Dagur - 18.12.1954, Blaðsíða 8

Dagur - 18.12.1954, Blaðsíða 8
8 JÓLABLAÐDAGS Sigtryggur Þorsteinsson og Víkingur á Möðruvöllum. Víkingur á Möðruvöllum „Rámur í rödd er hann boli“. Margar skráðar heimildir eru til utn viðilreign manna og mann- skæðra ög blóðþyrstra nauta og ótal munnmælasögur herma frá við- burðum 'af þessu tagi. Enduðu þær flestar með sigri mannsins eða manna, er nærstaddir voru. Neyttu þeir oftast vitsmuna og snarræðis, svo að nautunum notaðist ekki afl- ið. Enda hefðu þá fáir orðið til frá- sagnar, svo geigvænleg og lt.am- römm, sem fullorðin og mannýg naUt eru. Stundum ltar það við að Itoli losnaði í fjósi og ruddist út. Átti þá jafnvel til að f'ara í gegnum ein- hvern vegginn. En ef hann brauzt í þessari grein er sagt frá nauti, sem var tamið eins og hestur, og frá samskiptum manns og nauts, er einsdæmi má telja. út um dyrnar, kom hann út nteð dyraumbúnaðinn á hálsinum. Gátu orðið stórslys að, ef nægur mannaffi var ckki heima til að handsama hann. Sums staðar var það siður að láta hálfvaxin naut ganga á afréttum yf- ir sumárið. Létu þau ófriðlega ef menn áttu leið þar um og áttu jafn- vel til að ráðast á þá. Þegar þau voru fleiri saman, æstu þau hvert annað tipp og urðu þá viti sínu fjær af vonzku. Sannar sagnir eru til um tarf einn er mætti fólki, er var að koma frá kirkju. Var hann blóði drifinn og með garnaspotta um liornin. Eannst litilu síðar stúlka, sundurtætt, er hafði orðið á vegi hans. Mannýg naut voru, ásamt Grýlu gömlu, notuð til að hneða börnin. „En nú er hún gamla Grýla dauð“ og nú er notast við „lögguna og steininn" í kaupstöðunum, en í sveitunum er enn gripið til stóra bola, þegaí mikið liggur við. En þrátt fyrir allt þetta og þrátt fyrir það, að enn í dag standa bolar á bási, froðufellandi og bölvandi og með blóðhlaupin augu, ef ókunnugan ber að garði, tilbúin að svala heift sinni ef færi gefst, eru þó til og hafa verið til mannelsk naut og vitur. Nautin verða, þegai þau ná þroska, óh'smju orkumikil, svo að enginn veit afl þeirra. En þau eru viðlfvæm í lund og hálfveikluð mörg þeirra. Þarf lítið út af að bera, til þess að þau komist í uppnám. Rennur þá á þau eins konar ber- serksgangur. Þá ráðast þau að liverju því lifandi, sem fyrir þeim verður, með æðislegum skapofsa. Einstaklingarnir eru sjálfsagt misjafnir. Hitt skiptir þó ef til vill meiru, að vel og skynsamlega sé að þessum stóru, og í mörgum tilfell- um vitru skejmum, búið. Hér á eftir verður í stuttu máli sagt frá stóra verðlaunanautinu Víking frá Möðruvöllum í Hörgár- cfal. Hann var frægt naut á sinni tíð, en tilefni þessarar frásagnar er smásaga er faðir minn sagði heima á uppvaxtarárum mínum. Þeirri sögu hafði eg ekki að fullu gleymt, þegar fundum okkar Sigtryggs Þor- steinssonar, fyrrv. deildarstjóra á Akureyri, bar saman, og eg bað hann að segja mér nánari atvik að þessari gömlu sögu og fleira í sam- bandi við Víking. Varð hann fús- lega við þeim tilmælum. Skildi mannamál. Víkingur fæddist á Möðruvöll- um í desember 1901. Sigtryggur var þá fjósamaður lijá Stefáni Stefáns- syni skólameistara. Tók hann á móti kálfinum, sem baulaði strax og hausinn var kominn í ljós. Þessi kálfur var mjög stór borinn, rauður að lit og kolóttur. Hann var vel

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.