Dagur - 24.12.1946, Qupperneq 29
Haraldur litli var að leika sér á stofugólf-
inu. Hún var að rabba við hann, meðan
hún opnaði gluggann með mestu gætni. En
um leið og hún vatt sér út um hann, æpti
Haraldur litli: „Mamma, mamma mín!“
Henriksen kom æðandi inn, en þá var hún
öll á bak og burt.
Hún þaut yfir þveran garðinn, fyrir ut-
an, hoppaði yfir girðinguna, hljóp að húsi
nágrannans, barði á fyrsta gluggann, sem
hún kom að, en enginn anzaði. Þá stökk
lnin yfir aðra girðingu, með tveimur gadda-
vírsstrengjum efst. Hún hruflaði sig til
blóðs á andliti og höndum, reif sokkana og
kjólinn, en svuntan hékk eftir á gaddavírn-
um.
Hún hljóp að næsta húsi, hringdi eins og
óð væri á bjöllu bakdyramegin, hafði ekki
eirð í sér til að bíða eftir því, að einhver
kæmi til dyra, og flýtti sér sem mest hún
mátti til anddyrisins. Húsmóðirin kom til
dyra. Hún þekkti frú Myklebust, en hélt að
hún væri orðin brjáluð. Tvisvar varð hún
að segja það, sem henni lá á hjarta.
Nú hafði hún von um að boðin kæmust.
En hvað átti hún nú að gera af sér?
Hún fór út að veginum, skreið spölkorn
eftir skurðinum, en hikandi þó.
„Eg verð að flýja," hugsaði luin. ,,Eg veit
of mikið og held ekki út, ef í hart fer. En
börnin. . . . Guð hjálpa mér!“
Hún gekk hægt í áttina heim aftur. Hen-
riksen stóð i dyrunum og handlék skamm-
byssuna.
„Gátuð þér sent boð?“
Hún grét.
„Eg gat ekki flúið, eg gat ekki farið frá
börnunum. Börnin mín! Eg skal aldrei fara
frá ykkur."
Henriksen var ekki ánægður með þessa
skýringu.
„Eg ætlaði að flýja, en eg gat það ekki,“
sagði hún aftur og grét, með andlitið í greip-
um sér, en var raunverulega ofsagliið.
Manninum liennar var borgið!
Henriksen ýtti henni inn fyrir dyrnar,
setti á liana handjárn og festi þau við stoð í
stofunni. Síðan setti Iiann stóran skáp fyrir
gluggann, sem hún hafði farið út um.
— Klukkan var orðin fjögur síðdegis.
Hún hafði ekki haft neina lyst á mat, en nú
bað luin um að mega sækja eittlivað matar-
kyns í kjallarann. Henriksen tók handjárn-
in af, en fygldi lienni hvert spor. Hún mat-
reiddi, dúkaði borð og bauð honum að setj-
ast ti! borðs með sér. Hann hafði heldur
ekki bragðað mat, en lét þó ganga eftir sér.
Hann skammaðist sín.
Þau sátu lengi þegjandi við borðið.
„Það er undir einkennilegum kringum-
stæðum, að við borðum hér saman,“ sagði
hún loksins.
„Já, en maður verður að taka því eins vel
og hægt er,“ svaraði hann, eins og hann vildi
biðjast afsökunar.
— Tveir lögreglúþjónar skyldu halda
vörð um nóttina, var Henriksen annar
þeirra. Frú Myklebust virtist hann verða æ
vandræðalegri á svipinn. Honum leið ekki
vel.
JÓLABLAÐ DAGS
Glmennar
irvggingar h.l.
MUNIÐ
að innbú«lry{<(jingar
vcilti yður þrenns ltontir öryggi!
1 Nýjan húsbúnað,
ef brennur
2 Aukið lánstraust
Talið við
3 Áhyggjulausan
VÁTRYGGINGADEILD svefn húsbóndans
iiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiimi..