Dagur - 24.12.1946, Qupperneq 22
Sjórinn var sléttur eins og spegill. Báran,
sem kveður svo oft hrikalega við unnarstein,
svaf og hafði sofið í marga daga. Friður og
heilög ró virtist hvíla yfir öllu.
Það var yndislegt vorkvöld.
Eg sat í mjög þægilegri bifreið, sem
rann fram veginn á 30—40 km. hraða, á móti
vorblænum, hlýjum og hressandi.
Fuglarnir sungu alls staðar vorljóðin sín.
Þessir söngelsku vinir, sem nýlega voru
komnir um óravegu liafs og landa, sam-
stilltu nú söngva sína um ástina og vorið.
Áin, þessi gullfagra elfa, sem ber af öllum
systrum sínum, sem til sjávar falla, söng líka
um dásemdir lífsins, þegar móðir vornátt-
úra skartar fegurst um íslenzka vornótt. Og
á ýmsum stöðum kastaði hún silfurgljáandi
perlum sínum á blómskrúð það, sem vafið
hafði sig upp eftir bökkum hennar og
skreytt hafði jafnvel ískaldan steininn hin-
um fegurstu rósum.
Ofurlítill lækur kom syngjandi ofan heið-
ina. Hann söng við blómin, sem fest höfðu
rætur á bökkum hans og sem breiddu nú úr
blómkrónum sínum á móti þessu skapandi
vori.
Skógurinn, þessi yndislegi, íslenzki gróð-
ur, sem í aldaraðir hefir barizt fyrir tilveru
sinni, við ill lífsskilyrði og margar ráns-
Jiendur, bar nú þess Jjósan vott, að nú var
vor — gróandi vor. Gulrauður bylgjaði hann
si<> um hæðir og holt í sumnanandvaran-
um, og í skjóli hans og við rætur hans mátti
sjá litfagurt blómaskraut, hinn minnsta
gróður jarðar. Jafnvel kolsvartir hraun:
klettarnir virtust svo hlýlegir og vinalegir í
geislaflóði kvöldsólarinnar.
Vorgyðjan var alls staðar setzt að völdum
og skartaði nú hinum fegursta skrúða og
beindi öllum gróðri jarðar upp á móti
Iiækkandi sól og fram á móti komandi
sumri.
Inn um opinn gluggann á ltifreiðinni
kom liinn mildi og lilýji vorblær og klapp-
aði mér svo undurþýtt á vangann og með
honum barst mér til eyrna söngur árinnar,
sem eg þekkti svo vel frá æsku. Þegar eg
vaknaði við strengjaspil hennar að morgni
og sofnaði út frá því að kvöldi.
Austur á árbakkanum var blettur, sem
Eftir
HELGA KRISTJÁNSSON
bar af öðrum. Þarna gamalt býli, en í eyði
síðan 1784, þegar hin geigvænlega móða
dauðans lá yfir öllu íslandi, svo svört og
þung, að ekki sá til sólar vorlangan daginn.
Eg kvaddi samferðafólkið og gekk austur
á árbakkann. Eg settist á hólinn, þar sem
bærinn hafði staðið. Nú voru þar rústir ein-
ar, næstum því jafnaðar við jörðu. Nóttin
var liljóð og hlý. Áin var það eina, sem rauf
þögnina. Hún rennur þarna austan við hól-
inn og hefir runnið þar í aldaraðir. Hún ein
getur sungið þar um löngu liðna atburði,
hún ein hefir sungið þar skírnar og útfarar-
sálma margra kynslóða.
Eg hallaði mér út af, þar sem nýgræðing-
urinn var mestur, hann var kominn vel af
stað í áttina til sólar. Eg hlustaði á söng ár-
innar, horfði á leik fuglanna, fann ilminn
af ungum gróðri.
Mér fannst eg vera að hlusta þarna á fag-
urt kvæði, eða glæsilegt sönglag, sem fyllti
sál mína þeim unaði, að eg mundi bara að-
eins eitt, að það getur stundum verið dá-
samlegt að vera til.
Eg fór að hugsa um það, hvað margir þeii
mundu nú vera, sem staðið hefðu þarna á
hólnum á umliðnum árum og öldum og
horft undrandi á slíka fegurð, þegar dagar
suðrænna landa og íslenzkrar vornætur fall-
ast í faðma yfir fjöllum og vogum, fossum
og ám. Þetta var mér allt saman eins og nýr
heimur, en mörgum kynslóðum gamall,
langt aftur í grárri gleymsku.
Sagt er, að sagan sé andlegur spegill nátt-
úrunnar, og sé það rétt, þá hefir þarna gerzt
saga. Saga þeirra, sem sóttu allan sinn þrótt,
allar sínar fegurstu hugsjónir til hinnar
skapandi orku, sem bezt opinberar sig í ís-
lenzkri vornótt á hverju gróandi vori.
Hugsjónir þær, sem mynduðust í svona
umhverfi, þróuðust við slík skilyrði, voru
þess megnugar, að kveikja á þeim arni, sem
yljaði kaldrifjaðri samtíð. Tendra þá
kyndla, sem lýstu eins og vitar í hinu kol-
svarta næturmyrkri miðaldanna og langt
fram til hinna óbornu kynslóða. Og enn í
dag lýsa þessir kyndlar, sem kviknaði á, inn
í löngu föllnum moldarkofum, þessari kyn-
slóð, og vermir hana þangað til hún lítur
sólina í síðasta sinn, síga bak við fjöllin.
T illögur
um jólagjajir
Svuntur geta verið laglegar jólagjafir. —
Þessi er úr olíubornu silki (oilskin). S'kræp-
ótt og skozk léreft eru engút síðri.
í hanzkapokann er notað: 2 herðatré (slá-
laus) og mislitur silkistúfur eða annað efni.
Efnið á að vera 60 cm. á lengd eða ca. U/o
lengd herðatrésins. — Efnið er smáfellt og
l'est við trén með smánöglum eða teikniból-
um. Hliðarnar eru dregnar saman með
teygju.
Það kemur sér vel að geta látið dúkunum
líða sem bezt.
Rúlluna þá arna er auðvelt að gera úr
pappa. Dúkurinn er einnig „heimagerður".
JÓLABLAÐ DAGS
20