Dagur - 18.12.1954, Blaðsíða 14

Dagur - 18.12.1954, Blaðsíða 14
14 JÓLABLAÐ D AGS en þá, að ,/milli manns og hests og hunds, hangir leyniþráður“. Ekki get eg gert mér grein fyrir því nú, hvað eg hugsaði lengi, en endirinn varð sá, að eg sigraðist af værum og draumlausum svefni. Einhvern tíma um nóttina vaknaði eg, og þá var myrkfælnin gersamlega horfin. Eg gægðist upp í gatið á mæninum til þess að vita, hvort dagsbrún væri komin, en svo var ekki, og þá sofn- aði eg brátt aftur. Klukkan 7 um morguninn lagði eg af stað frá Rústakof'a. Það var suðaustan gola og heiðskírt, en dá- lítið frost, sennilega 3 til 4 stig. Út- sýn var dásamlega fögur, eins og jafnan er í góðu skyggni á þessum slóðum. í norðaustri bar Torfufells- hnjúk og Nýjabæjarfjari við him- inn, en Tungnafellsjöku-1 og Bárð- arbungu í suðaustri. í suðri og suð- vestri var Hofsjökull tiltölulega nærri og Illviðrishnjúkur við rætur hans „eins og risar á verði“. í vest- urátt var Bleikálaháls, Ásbjarnar- fell og Sáta, en í norðvestri bar keilumyndaðar fjailstopp yfir há- sléttuna. Það var Mælifellshnjúkur. Eg tók stefnu á Illviðrisihnjúka, fór yfir Nýræktina, Klasana, Bleikála- polla og Svörturústir. Eg þræddi ýmsar álóðir og fór kunnuglega, því að eg þekkti hvern grasblett og hverja melöldu. 'Þotta állt saman var fyrir mínum sjónum eins og heimaland smalamannsins. Eftir tveggja stunda ferð var eg kominn upp að Grænutjörn. Hún er rétt við Jökulsá. þar sem hún fellur austur með IHviðrishnjúkum. Vatnið í Grænutjörn er með ýmsum litum. Stundum er það kolmórautt, en oft- ast er það grænleitt. Þetta orsakast af því, að úr tjörninni að suðaustan 'liggur síki eða öllu heldur skurður suður í Jökulsá og þegar hækkar í ánni blandast jökulvatn upp- sprettuvatninu í tjörninni. Varð- girðingin liggur að tjörninni að norðlan vestanvert við miðju. A milli Jökulsár og Grænutjarnar er eiði, 600 metra breitt, og er girt yfir það. Eg fór í gegnum h'lið á girðing- unni norðan við tjörnina og var kominn nokkra faðma vestur með tjörninni. Þá heyrði eg alilt í einu að Lubbi gaf hljóð af sér í nokkurri fjarlægð og sá eg þá, að hann var niðri í vök úti á miðri tjörn. Tjörn- in var ísi lögð, en þó nokkrar vakir í hana að vestan verðu. Hann koinst með íramfæturna upp á ísinn, en þá brotnaði ísinn niður. Þá reyndi hann annars staðar og það fór eins, en hann gafst ekki upp, reyndi á nýjum og nýjum stað og fór hring- inn, en allt kom út á eitt og vökin stækkaði álltaf. Eg revndi að at- huga, hvar Lubbi væri stytzt frá landi og sýndist að J:>að mundi vera frá girðingarendanum við tjörnina að sunnan. Hestarnir voru allt í einu komnir á stökksprettt vestur fyrir tjörnina, yfir grýtta og hola móa. Eg hafði ýtt við Jreim ósjálf- rátt, ])ví að eg var að hugsa annað. Eg hugleiddi J)að mér til mikillar Skelfingar, að gamlir bændur í Vest- urdai höfðu sagt mér, að öll stöðu- vötn á austurparti Hofsafréttar væru væð, nema Grænatjörn. Eg spurði sjálfan mig: Át.ti það fyrir mér að ligg'ja að verða sá ólánsmað- ur, að mega hlusta á angistarvein hundsins, án þess að fá að gert? En svarið kom líka í hugann: Nei. Það verða einhver ráð. Á skammri stundu var eg kominn að girðingar- endanum og fór að rífa*mig úr föt- unum. Eg' var óvanalega fljótur að húgsa, Jjví að hreyfing mun hafa komi/.t á blóðið. Ekki þótti mér ráð- legt að lara út í tjörnina alveg ber, en ekki hafði eg önnur föt en þau, sem eg var í, nema sokka. Eg ákvað að vera í lopaleistum, brókinni, sem var prjónabrók, og milliskyrtunni. Milliskyrtan var Jaó engin milli- skyrta, því að eg er aldrei í nær- skyrtu, en hún var góð, saunnið tir Ihveitipokalérefti, sem eg lie'ld að sé hlýjasta og ódýrasta léreft í heimin- um. Lubbi var á að gizka 50 til 60 metra frá landi. Það var nú farið að heyrast lítið í honum og óttaðist eg að hann færi að sökkva. Eg æddi út ‘í tjörnina. Það var grunnt við bakk- ann, og varð eg því feginn, en dýpk- aði j'aifnt og þétt. ísinn var ekki sterkari en það ,að þægilegt var að brjóta hann með höndunum. Eg tók stefnu á auða vök nokkuð stóra skammt frá hundinum. Þegar eg kom út í hana tók vatnið undir hendur. Eg greip sund eftir vökinni til þess að flýta ferðinni. Þá var eftir ísspöngin milli vákanna. Eg bar fæt- urna fyrir mig og kannaði dý]/ið. Eg náði niðri, en vatnið flaut yfir ax'lir. Það gekk greiðlega að brjóta ísspöngina og Jjá undraðist eg hvað vökin hjá Lubba var orðin stór. Ekki gat Lubbi synt eftir þeirri rennu, sem eg hafði brotið, því að ísbrotin lágu J)ótt saman ofan á vatninu. Eg varð því að leiða hann. Og 'þá var eg kominn upp á bakk- ann aftur eftir Jtessa ónotalegu ferð. Eg var dofinn upp að mitti og mig svimaði. Mér fannst eg ekki geta k'lætt mig í fötin svona haldinn og tók Jiað ráð, að hafa Jiá tilburði, sem eg hefði verið tukthúsmaður fyrir í Austurstræti. Eg hljóp aftur og fram á nærfötunum í stefnu frá norðvestri til suðausturs. Mitt í Jressum hamförum varð mér litið á hundinn, og sá eg að hann var verr kominn en eg. Hann gat ekki stað- ið, lá á hliðinni og teygði frá sér haus og fætur. 'Eg hafði lítinn tíma ti! að sinna honum, Jjví að eg mátti ekki stanza. Eg sá þó ráð. Eg bylti honum til og ban-kaði hann dálítið í ihverri umferð, þegar eg hljóp hjá ihonum. Þegar eg var búinn að 'blaupa í 5 eða 10 mínútur varð skyndilega breyting á líðan minni. Eg fór að skjálfa, og minnist þess ekki, að hafa fengið jafn kröftugan skjálfta, fyrr eða síðar. Eg skalf eins 1 I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.