Dagur - 18.12.1954, Blaðsíða 7

Dagur - 18.12.1954, Blaðsíða 7
JÓLABLAÐDAGS 7 }já, eins og þær eru enn í dag, æfin- lega og alls staðar til bölvunar, að sumra dómi. Þó held eg að meíri hluti hreppsbúa hafi ekki kennt hreppsnefnd um þetta. En það var svoleiðis þá, eins og nú, að þeir óánægðu voru háværari en þeir ánægðu. Margt var um þetta kveðið af hagyrðingunum. Og kann eg þennan vísuhelming: Þinghúsið til fjandans fór fyrir vanhyggnina. En ltúsið var reist aftur á sama grunni. Mátti nota aftur mestallan viðinn og mikið af þakjárninu. — Nú voru dyr ekki hafðar að aust- an, heldur að vestan. Og nú voru engir gluggar að'austan, því að álit margra var að vindurinn hefði brot- izt inn um austurglugga og dyr og átti nú að fyrirbyggja að það end- urtækist. Og nú var húsið krækt niður með sverum járnum, sem fest voru í jarðfasta steina. Árni Stefáns- son í Litla-Dal vann það verk. En yfirsmiður við byggingunu var Stef- án Jóhannesson í Stóra-Dal. Eftir að búið var að endurbyggja húsið var kveðið: Var nú flestallt velhugsað, valinn bezti smiður. Hreppsins mestu höldar það hnýttu og festu niður. Og einnig var kveðið: Þó allra fjanda ærist lið og ólgi strandahlekkur, o n 7 þá mun standa þinghúsið þar til landið sekkur. Þetta endurbyggða hús stóð svo til 1934, er norðurálma þessi, sem nú er, var byggð. Þá var það rifið. Eftir að þinghúsið var byggt á Kirkjuhólnum varð það aðalsam- komuliús sveitarinnar. Þar voru sjónleikir sýndir og leiksvið hajEt í syðri helmingi, en áhorfendasvæði að norðun. Glímur voru þar æfðar, þótt oftar væri nú glímt á hólnum norðan við húsið. Og svo dansinn. Einn bóndi er átti harmoniku hélt þair „ball“ og seldi á tíu aura inn- ganginn. En lausamanni einum þótti inngangurinn of hár, svo að Siggeir Sigu rpáIsson. hann liélt einig jball“ og seldi inn- gang á 5 aura. Voru þetta kölluð „5-iaura böll“ og „tíu aura böll“. Þóttu þetta ágætar skemmtanir og var dansað af miklu fjöri í 7—9 tíma. — Engin upphitun var í hús- inu. Var því oft kalt á vetrarfund- um. Margt fleira mætti um þetta segja. En margir Eyfirðingar muna vel eftir samkomum og fundum sveitarinnar eftir 1910, og segi eg því ekki meira um það nú. Þó vil eg minnast þess, að veturinn 1933—’34 var norðurstafn þinghúss- ins opnaður og leiksviði slegið upp norðan við húsið. Var það einfalt þil með pappaklæðningu. Var því þar eins kalt eða kaldara en í þing- húsinu. En á þessu leiksviði var Spanskflugan sýnd og veitti mörg- um góða skemmtun. Einnig var karlakór æfður þennan vetur og söng hann á leíksviðinu og þótti takast vel söngurinn. Þótt kalt væri þarna, var aðstaðan betri, rýmra um leikendur og áhorfendur. Gat var liaft í leiksviðsgólfið fyrir hvíslar- ann og hálfskermur fyrir. Þegar hvíslarinn var setztur í sæti sitt .hvíldu fætur hans á freðinni jörð. Sótti því kuldi á fæturna. En hvísl- arinn hitaði sér á riansgólfinu, eftir leik, svo að kuldinn kom ekki að sök. Það kom sér líka betur fyrir sveitina, þvf að’ hvíslarinn var nú- verandi oddviti, Benedikt á Hálsi. Spurt hefur verið, hvort hið fallega og rúmgóða hús, Sólgarður, yrði tii að auka menningu sveitar- innar. Og sú spurning vakir sjálf- sagt í hugum okkar nú. Eg álít að það sé gæfumerki að húsið stendur á grunni sem er einn clzta ræktunar- blettur svcitarjirnar. Því ræktun landsins og ræktun fólksins skulu vera þcir hornsteinar, sem heimilið stendur á. Það er ekki á vajdi okkar eldra fólksins að svara því hvort þettta hús verður til menningar- auka. Svarið cr á valdi unga fólks- ins. Og eg trúi því að æska þessarar sveitgr sé svo heilbrigð að hún láti reynsluna svara spúrningunni ját- andi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.