Dagur - 24.12.1946, Síða 13

Dagur - 24.12.1946, Síða 13
myrkrinu. Svo höfðu draumar tekið að ásækja hann á nóttunni, og þá gekk hann oft með stelpu við hlið sér. Þeir draumar voru yndis- legastir allra. Það var mjög gott tækifæri til þess að gera að gamni sínu við hliðið. Hann lézt stundum ekki vilja opna fyrir stelpunum, og svo mættust liendur þeirra \ið hliðið, eins og af tilviljun, en rétt hjá hvíslaði skógurinn eitthvað í rökkrinu. Við liliðið beið liann sinn fyrsta ósigur, og þann ósigur tók hann nærri sér. Það var allt iit al' Brittu, Brittu t'ir þorpintt. Það var eins um liana og vorið. Allt í eimt kemur .sumarblíðan, — og Britta varð full- vaxin í einni svipan. Hún var mjúkvaxin og fegurri en nokkur bjiirkin, og hún var mild á svip og broshýr. Hann talaði næsta lítið við liana. Hann var þakklátur, ef hann lékk aðeins að sjá hana og vera nálægt henni, og hann irúði ekki öðru, en henni væri eins farið. Honum datt ekki í hug annað en mál augnanna væri henni nóg sem lionttm, og svo tókust þau jafnvel í hendur við og við og ski])tust á fáeinum orðum einstöku sinnum. En kvtild nokkurt kom Oli, og hann var góðglaður, með sígarettu í munninum. „Komdu Britta! Steinn er svo mikið dauðylli. Komdu nú með mér.“ Og Britta fór burt með Ola, mjúk í hreyfingum sem bjarkartciu- ungur, sem svignar fyrir golunni. Óli kastaði sígarettustubbnum og greip utan um mittið á henni. Þau hurftt þannig í áttina til danspalls- ins. Já, gamla hliðið horfði á, en Sleinn rölti burt og hugsaði: „O, svei!“ Síðan kæfði hann allar luigsanir um Brittu með þessu sveii. Og sviðinn lór úr sá.rinu, þegar Irá leið. Það varð aðeins ofurlítið ör eftir. Svo kom vetur og'hliðið stóð opið, en grindinni var ekki krækt af, hún beið síns tíma, en enn var eins og allir vegir örlaganna lægju um þetta eina hlið. Eitt kvöld var skemmtun í samkomuhúsinu. Steinn kom þar, og þegar hann hélt þaðan bnrt, var í fylgd með honum há og dökkhærð stúlka, Þóra að nal’ni. Hvernig þau höfðu kynnzt, vissi Steinn eiginlega ekki, en það hafði byrjað á því, að augu þeirra höfðu mætzt. Andlit hennar var þóttafullt, alls ekki frítt, en það speglaðist fegurð í augnaráðinu. ]á, þau höfðu horfzt í augu, fyrst við silungatjörnina, sfðan í kaffihúsinu og svo í danssalnum. Hann hafði dansað við hana tvo dansa, og þá voru þau orðin kunnug. Þau námu staðar við hliðið. Vegurinn var mjallahvítur, og spor sáust ongin í snjónum. Þíðvindi þaut í greinunum, og dynkir heyrðust, er fönnin hrundi af trjánum inni í skógi. Það var vor í lofti, og þó var janúar. ,,Nú þarf ég að halda til baka,“ sagði hún. „Til baka! Þú sagðist eiga heima hérna út frá.“ „]á, ég sagði það, en það var ekki satt.“ „Hvers vegna sagðirðu það þá?“ „Gizkaðu!" Þarna stóð hún, ögrandi og hnarreist, og Steinn fann hitabylgju fara um sig allan. Hann gekk hægt að og reyndi að sjá í andlit henni. Hún stóð og hló í myrkrinu ogskein í mjallhvítar tennurnar. Hann tók utan tim hana og kyssti hana þarna við h'iðið. Þau sLÓðu lengi kyrr í snjón- um, og þau gengu hægt þaðan burtu. Hann mundi lengi, hvað gerðist 'þetta kvöld. Einhvers staðar langt inni vakti minningin og söng fyrir hjartað. Þetta var svo fagur leyndardc'íinur: að hafa snert heitar, mjúkar JÓLABLAÐ DAGS 11

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.