Dagur - 24.12.1946, Síða 25
Er þér mikið í mun að fá að vita það?
Segðu mér það, faðir minn!
Hún er eiginkona manns þess, er þú hef-
ir dansað við meginið af nóttunni.
Það er ómögulegt! Og hann — sem. . . .
Hún þagnaði, — þerraði á sér varirnar.
Svo stóð hún á fætur, ákveðin: Es vil fara
heim, faðir minn. Getum við ekki farið
undir eins?
Sæmundur fróði reis á fætur og leiddi
dóttur sína út úr hinum dýrðlegu salai-
kynnum: Það er það, sem kallað er tál, taut-
að hann fyrir munni sér.
Meðan þau biðu eftir að ná í yfirhafnir
sínar úr fatageymslunni, presturinn og dótt-
ir hans, heyrðu þau að baki sér mannsrödd,
sem var að reyna að sefa æsta konu:
Hvernig getur þú látið ofurlítið nýjárs-
gaman fá svona á þig? Hvers vegna hefurðu
ekki skemmt þér sjálfri! Mig ættirðu að
þekkja nógu vel til að vita, að það þarf
meira til að velgja mér innan rifja en sak-
leysi úr sveit ofan, helgibók með silfur-
spöngum, hahaha!
Unga stúlkan fölnaði upp og reikaði, en
fálmandi hendur hennar náðu taki í liand-
legg föður hennar; hann studdi liana út úr
þessu ævintýrasloti fjörugrar nætur, Ijósa-
dýrðin hvarl' að baki þeim, og hljómarnir
fögru, sem smárn saman höfðu hverfzt í
tæknilega tryllingu, dóu út, — en eyra dótt-
urinnar náðu orð föðursins, ástrík og þó
ekki alveg laus við glettui:
Kær þú þig kollótta, hnyðran mín! Hon-
um er ekki alvara!.... Þetta er það, sem
kallað er bragðfimi.
------Niðri í fjörunni stóð sá grái og
beið eftir þeim. Þau stigu þögul á bak.
Þá beið hann ekki boðanna, en skellti þeg-
ar á skeið út á bylgjuþýfðan hafflötinn. Þó
tifaði hann ekki lengi á tölti yi'ir brimgarða,
heldur kastaði sér til sunds — og synti djúpt!
Botnsækinn hafði þeim þótt hann á útleið-
inni, feðginunum, ogþó Iiafði hann þá ver-
ið sem korkur hjá þeirn blýþunga, sem nú
virtist óhjákvæmilegt að svkki með þau í
djúpin. Séra Sæmundur mátti ekki eitt ein-
asta andartak sleppa horni Saltarans úr
beinu sambandi við skrapaskinnið á herða-
kambi hafvaðans; um leið og hann það hefði
gert, myndu liann og dóttirin hafa hrapað
iieina leið niður í þangskóga hafdjúpanna
og sálin — hvert? .... Já, einu sinni þegar
séra Sæmundi vildi til annað hvort að dotta
augnablik eða gleyma sér í uggnum við að-
bráða dagrenningu, dagrenningu, er hlaut
að leysa upp þá myrkurveru, sem þessa
stundina var þeim öldujór, leysa liana upp
eins og allt annað myrkur næturinnar,
rankaði hann við sér við þá ægilegu upp-
götvun, að ekki var annað ofan sjávar af
reiðskjótanum en lengstu liárin í makka og
tagli. Þá fékk sá grái heldur en ekki að
smakka á Saltara Davíðs Júðakóngs, enda
lék hann ekki þær listir aftur fyrsta sprett-
inn. En unga stúlkan hafði orðið svo skelk-
uð, að 'lnin halði gleymt forboði loður síns
og allt í einu var farin að þylja hænir sínar,
sem betur fór í hljóði. Séra Sæmundur batt
skjótan enda á sliíkt guðlegt háttalag:
JÓLABLAÐ DAGS
ÖIGERDARIJIEIIII
sjdmEHH
Þekking, fagleg kunnátta og
og löng reynsla vor við
nýsmíði og hvers konar við-
gerðir á skipum er bezta
tryggingin fyrir vandaðri
vinnu og traustum frá-
gangi á skipum yðar
Daniel Þorsteinsson S> Co.
BAKKASTÍG
R E Y K J AVÍ K
SÍMAR 2879 og 4779
smrðum veiar
og tæRi fyrir:
Síldarverksmiðjur
Fiskimjölsverksmiðjur
Hraðfrystihús
Dtvegum
meðai annars:
Dieselvélar
Frystivélar
Rafstöðvar
Rafsuðutaki
Vörulyftur
Vélsmiðjan IILUIIlll h.f.
SIMI 1365
(4 línur)
BúnaÖarbanki
ISLAN DS
STOFNAÐUR MEÐ LÖGUM 14. JÚNÍ 1929
Bankinn er sjálfstæð stofnun undir
sérstakri stjórn, og eign ríkisins.
Sem trygging fyrir innstæðufé í bank-
anum er ábyrgð ríkissjóðs, auk eigna
bankans sjálfs.
Höfuðverkefni hans er sérstaklega að
styðja og greiða fyrir viðskiptum þeirra,
er stunda landbúnaðarframleiðslu.
B
AÖalaÖsetur bankans er i Reykjavik
Utibú d Akureyri
23