Dagur - 18.12.1954, Blaðsíða 10

Dagur - 18.12.1954, Blaðsíða 10
10 JÓLABLAÐDAGS töldu sig ekki í hættu sökum fjar- lægðarinnar og héldu uppteknum hætti. Víkingur, sem að eðlisfari var mjög athugull, virti strákana vand- lega fyrir séi', en lét fyrst ekki á neinu bera. En brátt fór hann að ganga hraðár og smáhnippa í Sig- trygg, svo sem til að leiða athvgli lians að þessari skemmtun. En það sá Sigtryggur, að félagi Ivans hafði meiri áhuga fyrir þessum sjónleik en hollt var og iór að óttast eftir- leikinn. Vissi hann sem var, að eng- inn maður einsamall gat haldið aft- ur af slíkri skepnu, ef til alvörunnar kæmi. Þá kvað við nautsöskur svo liátt og ógnþrungið, að jafnvel Sig- tryggi brá nokkuð. I Irekkjalómun- um tveim brá þó heldur meira, og hefur það ef til ví11 verið þcim tii láns. beir urðu skelfingu lostnir og hlupu olboðslcjga, svo sem þeir gátu. Mun hræðsk(p liafa flýtt för þeirra, því að þeir voru horfnir lyr- ir næsta leiti ;i svipstundu. Um leið og þeir hurfu, tók Víkingur nokk- uð fast í bandið og lét í ljósi óá- nægju. Stiiltist hann þó von bráðar og urðu ekki fleiri pörupiltar ;i ferð þeirra í það skiptið. Sigtryggur notaði nautasvipuna í fyrsta sinn. Einu sinni að vetrariagi komu sveinar tveir að Möðruvöllum að sækja bola. Eklci voru það þó þeir, er fyrr greinir. Sigtryggur leggur þegar af stað og fer sem ieið iiggur, en sveinarnir löbbuðu á eftir. All- djiipur snjór var á og bloti í fönn. Boli, sem oftast réði ferðahraðan- urrl, var nokkuð hægstígur og iét sér ekkert liggja á. Fóru drengirnir þá að hlaupa fram fyrir. Þetta iík- aði bola iila. Gaf hann þeim ilit auga og var venju fremur skap- styggur. Bað Sigtryggur þá að ganga á eftir og gæta þess að. láta sem minnst á sér bera. Gerðu þeir það, en þótti hægt ganga ferðalagið. Snjór var bfautur, og ósköp þægi- legt að taka hann á tána á sér og gefa bola smásendingar. Líka var ýmislegt það á honum, sem gaman var að hitta. Gekk nú vel um stund. En áður en varði höfðu drengirnir gleymt áminningum Sigtryggs og lilupu nú fram fýrir. Bofi viidi nú launa þeim lambið gráa og snarað- ist að þeim. Stríkkaði mjög á band- inu og endaði það með því, að það slitnaði. Þá sagðist Sigtryggur hafa orðið hræddur um drengina. Skij)- aði liann þeim með þrumuraust að hlaujra hvað þeir gætu og alla leið heim til sín. Sáu þeir þegar hvað í hédi var og tóku sprettinn, enda var því líkast að þcir kæmu varla við jörðina. Víkingur tók nokkur stökk á eftir þeiili, en varð þá skyndilega imgiivarf. Sveinunum var borgið, en Víkingur var kominn í mikinn vígamóð. Eann hann það líka vel að hann var laus. Tók liann fvrst roku mikia í kringum Sigtrygg, sem ekki rótaði sér. Síðan tók liann að færa sig nær og dansaði hinn ferleg- ásta dans og færði sig sífelit nær. Halinn stóð beint ujip og Jiann skók oddhvöss hornin. Ekki varð Sigtryggur neitt hræddur á meðan á þessu stóð, en skapið fór að segja tii sín. Þótli honum þetta ljótur ieikur. Skijraði hann bola að snauta burtu og til áherzlu gaf hann honum þungt högg nreð stóru svijmnni, er jafnan var með í för- inni. Alarei hafði Víkingur komizt í kynni við hana áður og mun hon- um hafa sviðið sárt undan. Elljóp hann þegar burt en Sigtryggur hélt lieim og bað jrilttana að hjáljra sér til við að handsama Víking. Réðu þeir ráðum sínum í skyndi og gengu út. En þá var Víkingur kom- inn að fjósdyrunum og gekk Sig- tryggur þar að honum og leiddi ihann inn. Boíi lét þá vel að hús- bónda sínum, svo sem liann vildi vingast við hann að nýju. Skildu þeir góðir vinir. En svijnmni gaf hann nánar gæt- ur í næstu ferð og athugaði hana vandlega, en Iiræðslulaust. Á ferðum sínum með bola hafði Sigtryggur ætíð stóru og þungu nautasvipuna. Víkingur hafði sterk- an stállhring í nös og hlekkjafesti við. Leðurmúli var við hann, en frekar var það af gamalli venju, en að það hefði nokkra þýðingu. Aldr- ei voru á honum fótbönd, eins og stundum þarf að setja á naut og aldrei járnstöng, sem einnig er oft notuð. Þáu góðgerðir á bæjum. Stundum þáði Sigtryggur kaffi á ferðum sínum. Var þá Víkingi gefin góð tugga á meðan. Væri kaffið drukkið nærri útidyrum, þurfti að liafa bola svo nærri, að hann heyrði málróm húsbónda síns öðru hvoru. Var hann þá hinn rólegastti. Ef lengra var á milli, kom Sigtryggur Iram cða kallaði til lians út um glugga og baðjiann að vera rólegan. Svaraði Víkingur jafnan og var það auðheyrt hvað hann varð feginn. Ef aðrir töluðu til lians, anzaði hann engu. Og þó þeir segðu sömu orðin og Sigtryggur og líktu eftir Jronum málróminn, virti hann þá ekki svars eða viðlits. Óvenjulegar kappreiðar. Eins og fyrr er frá sagt, vandi Sig- tryggur Víking til reiðar. Oltast gengu þeir þó lilið við liiið á ferð- um sínum. Ut af þessu gat þó brugðið og mun það mála sannast að galsi gat ldaujuð í báða. Eitt sinn að vorlagi var Víkingur sóttur frá Ósi. Sendimaður kom ríðandi á rauðskjóttri 'hryssu, sem talin var léttleikahross. Sigtryggur leysti bola og héldu þcir síðan af stað. En þeg- ar þeir voru komnir út á Nesið, i /

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.