Dagur - 24.12.1946, Síða 34

Dagur - 24.12.1946, Síða 34
 Jólasokkana KUNERT-alsilkisokka fáið þér í Verzlunin Eyjafjörður h.f. 32 50 ára að aldri (móðir önduð 3 árum áður). Og næsta missiri var heimili okkar systkina á Þremi ofur sjúkhallt; Kristinn bróðir minn einn karlmanna stöðugt á ferli og mátti eigi víkja frá útistörfum heimilisins. Þetta leiddi til þess, að heimili okkar sundr- aðist næsta vor. Systkini raín uppkomin (Friðdóra og Kristinn) fóru í bráðina í vist hjá vandalausu fólki, en eg fór að hugsa um frekari menntaöflun sjálfum mér. Það gerði < líka Kristinn á næsta ári, og vorum við báðir þannig burtu úr sveit okkar og héraði. Fráfall föður míns — sem bar of skyndi- * lega að, að því er mönnum finnst — og af- leiðingar þess varð þannig Menntvinafélag- inu okkar Kaupangssveitunga að aldurtila. Víst má segja, að svo hefði ekki átt að þurfa að vera, ef vel hefði verð í garðinn búið. Eg játa það og viðurkenni urn leið, að grund- vallarorsökin lá að nokkru leyti hjá sjálfum mér. Eg var of ánægður í litla hreiðrinu, — eða öðruvísi sagt: Mig vantaði nógan hvat- leik og einurð til þess að halda hugsjón minni vel á lofti og að færa út kvíarnar. Á þeim tíma var í tilfinningu manna öll ný- breytni og ráðstöfun svo að segja einkarétt- ur forvígismanna, sem fengið höfðu viður- kenningu á hærri stöðum. Og þessir nienn, margir hverjir, vissu af rétti sínum. — Hvað kom Tryggva á Þremi ög Dalakolli til að stíga á hann? Svo var og alltaf á bak við, of víða. Skéggja-kurr og lævi, þótt eigi ómak- aði sig til átekta; sífellt alið á því, að eigi mættu lesa bækur aðrir en bindindismenn. — Það hafði ekki eiginlega þurft á miklum vörnum að lialda fyrir þennan litla hóp — aðeins hann sæti við sinn keip. — Svo þegar söniu samheldisvarnarinnar naut ekki og eigi aðrir viðbúnir, þá var léttara að sundra, og það var fljótt framkvæmt af utanaðkom- andi áhrifum: Blaðið lagt niður, bindindið einangrað, allslaust dó bráðum, bækurnar látnar öllum til boða og þá náttúrlega not- aðar af engum. — Nú eru því nær allir falln- ir frá, sem líklegt er að ættu nokkrar menjar Menntvinafélagsins litla. En vel: „Andinn lifir æ hinn saíni, þótt — —“ Sams konar hreyfing hefir náð glæsilegum blóma, þót rótin væri gróðursett frá öðrum stað. — Sú blómgun ber Menntvinafélaginu litla vitni um, að það dreymdi í rétta átt. Saumakassa þurfa allar stúlkur að eiga. Þeir, sem geta útbúið eitthvað líkt þessum, eru ekki á flæðiskeri staddar með jólagjöf handa kunningjakonunni. JÓLABLAÐ DAGS J

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.