Dagur - 18.12.1954, Blaðsíða 9

Dagur - 18.12.1954, Blaðsíða 9
JÓLABLAÐ DAGS 9 kynjaður talinn. Amraa hans var undan dönsku nauti frá Hnausum í Húnavatnssýslu. Mun þetta kúa- kyn hafa komið hingað í Eyjaí jcirð að vestan með frú Steinunni, konu skólameistara, og þótti lánast vel. Kálfurinn ólst nú upp í fjósinu og hirti Sigtryggur hann vel. Gaf lion- um nýmjólk, nærri að vild og tókst snemma með þeirn góð vinátta. Sá rauði dafnaði vel og þyngdist lengi vel um eitt pund á dag. Sigtrvggur gaf horium nalnið Víkingur, sökurn váxtar hans og áður en langt lcið, vdr ákveðið að hann skyldi fá að lifa og hafður til kynbóta. Fyrsta sumarið gekk hann irieð kúrium. Næsta sumar var hann fíúttur í Garðsárdal í Öngulsstaða- hrcppi, ásamtt öðrum nautkálli er Aitstri hét og var þingeyskur. Voru þeir jafrialdrar. Næsta vetur voru þeir enn hafðir í fjósi og var nú orðlnn ærinn stærðarmunur þeirra. I>(i fannst Sigtryggi að vitsmunur- inn væri enn meiri. Kvað hann Austra hafa verið heimskan en Vík- ing vitran. Kom það þó betur fram sfðar. Víkingur var mikill vexti og fallegur, silkigl jáandi á skrokkinn og hinn glaðíegasti. Rólyndur var hann þó, en athugull. Vildi hann hafa húsbónda sinn og herra sem næst sér og gaf það til kynna með ýirisu móti. Lét hann ánægju sína óspart í ljósi þegar Sigtrvggur kembdi honum og snyrti. Sérstaka ánægju hafði hann af því, er Sig- trýggur skóf á honurn hornin og fægði á eftir með sandpappír. Sat Sigtryggur þá á jötustokknum og talaði við hann, en Víkingur jórtr- aði og hallaði hausnum og hag- ræddi eftir því sem nreð þurfti. Bar siiemma á því að boli skyldi nokk- uð af því sem Sigtryggur sagði við hann og hann var jafnan fús að hlýða skipunum hans. Nautin tamin eins og hestar. Á meðan bolarnir, Víkingur og Austri voru enn á unga aldri, tamdi Sigtryggur þá eins og hesta. Var Víkingur' jalnan ljúfur og eft- irlátur, þcVtt hann væri nokkuð galsafenginn á þeim árum og vildi bregða á leik ef svo bar undir. Þótti það furðuleg sjón að sjá Sigtrygg nota nautin fyrir reiðskjóta. Kom það jafnvel fyriraðhann reið á Vík- ingi en teymdi Austra. Gat hann þá átt það til að fáta spretta úr spori. Eitt sinn að vorlagi var Sigtrygg- ur að sækja nautin í svokallaða Akramýri. Þar voru þau á beit, tjóði uð. Lagði hann við þau eins og liesta, gerði tvítéyming á Vík- ingi og brá sér á bak, en teymdi Austra, og reið heimleiðis. Þetta var á þeim tíma, 'er ahnerint var verið að hreinsa túnin. 'Þegar kom hcim á tún, fór hann þar um, sem kverifólkið var að hreinsa og lét greikka sporið. Leizt stúlkum ekki á blikuna, hentu frá sér hrífunum og hlupu s\'o hart sem þær komust heim. En Sigtryggur hélt leiðar sinnar og mun hafa skemmt sér vel, enda leikurinn til þess gerður. F.n ekki linntu stúlkurnar hlóðunum fyrr en þær voru komnar inn í bæ. Víkingur losnar í fjósi. Það bar við senr oftar, áð gestur- einn kom að Möðruvöllum. Boli . var þar í fjósi, ekki fjarri. Þegar gesturinn gekk þar fram hjá, stakk Víkingum hausnum út um glugga og bölvaði ógurlega. Hraðaði að- komumaður för sinni heim að bæn- um og sagði frá. Stúlkur einar voru þá heima \ ið. Varð þeim það þegar Ijóst, að boli mundi laus í fjósinu. Lét hann nú svo dólgsfega, að enginn þorði nærri að koma. Rak lrann hausinn öðru hvoru út um gluggann og rak upp öskur, á milli þess að hann skeytti skapi sínu á stoðum og jöt- um 1 jóssins. Var nti Sigtryggur sótt- ur. Hann einn hafði hirt bola og handl jatlað frá upphafi og tæplega mun öðrum hafa þótt fýsilegt að opna Ijósdyrnar eins og á stóð. Sigtryggur hraðar sér nú. Opnar hann fjcásið og segir um Jeið: „Farðu á básinn þinn, skömmin þín.“ Víkingur horfði þegjandi á Sigtrygg nokkur augnablik. Svo labbaði hann rólegur meðfram básaröðinni og-á sinn bás. Gekk þá Sigtryggur til hans og batt hann og mun að sjálfsögðu hafa klappað honum að skilnaði eins og hann var vanur að gera. Valinn sem kynbótanaut. Um þessar mundir var Naut- griparæktarfélag Möðruvallasóknar stofnað. Fór þar mikið orð af Vík- ingi, sökum \its og vænleika. Mesi n mun þó hafa ráðið kyngæði hans. Þá þegar var ákveðið að fá hann fyrir kynbótanaut á félags- svæðinu. Einnig var ákveðið að hafa hann á Möðruvöflum. Það kom því í hlut Sigtryggs að leiða Víking milli bæja og leysa hann þegar þurfti. Var til þess tek- ið, hvað þetta feiknastóra og kröft- uga naut var hlýðið húsbónda sín- um og auðsveipt. Það bar og við að menn sáu Sigtrygg sitja á baki og hafa nautið fyrir reiðskjóta. Strákar glettast við bola. l'áum mun hafa þótt fýsilegt að glettast við þá félaga. Þó bar það við að piltar tveir, sem mættu þeim á lörnum vegi, gerðu nokkrar til- raunir að lífga Víking upp. Vildu þeir \ita, Irvernig honum færi að lirista af sér slenið. Héldu þeir sig í nokkurri fjarlægð og létu þar öll- um illum látum. Sigtryggur kallaði til þeirra og bað þá hætta, en þeir i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.