Dagur


Dagur - 24.12.1946, Qupperneq 11

Dagur - 24.12.1946, Qupperneq 11
lektors í Noregi að sinni, þó að ekki væri það að hans vilja eða ráði vina. Er þá komið að síðara þætti frásögu þe'ss- arar, um konu hans. II. P. Myklebust lektor og kona hans áttu heima í húsi skammt frá Fjellhaug. Tvö börn áttu þau, Harald þriggja ára, þriðja febrúar 1943, og Ragnhildi sjö mánaða. Bæði börnin voru því fædd á stríðsárunum, og voru látin heita í höfuð tveggja barna krónprinshjónanna. Norskum nazistum gramdist ekkert meira en það, sem minnt gat á konungs- fjölskylduna. Frú Myklebust var ekki síður á- hugasamur þátttakandi í starfi frels- isvina en maður hennar, þó að starf hennar væri nokkuð með öðrum liætti. Og ekki sögðu þau ævinlega hvort öðru allt sent þau vissu uin leynistarfið, af ótta við að annað hvort þeirra eða þau bæði yrðu pínd til sagna. Þau urðu að vera mjög vör um sig. Enginn vissi hverj- um var óhætt að treysta eða hver var njósnarinn. Mörg voru vonbrigðin. Nánir samverkamenn og vinir vorn teknir hver á fætur öðrum. En það sveið þeim sárast, að verða að sjá að baki hinum gáfaðasta og bezta þeirra, Sandvík, kristniboða frá Bergen. Hann ætlaði til Kína, að stríðinu loknu. Hann var tekinn, yfirheyrður, pínd- ur og loks skotinn. Daginn áður, um kvöldið, var kastað steini inn um gluggann heima hjá þeim. Var nú röðin komin að þeim? Afmæli Haraldar litla bar upp á laugar- dag. Flóttamenn, sem enn leyndust á heim- ilinu, voru látnir flytja til öruggari staðar, með því að búizt var við gestum. — Nokkrir gestanna voru úr Íeynisamtökunum. Með J)eim kom sú frétt, að stúlka ein lir hópi þeirra hefði verið tekin. Þótti ástæða til að óttast, að hún mundi iáta leiðast til að segja ofmikið. Um kvöldið hringdi maður einn til Myklebusts og bað liann að tala um kvöldið daginn eftir á samkomu í Rakkestad, bæ einum skammt frá Ósló. Nú hafði hann ver- ið á ferðalögum marga sunnudaga í röð og hafði hugsað sér að vera heinra. Hann vildi ógjárna fara frá heimili sínu, eins og á stóð, og loks hafði hann lofað að fara með konu sinni í skírnarveizlu, einmitt þennan sunnudag. — Samt lofaði hann að tala á sam- komunni. — Honttm fannst það skylda sín. Seint um kvöldið, eftir að gestir voru farnir, en börnin sofnuð, brenndu þau hjón- in ýmsum pappírum, sem gátu kornið upp um þau. En frú Myklebust tímdi ekki að sjá af tveimur ritlingum, sem lnin geymdi í borðskúffu í eldhúsinu, — annar var samrit af yfirheyrslum mannsins hennar, en hinn „Ávarp til foreldra“, sem varaði við áform- um nazista í uppeldismálum. — Klukkan 8 á sunnudagsmorguninn, JÓLABLAÐ DAGS klukkustundu eftir að lektorinn var farinn að heiman, hringdi dyrabjallan ákaft. Uti fyrir stóðu fjórir quislingar í lögreglubún- ingi, allir ungir. „Þeir eru einmitt óskammfeilnastir," hugsaði frú Myklebust. En nú var hún því fegnust, að maðurinn hennar var ekki heima. „Gjörið svo vel að kalla á manninn yðar!“ „Hann er ekki heima.“ Þeir tróðust fram hjá henni, óðu inn í stofu og þaðan inn í svefnherbergi, börðu rúmið með kylfunum, opnuðu skápana, ef ske kynni að Myklebust leyndist einhvers Fjcllhaug, þar sem Myklebusthjóíiin bjttggu. staðar. „Hvar er hann?“ „Eg veit Jiað ekki.“ „Segið tafarlaust hvar hann er!“ „Eg er löngu hætt að spyrja um ferðir hans, það þýðir ekkert. Hann er alltaf að fara eittlivað." „Þér ljúgið! — Hvenær fór hann?“ ,,í gær.“ „Hvenær í gær?“ „Um hádegi.“ Hún var í náttkjól einum fata, með Ragn- hildi á öðrum handleggnum, en hélt með liinum utan um Harald. Litlu systkinin voru kjökrandi, en grétu ekki. Lögrégluþjónarnir óðu nú aftur um allt húsið, en henni gafst tóm til að klæða sig og börnin. — Síðan hófst leikurinn á ný. Sá hét Henriksen, er hafði orð fyrir lög- regluþjór.unum. Hann sagði: „Þekkið þér Sandvík?“ „Nei.“ ,',Þekkið þér Hansen?“ ,,Nei.“ „Þekkið þér Syversen?" Það var erfiðara að neita því. Mynd af Syversen liékk á veggnum fyrir aftan þá. „Já, þarna er mynd af honum. Hann er kennari í verzlunarskólanum.“ Allir höfðu menn jressir verið í leýnistarf- semi fiiðurlandsvina. Nú hófsf húsránnsókn, fyrir alvöru. Hen- riksen skipaði fyrir og lét snúa upp og nið- ur á öllu. Fyrsti grunsamlegi fundurinn var áróð- ursmiði. Fannst hann í kápuvasa frúarinnar og var skrifaður með hennar hendi. Þeir lásu hann gaumgæfilega. Frú Myklebust bjóst við, að nú væri úti um sig, en reyndi að stappa í sig stálinu, með því að hugsa til heilræða leynisamtakanna: „Vertu róleg. Talaðu sem minnst. Nefndu ekki nöfn.“ „Hvar liafið þér fengið þetta?“ „Eg fann ritið í bréfkassanum og tók afrit handa manninum mínum." „Hvar er ritið, sem þér funduð? Hver fékk það?“ „Eg lét það aftur í kassann." „O, svei, hve þér Ijúgið! Þér dreifið and- nazistiskum áróðursblöðum!“ „Nei, það hefi eg aldrei gert.“ Rannsókninni hélt áfram. Þeir fóru yfir allt aftur. En á meðan sat hún á rúminu, með börnin í fanginu, hélt þeim dauðahaldi og andvarpaði til Guðs, en gat ekki beðið. „Nú er öllu lokið,“ hugsaði hún. „Maðurinn minn verður píndur og síðan skotinn, eins og Sandvík.“ Ráðgert var að maðurinn hennar kæmi heim um kvöldið. Hvernig gat hún gert lionum aðvart? Hún vissi að lögregluþjónarnir hefðu skipun um að lialda vörð á heimil- inu, þangað til liann kæmi í leitirn- ar. Ómögulegt mundi verða að bjarga honum. Henni lá við örvæntingu. Henriksen sneri sér til hennar aftur og spurði: „Hvar eru föt mannsins yðar?“ ,,í skápnum þarna.“ En í Jreim sama skáp fundu þeir einnig útvarpstæki. „Útvarpstæki!“ hrópaði Henriksen. „Kornið, verið vitni að þessum fundi. Nú er J)að upplýst, hvaðan hann fær fréttir í leyni- blöðin.“ Frú Myklebust sá engin úrræði önnur en að reyna að leika á þá. „Já, Jrarna getið þið séð, hvernig mann eg á. Þarna sjáið þið! Eg hefi verið svo reið við manninn minn fyrir allt þetta. Eg liefi oft sagt við hann: Hvers vegna ertu að koma með Jretta inn á heimilið, maður? Ertu ekki búinn að sitja inni nógu lengi? Taktu það burt! — annars endar Jretta með ósköpum. Eg verð brjáluð af að vita af því þarna.“ Hún var mælsk og kjarkurinn óx, þegar hún fann og sá að þeir trúðu henni. „Eg er orðin taugaveikluð, veik út af öllu þessu. F.n hvernig er hægt að tjónka við mann, sem ekkert tillit tekur til annarra?" Þeir voru henni samdóma og héldu áfram léitinni. Nú fundu þeir þrjú útvarpstæki, en enn var eftir að leita i eldhúsinu. Frúin brá sér inn í eldhúsið á undan þeinr og sagði: „Það er bezt að hita sér kaffisopa.“ Hún fyllti ketilinn með vatni og setti hann á. Síðan lét hún á hann kaffi,1) en smeygði um leið niður í liann ritunum tveimur, sem geymd voru í borðskúffunni. — Nú var sú þrautin ráðin. „Það er gott að hafa stóran ketil, Jregar gestir koma.“ ---------- (Framhald d bls. 26) ’) í Noregi er búið til ketilkaffi. 9

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.