Dagur - 18.12.1954, Blaðsíða 18

Dagur - 18.12.1954, Blaðsíða 18
18 JÓLABLAÐ DAGS Sögulegur kosningabartlagi í Eyjafirði Úr óprentuðum endurminningum Magnúsar Hólm Árnasonar VETURINN 1902—’03 var heitt í pólitísku kötlunum í Eyjafirði. Og fór það ekki fram hjá Saurbæ, því að marga bar þar að garði og flestir ræddu um pólitíkina. Heima- stjórrfarmenn og Valtýingar börð- ust u'm völdin í landinu. Heima- stjórnarmenn voru í miklum meiri- hluta í kjördæminu. Kjiirdæmið var öll Eyjafj'arðarsýsla og Akureyri og voru þingmenn tveir, Klemens jónsson, sýslumaður, ög Stefán Stef- ánsson, bóndi, í Fagraskógi. Nú var þingrof og áttu Alþingis- kosningar að fara fram vorið 1903. Vestur á ísafirði sat Hannes Haf- stein, sýslumaður. Hann var af mörgum talinn foringi Heima- stjórnarmanna og sjálfsagður til að verða fyrsti innlendi ráðherrann. Hann var þingmaður ísfirðinga 1901, en féll við þingkosningar 1902 og engin von til að hann kæm- ist þar að aftur. Nú var helzt í ráði að korna hon- um að í Eyjafirði og talið víst að hann kæmist þar að, því að kjör- dæmið var, eins og áður er sagt, ör- uggt Heim'astjórnarkjördæmi. — Hannes var Eyfirðingur og þar að auki átti hann vísan mikilsverðan stuðning hjá írænda sínum, Jakob Havsteen, kaupmanni og útgerðar- manni á Akureyri, miklum dugnað- armanni. Jakob var venjulega að- eins nefndur „konsúllinn" og vissu þá allír Eyfirðingar við hvetn var átt, ef sagt var „þetta sagði konsúll- inn“. En kosningahríðin var hörð. Klemens og Stefán vildu hvorugur gcfa eftir sætið fyrir Hannesi. Klenrens var að heiman um tíma Jrennan vetur. Á meðan hann var fráverandi var reynt til að íá kjós- endur til að lofa Jrví að kjósa Hann- es með Stefáni. En strax varð Ijóst að sú leið var ekki fær, því að vin- sældir Klemensar og traust var rót- gróið, svo að við því varð ekki rót- Hannes Hafstehi. að. Enda litu niargir eylirzkir Heimastjórnarmenn svo á, að Kle- mens væri sjálfsagður til að verða foringi flokksins og fyrsti ráðherra á Islandi. En þá var geirnum snriið að Stef- áni í Fagraskógi. Var néi ákveðið að Hannes byði sig fram í Eyjafirði og flokkurinn veitti þeim Klemensi stuðning sinn. Munu ráðandi Heimastjórnarmenn hafa talið víst að Stefán myndi hætta við framboð sitt. En Stefán, bóndinn í Fagra- skógi, taldi sig ekki skyldan lil að víkja fyrir sýslumanni Isfirðinga og bauð sig fram eins og enginn Hann- es l lafstein væri til, og gekk ótrauð- ur út í kosningahríðina. Seint um veturinn, eða um sum- armál, var kosningafundur haldinn í þinghúsinu íSaurbæ og mættu þar fjórir frambjóðendur og héldu ræð- ur. Eyrst skal telja Klemens sýslu- mann, „Eyfirðinga-höfð(ingjann“. Hann var virðulegur og allgóður ræðumaður, talaði skipulega og ró- lega. Ilann talaði ekki mikið á fundinum. Fylgi hans var traust og hinir frambjóðcndurnir vöruðust að deila nokkuð á hann. Hannes Hafstein var glæsilegur maður. Þó lýtti það hann nokkuð, hvað hann var dökkur í andliti og skuggar fyrir neðan augun. Hann var þá orðinn vel Jrekktur og vin- sæll lyrir skáldskap sinn, er margir dáðu mikið, að verðleikum, J)ví að Hannes er annað skáld íslands er bezt hefur kveðið þrótt í þjóðina og stendur þar næstur Jónasi Hall- grímssyni. Iiannes var ágætur ræðumaður, rökvís og rökfastur, og flutti mál sitt fast en Jró fjörlega. Þessa tvo studdi forustulið Heimastjórnar- manna. Stefán bóndi í Fagraskógi stóð ekki að baki sýslumönnunum að glæsimennsku. Hann var hár og þrekinn og fríður sýnum, höfðing- íegur í framgöngu. Hann var góður ræðumaður og laginn að slá á til- finningar manna, en ekki eins rök- viss og hinir frambjé>ðendurnir. Þegar Stefán var kosinn fyrst á þing, komu flestir bændur úr Saur- bæjarhreppi saman við Djúpadalsá um leið og Jreir riðu á kjörfund á Akureyri. Samþykktu Jreir þar að kjé)sa Stefán á J)ing. Var Jætta sam-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.