Dagur - 18.12.1954, Blaðsíða 5

Dagur - 18.12.1954, Blaðsíða 5
JÓLABLAÐDA€S 5 upp fyrir túnið. En allt í cinu missti hann jafnvægið og stakkst á höfiiðið og skorðaðist svo illa, að hann gat ekki losað sig, en fæturnir stóðu beint upp í loftið. Hfjóp þá maður frá Sáurbæ og rétti véizlugestinn við. Var hann illa útleikinn, því að honum varð óglatt meðan hann lá skorðaður, og spýjan um allt and- litið. Eftir nokkra stund gat lrann rölt áfram. 1884 var mikil félagshreyfing hér í hreppnum. Framfarafélag Evfirð- inga, er stofnað var 1875, var þá í fullum blóma og hélt deild Saur- bæjarhreþps sérfundi í hreppnum. En seint á árinu 1881 var stofnað félagið Stígandi. Skyldi það vinna að „menntun og skemmtunum, hagsbótum og siðbótum". Skiptist það í l jórar deildir. Ein deildin var Bókásafnsdeild og hél ur hún starfað óslitið síðan, þótt nú sé breytt fyrir- komulagi. Er því Bókasafnið 70 ára á þessu ári. Eélagið gaf út skrifað blað og kom 1. tbl. út 5. des. 1884. Sunnudagaskóla liélt félagið vetur- ínn 1884—’85. Námsgreinar voru: skrift, reikningur, réttritun, danska og söngur. Kennarar voru Arni Hólm og Daníel Sigfússon. Þá var lítið um skóla og almenna fræðslu. Mun skóli þessi að nokkru hafa svalað fróðleikslöngun fólksins, því að hann var allvel sóttur. Og héima lærðu menn. á milli skóladaganna. F.ftir þessa kennslu gátu sumir nem- endur lesið dönsku sér til gagns og gamans. En sögu Stígandafél'agsins er ekki ástæða til að rekja meira nú. Eg verð að láta það bíða betri tíma. Á vegum kvenfélags, er lifði hér um skeið, var kvennaskóli eða nám- skeið, nokkra sunnudaga veturinn 1887—'88. Kennari v*ar Rósa Jó- hannesdóftir, er giftist Jóni Sigfús- syni frá Gnúpufelli. Eundir og skólar þessara félaga voru 'haldnir á ýmsum bæjum: Möðruvöllum, Gnúpufelli, Hleið- argarði, Krónustöðum, Saurbæ, Hálsi, Stóra-Dal, Miklagarði, Hvassafelli, Æsustöðum og Mel- gerði. Voru ]ró á sumum þessum bæjujn mjög þröng húsakynni. F.n langflestar samkomur og fund- ir voru í S'aurbæ, bví að þar voru húsakyhni stærst. Tvær stofur all- ^ Q Arni Hólm. stórar sín hvoru megin við stærðar bæjardyr. Voru manntalsþing og hreppaskilá'þing haldin í syðri stof- unni og luin kölluð þinghús. Fyrsti reglulegi sjónleikurinn, er eg veit til að sýndur væri- hér í hrepp, voru Vinirnir, eftir Tómas á Hróarsstöðum. Þeir voru leiknir á Möðruvöllum um sumarmál 1884. Snemma í marz cr Afturhalds- maðurinn eftir Ara á Þverá svndur á Öngulsstöðum og Grund. Sáu hann menn héðan úr hreppnum, er bundust samtökum að koma Vin- unúrn á leiksvið. Þá bjuggu á Möðruvöllum Magnús Olafsson frá Guðrúnarstöðum og kona lians Marselína Kristjánsdóttir. Voru það foreldrar Önnu, er um alllangt skeið stundaði 1 jósmyndagerð á Akureyri. Var leikið í nýrri bað- 'Stofu, sem eftir var að setja milliþil í. Leikið var 5 sinnum og áhorfend- ur 70—80 í hvert sinn. Þó að bað- stofan væri allstór, var þröngt, bæði um leikendur og áhorfendur. Þá níu leikendur, er léku í þessum fyrsta sjónleik í hreppnumj vil eg kynna fyrir ykkur, en það voru: 1. Daníel Sigfússon, Gnúpufelli, síðar bóndi þar og oddviti hreppsins um tíma, Faðir Benedikts í Aðalstræti 54, Akureyri, og bróðir Jóhannesar yfirlicnnara og Einars á Stokkahlöð- urn. Daníel var hæfileikamaður mikill, en dó á bezta aldri. 2. Sig- uiður Ketilsson, Miklagarði, síðar bóndi. Faðir hinnar landskunnu kor.u, Aðalbjargar, ekkju Haraldar Níelssonar. Sigurður var gáfaður og xíðlesinn áhugamaður. En þjáðist í mörg ár rúmfastur og naut sín ekki vegna veikindanna. 3. Siggeir Siguipálsson; er lengi bjó á Stekkj- arflötum. Faðir Jóns í Hólum og Þorgerðar á Öngulsstöðum. Siggeir lék töluvcrt og var ágætur leikari. Guðlaugur sýslumaður Guðnmnds- son lét svo uminælt, er hann sá eitt sinn ieik Siggeirs, að leikarar við Konunglega leikhúsið í Kaup- mannahöfn gætu ekki gert þetta betur. Er Siggeir vafalausf bezti leikari cr hér í sveit hefur stígið á lcikfjöl. 4. Sigluvíkur Sveinn, sá þjóðkunni hagyrðingur. 5. Sigt.rygg- ur Benediktsson frá Hvassafelli. Kunnur hér í firðinum sem ágætur söngmaður. Bróðir Tómasar í Hól- um, en faðir Jóns prófessor við Há- skóla íslands. 0. Þorvaldur Davíðs- son á Hrísum, síðar kaupptaður á Akureyri, faðir Kristjáns kaup- manns, en bróðir Hallgríms, er lengi var verzlunartsjóri Hiiepfn- ers. 7. Lilja Olafsdóttir, Hleiðar- garði. Giftist Árna Jónssyni frá Æsustöðum og síðar Hallgrími jónsyni í Sanrkomugerði. 8. Aðal- björg Ketilsdóttir frá Miklagarði, systir Sigurðar. Ung stúlka. Dó sumarið 1884. 9. Árni Hólm Magn- ússon, faðir minn. Síðar bóndi í Saurbæ, kennari og oddviti. Hann er sá eini er lifir af þessum níu leik- endum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.