Dagur - 18.12.1954, Blaðsíða 2

Dagur - 18.12.1954, Blaðsíða 2
2 JÓLABLAÐ D A G S Hjálpræöi framtíðarinnar Jólahugleiðing eftir séra BENJAMÍN KRISTJÁNSSON. „Nú ÍÆtur þú, herra, þjón þinn i fridi fara, þvi aö augu min hafa séð hjálþrœöi þitt" Lúh. 2, 29-30. JÓLA GLEÐI BA RNA NNA. Jólin eru að jafnaði nefnd hátið barnanna og þ'að eru þau vissulega. Engin hátíð nœr að gríþa barnshugann jafn fösturn tökum né hrífa irirynd- unarafl barnsins eins og jólin. Yfir þeim er töfraljómi ævintýrisins. Fyrst og fremst er það barnið í jötunni, svo eru það f járhirðarnir, engl- arnir og hin himneska birta og söngurinn kringum fjárliirðana, þá vitring- ainir, scm kotn úr Austurlöndum með gull, reykelsi og myrru og krjúpa fratnmi fyrir barninu og veita þvi lotningu, stjarnan, sem visar þeim leið og Maria undrun lostin. Frá öllu þessu er sagt á svo einfaldan og unaðs. legen hátt, að hvert barn getur séð það fyrir sér. Dýrunum er heldur ekki gleymt. Þau standa þarna þögul og sakleysis- lcg álengdar og horfa á hið mikla undur með velþóknun. Þau veita Frelsar- anum fyrsta húsaskjólið í þessum heimi. Jólin eru œvintýrahátið fyrir börnin. Þau fá að fara i bezt.u fötin sin, þint fá að kveikja á kertunum sinum og þau fá kannske einhverjar fleirt g/ufir. Allt verður þetta til að gleðja þau. En barnshugurinn, sem er nœmur fyrir áhrifum, skynjar ósjálfrátt, að þessar gjafir eru tákn annars meira: Jólin boða eitthvað, sem er fagurt og heilagt. Þau eru frá guði. komin. Eg hrld að fáir foreldrar séu svo kaldrifjaðir, þó að áhyggjurnar hafi ef til vill rnætt eitthvað á þeirra eigin jólagleði, að þeir vilji sviþta börnin sín þessari hárið. Hvenær cru hátíðarnar of margar i lífi voru? JÓLAGLEtíl HINNA MIDALDRA. En mcð því að halda jól fyrir börnin megna menn líka að varðveita eitt- hvað af sinni eigin jólagleði. Það eru venjulega dauf jól þar sem ekkert barn er. ILin saklausa og ein- læga gleði barnsins hlýtur að snerta alla djúþt inn að hjartarótum, því að hún hróflar við þvi, sem oss þótti rnest fyrir að missa. Vér sjáum það spegl- ast i augum barnsins: Trúna á Ijósið og englana og hinn himneska söng, og trúna á velþóknun guðs yfir mönnunum. Ef vér svo getum með ofurlitlu til- haidi og hátiðarundirbúningi vakið þessa fagnaðqrtilfinningu í brjósti æsk- unnar oggcfið börnunum sannarlega Ijóssins liátið mitt i skammdegismyrkr- inu, þá fer ekki hjá þvi, að aftur tendrast eitthvað af vorum. eigin jólahug. Það verða raunverleg jól einnig hjá oss. Þannig kenna jólin hinum miðaldra manni mikinn lærdóm. Hina barns. Icgu gleði, sern oft vill týnast i amstri daganna, er aftur hægt að finna með því að gleðja aðra, með þvi að gleyma um stund áhyggjum sinurn, baráttu og

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.