Dagur - 24.12.1946, Blaðsíða 28

Dagur - 24.12.1946, Blaðsíða 28
TEFLT I TVÍSÝNU (Framhald af bls. 9) Allir útgerðarmenn og skipaeigendur hafa fyrir löngu fengið reynslu fyrir því að það borgar sig að tryggja skip sín og farm hjá Sjóva. Alla getur óhapp hent. Hún bauð þeim kaffi með sér. Þeir þáðu það með þökkum. Þegar hún ætlaði að hella í bollana aftur, voru ritin komin fyrir stút- inn. Hún fékk sér prjón, en var dálítið skjálfhent þegar hún stakk honum inn í stútinn. „Þér kunnið að búa til kaffi, frú,“ sagði Henriksen. „Já, finnst yður það ekki bragðgott?" — Nú var leitinni haldið áfram og næst farið upp á háaloft. Þar var fullt af fatnaði og öðru dóti flóttamanna. Og þar var geymdur í kassa lögregluþjónsbúningur, sem stundum hafði þótt gott að grípa til. Frú Myklebust var óstyrk. En nú var engu líkara en þeir væru slegnir blindu. Þeir fundu ekkert grunsamlegt á háaloftinu. Ef til vill hafa vonbrigðin valdið því, að þeir fóru aftur að espa sig. „Nú er yður bezt að segja okkur frá öllu hreinskilnislega. Að öðrum kosti verðið þér send til Grini, en börnin tekin frá yður • og sett á barnaheimili." „Það verður að hafa það. F.g veit ekkert. Maðurinn minn segir mér ekki neitt. Ef eg spyr, svarar hann aðeins: ,,Þú átt ekki að vera að skipta þér af þessu.“ Og eg hefi um nóg að Iuigsa, með tvö lítil börn.“ „Viljið þér sverja, að þér segið nú satt?“ „Nei, eg sver aldrei." — Það var verið að höggva eldivið niðri í kjallaranum. Frú Myklebust vissi að það mundi vera húseigandinn. Hún var ekki lengi að hugsa sig um. Hún skauzt niður, hljóp um hálsinn á honum og hvíslaði: „Biddu O. að gera manninum boð um að flýja strax til Sví])jóðar.“ Henriksen Iiafði heldur ekki verið seinn á sér. Hann miðaði skammbyssunni á hús- eigandann og hrópaði: „Upp með hendurnar! Hvað var hún að segja?“ „Ekkert." „Það er skammt héðan til Grini!“ „Veit eg það.“ „Hvað eruð þér að gera niður í kjallara?" spurði hann frú Myklebust, og beindi skammbyssunni að henni, þegar húseigand- inn vildi engu svara. „Leggja í miðstöðvarofninn." „Þér ljúgið! Snautið upp!“ sagði Henrik- sen — og um leið rak hann steyttan hnefann í síðuna á henni. Henni var erfitt um gang upp stigann, vegna hugsana sinna, þó frekar en höggsins: „Nú verður húseigandinn tekinn og mað- urinn minn fær ekki skilaboðin." Einn fjölriti hafði fundizt, í viðbót við allt annað. Þrír lögregluþjónar fóru með „bannvöruna". Henriksen varð einn eftir á verðinum. — Frú Myklebust hafði falið alla lykla, til þess að hún yrði ekki lokuð inni. En hvernig átti hún nú að koma boðum til mannsins síns? — Hún barðist fyrir lífi hans. z ■9 Henni datt ráð í hug. 26 JÓLABLAÐ DAGS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.