Dagur - 18.12.1954, Blaðsíða 11

Dagur - 18.12.1954, Blaðsíða 11
JÓLABLAÐDAGS 11 segir Sigtryggur: „Eigum við að reyna?“ Hinn var til með það. — Gerði Sigtryggur nú tvíteyming á nautinu og vippaði sér á bak. Voru nú reiðskjótarnir hvattir og varð þetta langur stökksprettur. Lauk honum við kíl einn. Var þá Víking- ur kominn á undan. Er þetta ótrú- leg saga, en sönn. Ekki var boli mjúkur ásetu, en honum skilaði ótrúlega vel. Lagði hann landið undir sig í alarlöngum stökkum. Ha£a það sjálfsagt verið ósvikin „nautastökk". „Hægt af stað, hart í lilað“. Það bar við sem oftar að messað var á Möðruvöllum. Var það á upp- stigningardag. Margt manna var komið til messunnar og búið að hringja tvisvar. Eólkiðstóð í hópum á hlaðinu og bjóst til að ganga í guðshúsið. Sést þá hvar kemur ríð- andi maður sunnan og austan mel- ana. Ekki voru mannaferðir fátíð- ar að Möðruvöllum og sí/.t á rnessu- degi. En þarna var reyndar enginn kirkjugestur á ferð, lieldur Sig- tryggur Þorsteinsson ríðandi á Vík- ingi og fór geyst. Voru þeir að koma frá Krossastöðum. Skipti það engum togum, og áður en menn áttuðu sig, hleypti Sigtryggur í hlað og hægði ekki ferðina. Fór hann þar sem flest var fólkið og tvístraðist það með óhljóðum í allar áttir, en Sigtryggur skellihló. Faðir minn, sem var við kirkju í þetta skipti, sagði miér þessa sögu eins og Sig- tryggur og kvaðst aldrci hafa séð annað eins fát á fólki á nokkru mannamóti. At „Gjallarhorn“ með góðri lyst. Margan góðan bita át Víkingur úr lófa Sigtryggs. Þótti honum jafn- vel allt gott, ef Sigtryggur gaf hon- um það. Einu sinni, þegar Sigtrygg- ur var i fjéisi, kom til hans dreng- hnokki með blaðið Gjallarhorn. Drengurinn var Valtýr Stefánsson, sem síðar varð ritstjóri Morgun- blaðsins. 1 blaðinu voru péilitískar skammir um Guðmund Hannesson. Las Sigtryggur, en líkaði illa. Að minnsta kosti liélt hann ekki blað- inu til haga, því að hann braut það saman og sagði bola að gera svo vel. Víkingur tók við og tuggði. Var hann ekki fljótur og ekki sást á honum, hvort honurn líkaði betur eða verr. En allt fór það niður. Ekki rnundi hann, úr annars manns hcncíi, hafa látið bjérða sér svo ólyst- ugan mat. A héraðssýningu. Þegar Víkingur var þriggja og hálfs árs var farið með hann á hér- aðssýningu, sem lialdin var á Akur- eyri. Hún stóð á Eyrarlandstúnínu. Þar var margt nauta og létu þau ófriðlega og sum þeirra voru skað- ræðisskepnur. Stérðu þau bundin hlið við lrlið, á rneðan dómnefnd at- hugaði þau. Safnaðist mannfjöldi á staðinn, bæði börn og fullorðnir. Sumir voru hræddir við öskrin í þeim, einkum kvenfólk og börn. Víkingur var hinn rólegasti og lét sig engu varða ólæti hinna tudd- anna eða forvitni áhorfenda. En hann fylgdist vel með ferðum Sig- tryggs, ef hann vék sér frá, og gaf honum nánar gætur. Annað lét hann sig ckki varða. Þá vigtaði Vík- ingur 1450 pund og bar af öðrurn nautum á þessari sýningu. Enda fékk hann fyrstu verðlaun og á öll- um sýningum öðrum þar sem hann var. Sigtryggur bað stráka að skreppa á „Schiöths bakarí“ og kaupa nokk- ur vínarbrauð. En Jrcir urðu heldur en ekki hissa þegar þau hurfu, hvert eltir annáð upp í bola úr hendi húsbónda lians. Vínarbrauð þóttu honum afbragðsgóð. Hætt kominn í Hörgá. Víkingur var einu sinni hastt korninn á ferðalagi, svo sem nú skal greina. Það var síðari hluta vetrar, að Sigtryggur leiddi hann lit að Lóni. Hlákur höfðu gengið og Hörgá rutt sig að nokkru leyti. Á leiðinni út eftir var farið yfir Hörgárbrú og svo, eins og leið ligg- ur. Gekk ferðin vel og bar ekkert markvert til tíðinda á þeirri leið. Þegar heim var haldið, var Sig- tryggi ráðlagt að stytta sér leið og fara ylir ána á hylnum undan Lcini, því að ísinn væri þykkur og rnundi örugglega halda. Gerði hann það og voru skarirnar traustar að sjá. Tveir menn voru í þetta skipti með þeirn Sigtryggi. Var nú lagt á ísinn. Sýndist allt vera í bezta lagi. En 'þegar komið var á miðjan hvlinn, brast ísinn. Fór Víkingur þegar á hrokasund, en mennirnir stóðu á skörinni, og var ritr tir vöndu að ráða. Ekki var Víkingur neinn smá- kálfur, er hægt væri að kippa upp úr. Það mun hafa runnið Sigtryggi til rifja að hugleiða endalok vinar síns, er rólegur hélt sér uppi í straumþungu og köldu vatninu. Mun hann ef til vill, hér sem oft- ar, hafa treyst handleiðslu hús- bóndans og.ekki lagt f'ram alla orku sína til að hafa sig upp úr vökinni. En Sigtryggur, scm jafnan var úr- ræðagóður og fljótur að átta sig, sendi annan manninn, en það var 'ÞorsteinnDaníelsson.heim að sækja reipi. Var hann fljótur og kom með þau að vörmu spori. Þeim var brugðið um hornin á bola, en Sig- tryggur lagði endana um herðar sér og tók sér stöðu við stcíran ísjaka, er var frosinn fastur. Fékk hann Þorsteini síðan stóra nautapískinn og skipaði honum að slá Víking á granirnar, eins fast og hann liefði krafta tiil. Tók Þorsteinn sér stöðu með svipuna í höndum'. Sveik ekki höggið, sem bæði var niikið og 1 i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.