Dagur - 18.12.1954, Blaðsíða 23

Dagur - 18.12.1954, Blaðsíða 23
JÓLABLAÐ DAGS „Þeir þykjast geta talað við draugana eins og maður við mann,“ sagði eg. „Já, 'þeir telja sig geta komist í sam- barid við framliðna menn á miðilsfund- um,“ svaraði Friðrik. Það var alvara og þungi í orðum hans. „Það má hver sem vill trúa slíkum bábiljum í minn stað,“ sagði eg. „Otrú- legt er nú margt í kenningum kirkj- unnar en þetta er þó enn ótrúlegra." „Því er eg áammála,“ sagði Guð- mundur. „Vitið þið nokkuð hvað þið eruð að dæma?“ spurði Friðrik dálítið hvasst. ,Já, við skulum fara varlega í að - dæma nýjar stefnur," sagði kaupfélags- stjórinn í friðsömum róm. Honum leizt ekki meir en svo á, hvaða stefnu um- ræðuefnið ætlaði að taka. „Mér er engin launung á því, að eg aðhyllist spíritismann og tel sálarrann- sóknirnar mjög merkilegt mál,“ sagði Friðrik. „En mér finnst tæplega von, að neinn get'i aðhyllst þetta mál eftir frá- sögn blaðanna eins og það er afflutt þar.“ „Eg er öldungis hissa. Mér finnst þú of skynsamur maður til að festa trúnað á svona bábiljur,“ sagði eg. „Reynslan er ekki bábilja," svaraði Friðrik. „Það er fjöldi dæma um það, að framliðnir menn hafa birzt.“ „Ágætt,“ svaraði eg. „Ræðum málið bara á breiðum grundvelli. Eg trúi ekki á neitt framhaldslíf. En eg neita því ekki, að það geti verið til. Eg læt það liggja milli hluta.“ „Nú er eg ekki sammála," svaraði kaupfélagsstjórinn. „Eg er sannfærður um, að annað líf er til og að sálarrann- sóknirnar hafa mikið til síns máls.“ „Hafið þið heyrt um Steindór í Firði?“ spurði Friðrik. „Nei, hvað er það?“ spurði eg. „Hann neitaði harðlega tilveru ann- ars lífs. En skömmu eftir að hann dó, birtist hann konunni sinni í draumi og sagði: Þú hafðir rétt fyrir þér.“ „Já, en draumar eru nú engar sann- anir,“ svaraði eg. „En eg hef tillögu í rnálinu," sagði Friðrik. „Eigum við ekki Þorsteinn að gera samning um það, að sá okkar, sem fyrr deyr, geri hinum viðvdrt, ef það er gerlegt.11 „Ágætt, eg geng að því. Eg hef marg- an samning gert hættulegri." „Þið eruð vottar að þessum samn- ingi,“ sagði Friðrik um leið og hann rétti mér hendina. Við staðfestum samninginn með handtaki, þótt mér þætti það óþarflega hátíðlegt. En Friðrik var þetta full- komið alvörumál. „Má ekki bjóða ykkur rneira?" spurði Hildur. Enginn vildi meira. Svo var tekið af borðinu og spilin tekin fram. En glað- værðin var fyrst í stað ekki sú sama og áður. II. Þrjú ár eru liðin. Á þessum tíma hef- ur Friðrik kennari látizt. Hann dó úr heiftugri lungnabólgu fyrir einum mán- uði. Eg var sóttur til hans, en gat ekk- ert að gert. Hann minnti mig brosandi á samninginn. Eg varð þess í engu var þennan mán- uð, að Friðrik ætlaði að ofna loforð sitt. Líklega hafði eg rétt fyrir mér. Þegar menn eru dauðir, þá ónáöa þeir ekki aðra úr því. En einn dag var eg skyndilega sótt- ur að Hlíð, þar sem Friðrik hafði átt heima. Að þessu sinni var eg sóttur til gamallar konu. Eg kom þar seint um kvöldið og gisti þar um nóttina. Þetta var í nóvembermánuði og dagurinn orðinn stuttur. Um kvöldið var mér vísað til svefns í stofunni, en hún var í framhýsi og sneri glugginn fram á hlaðið. Löng göng var að fara þaðan inn í baðstofuna. Ekkja Friðriks fylgdi mér fram í stofuna og vísaði mér til sængur. „Mér þylcir verst, ef þér verður nú kalt hér frammi,“ sagði hún. „Eins og þú sérð er hér ekkert til upphitunar, en eg var að reyna að yla upp með olíu- vélinni minni.“ „Það er engin hætta á því, kona góð. Mér þykir ekkert að því að sofa í köldu herbergi, ef eg hef sæmileg rúmföt.“ „Þarna er bókaskápurinn, ef þú vilt fá bók til að líta í,“ sagði hún. Að svo mæltu bauð hún góða nótt og hvarf út úr stofunni. Eg fór nú að líta í kringum mig. Fátt var þarna af húsgögnum. Rúmið var við stofugaflinn móti dyrunum. Borð og stólar voru á miðju gólfi. En við vest- ari vegginn stóð allstór bókaskápur. Olíulampi hékk úr lofti yfir borðinu, og vegglampi hékk yfir rúminu á veggn- um. Ljós voru á báðum lömpunum. Eg fór nú að líta á bækurnar. Þarna voru margar góðar bækur og auöséð, að þær voru valdar af smekkmanni. Friðrik 23 hafði gott vit á bókum. Eftir ofurlitla íhugun valdi eg söguna „Upp við fossa“ eftir Þorgils gjallanda. Svo háttaði eg, slökkti ljósið á stóra lampanum en las svo uppi í rúmi við litla lampann. Þegar eg hafði lesið ura stund og dáðst að stílnum á bókinni slökkti eg á lampanum og lagðist ti svefns. En þegar eg var rétt að festa svefn- inn, þá hrökk eg upp og glaðvaknaði Mér fannst einhver koma inn í stofuna Eg hlustaði, en heyrði ekkert. Þetta hafði bersýnilega verið einhver vitleysa. Eg hlustaði enn ofurlitla stund og lagö- ist svo út af aftur. Mér þótti þetta kyn- legt, því að eg átti því ekki að venjast að eiga erfitt með svefn. En nú var mér gersamlega varnað svefns. Og nú brá svo einkennilega við, að mér fannst einhver vera þarna inni í stofunni. Eg beit á jaxlinn og hugsaði með sjálfum mér, hvort eg væri að verða eitthvað ímyndunarveikur. Aldrei hafði neitt svipað komið fyrir mig áður. En þegar eg fann, að allur svefn var horfinn frá mér í bili, þá kveikti eg aft- ur á lampanum og las enn um stund. En er eg var rétt að festa svefninn í annað sinn, endurtók sig það sama og áður. Eg hrökk upp og mér fannst ein- hver hreyfing vera hjá bókaskápnum. Eg kveikti enn á lampanum. Og nú fór að síga í mig. Eg vatt mér fram úr rúm- inu og hringgekk stofuna. Hvergi fann eg neitt grunsamlegt. Þetta var ber- sýnilega allt einhver vitleysa. Enginn var þarna inni nema eg einn. Og nú reyndi eg að gleyma því, sem komið hafði fyrir, og sökkti mér niður í lestur bókarinnar. Klukkan var orðin tólf. Eftir nokkra stund lagðist eg fyrir á ný og breiddi sængina upp fyrir höfuð. En nú lét eg ljósið loga á lampanum. Það var í mér einhver beygur við að slökkva það. En nú heyrði eg greinilegt fótatak í stofunni. Eg' leit ekki upp. En eg heyrði fótatakið áfram. Það var eins og gengið væri um gólf fram og aftur yfir þvera stofuna. Nú fyrst greip mig hræðsla. Hvað gat þetta verið? Aldrei áður hafði eg orðið var við neitt dularfullt. En þá datt mér allt í einu samningurinn í hug. Gat þetta verið Friðrik? Var hann nú að koma til að efna heit sitt? Eg reyndi að bæla þessar hugsanir niður og telja sjálfum mér ti-ú um. að einhv01' óeðlileg

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.