Dagur - 18.12.1954, Blaðsíða 20

Dagur - 18.12.1954, Blaðsíða 20
20 JÓLABLAÐ DAGS voru, munu hal'a farið á fundinn, því að engum var vært heima. Kon- ur nokkrar fóru á fundinn og vinnumenn sumir, þótt ekki hefðu þcir kosningarétt. Móðir mín fór á iundinn og eg fékk líka að fara. Lögðum við sneinma af stað um morguninn og komum til Akureyr- ar um klukkan níu. Fórum við fyrst í hús Magnúsar Jónssonar, úrsmiðs, en hann var systursonur pabba. Þar fréttum við að Guðmundur Finn- bogason ætlaði að taka framboð sitt al tur. Þ(>tti mér það mjög leitt, því að mér fannst gaman að Iilusta á hann í Saurbæ og hafði hlakkað til ao 'heyra tii hans aftur. Var talið að eittlivað af kjóscndunr á Akureyri, er ætluðu að kjósa Klemens og Guð- rnund, mundu fást til að kjósa Stef- án með Klemensi, ef Guðinundur drægi sig til baka. Þegar við vorum búin að drekka kaffi hjá Magnúsi og dvelja þar góða stund, gengurn við suður í Gudmannsport, líka kailað Laxdalsport, því að þar átti kjörfundurinn að vera. Var þar saman kominn mikill mannfjökli. Nú var kjörfundur settur og fram- bjéiðenciur tóku til máls. Fyrst tal- aði Guðmundur Finnbogason nokkur orð, og lýsti því yfir, að lrann tæki framboð sitt aftur. Þakk- aði hann þeim mönnum, er höfðu sýnt honum traust. Þá tóku hinir þrír frambjóðendurnir til máls og lýstu yfir framboði sínu og óskuðu eftir atkvæði kjósenda. Þessar ræð- ur voru fremur stuttar og hógværar. Enginn talaði oftar en einu sinni. Þá er ræðum frambjóðenda var lok- ið var gengið til kosninga. Byrjað var á Ongulsstaðahrepp, síðan Saurbæjarhrepp, þá Hrafnagils- lirepp, svo Akureyri og síðan áfram út hreppana vestan Eyjafjarðar. Kallað var upp nafn hvers kjós- anda og var fyrstur kallaður upp Ari Jónsson bóndi á Þverá. Mig langaði lil að sjá Ara, því að mér var sagt að hann væri frá Strjúgsá og hefði átt þar heima þegar hann var drengur og væri bróðir Einars bónda í Rauðhrisum. En þröngin var svo mikil í portinu, að ógreitt var um ferðir þar, svo að ekki gat eg séð Ara. Haldið var svo áfram 'kosningunum þar til þeim lauk seint um kvöldið. Margir voru þarna hýrir af víni, J>ví að vín mun hafa verið veitt í ikosningum }>cssum. Sumum var veitt vínið til að fá þá til að kjósa vissa menn. En svo var líka til að drykkjumenn voru fylltir út í bæ, svo að þeir yrðu ófærir til að kj(>sa, ef ckki þótti tryggt að þeir kysu „rétt“. Og hart var haldið áfram um daginn að reyna til að hafa áhrif á menn, með fortölum, víni og hót- unum Þá tóku sumir |>að ráð að reyna að fela sig í húsum bæjarins. Höfðu J>ví smalar flokkanna eril- saman og erfiðan dag. Fjórir kjós- endur úr Saurbæjarhreppi, et fóru til Akureyrar á kjörfund, týndust áður en }>eir ku.su, og fundust ekki fyrr en kosningu var lokið. Var einn þeirra drykkfelldur maður, sem gerður var ófær og lagðist lyrir. Einn var allvel efnaður húsmaður, er hafði ekki kjark til að kjósa, því að hann vildi eða þorði hvorugan flokkinn að styggja. Tveir voiu l'á- tækir bændur og skuldugir barna- menn, sem ekki Jrorðu að kjósa vegna lánadrottna, er voru í báðum flokkum. Fáeinir tóku Jjað ráð að ikjósa Hannes og Stefán. Voru sum- ir persónulegir óvinir Klemensar. En aðrir.gerðu þetta til að gera báð- um jafnt undir höfði. Kosning fór þannig að Klemens var kosinn með nær öllum atkvæð- um og Hannes hlaut annað sætið mcð fáurn atkvæðum fram yfir Stefán. Svona lyktaði þessari rniklu orrustu. Hannes varð svo ráðherra árið eftir og Klentens landritari. Losn- aði þá Jringsæti Klemensar og komst J>á Stefán í Fagraskógi aftur á Jring. Hart var þó unnið á móti honum af mörguin Heimastjórnarmönnum, en frambjóðendur voru þrír, all't Heimastjórnarmenn og komst því StJefán inn á persónulegu fylgi sínu og vinsældum. Heimatilbúin \ j ó 1 a s t j a r n a Jólastjörnu er hægt að búa til lieiina með góðu móti. Ur hvítuin, jrykkum pappa er stjarnan gerð, og síðan er hún skreytt með mislitum silkiborðum (líka má nota krepe-pappir), grenihrísla er fest við hana, eða eitthvað annað grænt, og bjöllur eða jólatréskúlur hengdar neðan í. Jólastja.rnan er hengd upp með rauðum borða, og er látin hanga niður úr Ijósa- stæðum og lömpum. Hugvitssömum konuin mun finnast auð- velt að endurbæta Jtessa hugmynd með ýmsu gömlu jólatrésskrauti, sem ef til vili er ekki notað lengur. Stjörnuna ntá gera í öllum stærðum, og getur hún líka verið til skreytingar á jólatré eða körfu. I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.