nazista í landinu, og ræddu síðan viðhorfið sín á milli. Nazistar reyndu í fyrstu að fara vel að fólki, en ef það bar ekki tilætlaðan árangur, var óðar gripið til hótana og ofbeldis. Ástandið varð æ óbærilegra, — en hvað gátu þeir aðhafst? — Seint að hausti birti S. Feyling, sóknar- prestur í Egersund, grein eftir sig í „Frit Folk“, blaði quislings-flokksins. Hann var ánægður með allar aðgerðir flokksins, hvatti þjóðina til að sætta sig við hernámið, hlýða kalli hins nýja tíma og ganga ti! fylgis við flokkinn. Þar með höfðu þeir fengið nýtt verkefni, íélagarnir á Fjellhaug. Feyling hafði verið kennari Myklebusts og vinur góður. Hann sat nú við það heila nótt, að skrifa Feyling, svara grein hans og vara hann við því, að svíkja konunginn, en afvegaleiða þjóðina. Bréfið sendi hann í ábyrgðarpósti, en leyniþjónusta föðurlands- vina komst yfir það (cins og flest önnur bréf til F.), tók samrit af því og sendi það síðan til Feylings. Samritið var síðan fjölritað og því dreift út um land allt. Afleiðing þess varð meðal annars sú, að Feyling fékk úr öllum áttum nafnlaus bréf, öll á einn veg, honum til skapraunar. F.ftir hátíðar fær Myklebust boð um að mæta á Victoria Terrase, stjórnarskrifstof- um nazista. Feyling var þá orðinn skrif- stofustjóri kirkjumálaráðuneytisins nýja, og var Myklebust kallaður fyrir hann. Hann virtist afar móðgaður og krafðist skýringar á því, hvers vegna samritum af bréfi hans til sín hafði verið dreift út um land allt. Myklebust kvaðst ekki geta gefið skýr- ingu á því, hverjir opnuðu póst skrifstofu- stjórans, og leiddi síðan talið að þjóðhættu- legu starfi hans og nazista. Eftir stundarkarp segir Feyling: „Sérð þú ekki að djúp er á rnilli þess er var og hins, er kom?“ „Jú, eg sé það vel,“ svaraði Myklebust. „Þar er djúp gröf á milli, en í henni liggja þeir, sem létu lífið fyrir ættjörðina. Annars vegar við gröfina ert þú, hins vegar er eg.“ Feyling spurði nú eftir fjölskyldu hans. Myklebust sagði líðan góða, ættu þau hjón- in dreng, nýskírðan, og héti hann Harald.*) „Langar þig til að láta setja þig inn?"- Myklebust kvað nei við því, en þó yrði baráttan fyrir frelsi fósturjarðarinnar að ganga fyrir öllu öðru. Hvatti hann síðan Feyling til að segja upp embætti sínu og ganga í lið með ættjarðarvinum. Feyling fyrtist við og hafði í hótunum: „Gættu þín! Gleymdu ekki litla Haraldi!“ „Eg skal sjá til að drengurinn minn þurfi ekki að bera kinnroða vegna föður síns.“ Síðan skildust þeir. Uppfrá þessu höfðu þeir nóg verkefni, félagarnir, er þeir komu saman. Myklebust samdi áróðursrit og safnaði fréttum, en félagarnir fjölrituðu og sendu *) Það er nafn erfðaprinsins. fjölda samrita til leynisamtaka, er sáu um dreifingu þeirra. Aðgerðir nazista í Noregi gáfu æ ný til- efni til andmæla. Félagarnir á Fjellhaug fóru því að gefa út fjölritað blað, er þeir nefndu „Eidsvoll.“ Venjulega unnu þeir að hverju tölublaði tvær nætur í röð. — Mikið efni fengu þeir, sem staðið hafði til að birt- ist öðru leyniblaði, „Vi vil oss et land“, en útgefendur þess höfðu fallið í klær þýzku leynilögreglunnar. — Nú leið á veturinn. Félagarnir voru orðnir smeykir um sig og fengu margar að- varanir. Tveir þeirra ákváðu að strjúka til Eng- lands. Svo var það eina nóttina, þegar búið var að ganga frá nýju númeri af blaðinu, að þeir héldu dálítið skilnaðarhóf og kvöddust undir morguninn. Þá tóku strokumennirnir á sig skíði og bakpoka, og liéldu af stað — í átt til sænsku landamæranna. Um vorið, 7. júní var gerð húsrannsókn á Fjellhaug. Nokkur leyniblöð fundust, margir voru yfirheyrðir þar á staðnum, en Myklebust var tekinn og farið með hann til aðalstöðva ríkislögreglunnar. Það yrði of langt mál, að skýra hér frá réttarliöldunum. Sakborningurinn svaraði jafnan með festu og einurð, og var svo vel að sér í norskum lögum, að lögfræðingar nazista voru í vandræðum með hann. Hann var dæmdur til langrar fangavistar og sat einn í klefa í átta rnánuði. — Nokkurt samband höfðu fangar sín á milli, með snúr- um úr efri gluggum, en stöngum til hliðar- glugga. Síðast í aprílmánuði næsta árs var Mykle- bust sleppt úr varðhaldinu. Kona hans hafði legið þungt ltaldin á sjúkrahúsi, en kom heim tveimur dögum síðar en hann, — og þá börnin líka, en þau höfðu verið hjá öðr- um. — Gott var að koma heinr, en samt fannst þeim Iijónum báðum sér ekki til setu boðið. Gyðingaofsóknir voru í algleymingi. Þau tóku á móti flóttamönnum og leyndu þeim á heimili sínu, þangað til þeim tókst að strjúka yfir til Svíþjóðar. Samtök höfðu verið mynduð, með mestu leynd, flóttamönnum til aðstoðar. Menn í þýzkum einkennisbúningum og þýzkum bílum, (öllu stolnu) fluttu þá til landamær- ainna, venjulega tíu til tuttugu manns í einu. — Myklebust fór með þeim margar ferðir. Þessum flutningum var lokið að mestu leyti í febrúarmánuði 1943. Tekizt hafði að koma 500—600 Gyðingum yfir til Svíþjóðar. Og jrar með var lokið starfi Myklebusts JÓLABLAÐ DAGS Sönn sctga um hetjulega baráttu norskra hjóna á hernámsárunum í Noregi ÓLAFUR ÓLAFSSON skráði 8

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.