Dagur - 18.12.1954, Blaðsíða 25

Dagur - 18.12.1954, Blaðsíða 25
JÓLABLAÐ DAGS 25 Allir Svarfdæíingar, sem komnir eru til vits og ára, kannast við Harald i Ylra- Garðshorjii, en vegna lesenda blaðsins í öðrum byggðarlíigum skal í fám orðum görð grein fyrir ætt iians og uppruna. — Jón Haraldur heitir liann fullu nafni, en er |>ó jaínan nefndur síðara nafninu. Hann er fæddur á Krossum á Arskógs- strönd 20. des. 1883. Foreldrar hans voru þau Stefán Hansson, Baldvinssonar, prests á. Grenjaðarstað, Eldjárrissbnar, og Krist- in Jónsdótlir, bónda á Mrísiun, Jónsson- ar, og kónu hans, Rósu Þorvaldsdótlur á Brattaviillum, Þorvaidssnnar Ingviirum, Sigurðssonar. Þau voru þá bæði vinnuhjii á Krossum. Stefán var ckkjumaður, en gekk að eiga Kristínu tæpu ári síðar (15. okt. 188-1). — Steláni cr svo lýst, að hann hafi verið maður allhár vcxli, cn fremur grannur, bjartur á hár og skegg, bláeygur og nokkuð toginleitur. Líklegt er, að hon- um hafi svipað allmikið í fiiðurætt sína. Hann var maður vel viti borinn. Hann stundaði sjó lengst af, og var oftast stýri- njaður á hákarlaskipum, enda talinn á- gætur sjómaður. — Krislin, seinni kona hans og móðir Haralds, var fremur lág- vaxin kona, ljóshærð og dökkeyg og gaf af sér góðan þokka. Hún var kona ásjá- leg, kvikleg og dugmikil. — Haraldur, son- ur þeirra, ólst upp með foreldrum sínum, fyrst á Krossum og víðar, en lengst þó á Hauganesi á Árskógsströndinni. í þann tíð var Nesið ekki fjölbyggt. Þau Stefán og Kristín bjuggu í litlum torfbæ eða má- ske öllu heldur verbúð. Uppi á lofti bjó fjölskylclan, en niðri var geymslurúm og beitningarpláss. Annar bær, áþekkur að stærð og gerð, var þar á N.esinu, þegar Haraldur man fyrst eftir. Hann helclur, að ekki hafi verið búið þá annars staðar en í jjessum tveim bæjum, cn að j>ar að auki kunni eirlhver sjóliús að hafa verið J>ar. Ein fyrsta bernskuminning Har- alds frá uppeldisdögunum á Hauganesinu er sú, að sjór gekk einu sinni svo að segja yfir nesið í íoráttubrimi og stórgarði (Stamfordsbylnum). Báðir bæirnir urðu fyrir einhverjum skemmdum. Hurðin fyrir bæ þcirra Stefáns og Kristínar bilaði, og brindöðrið gekk inn í kofann. En þcss minnist Haraldur, að gaman þótti lion- um að kraíla i svaðinu á gólfinu, þegar Yadimar V. Snævarr, skráði. veðrið lægði! — Faðir Haralds stundaði sjó á ári hverju, Cins og áður er sagt. Var hann ýmist að lieiman á skipum eða hánn réri til fiskjar á smábátum frá Iíauganesinu. I.engi var hann stýrimaður hjá Jóhanni Jónsyni skipstjóra frá Litla- Haraldur Stefánsson. Árskógi á lidkarlaskipunum „Æskunni", „ðnnu" og „Kjætjstine", er fórst á hafi vorið 1910. Með íienni hrepptu J>eir báðir, skiþstjóri og stýrimaður, hina „votu gröf“, ásamt fleirum góðum drengjum. Segja má um marga hinna eldri sjó- manna vorra hið santa og sagt liefur verið um frændur vora, Færeyingana, að þeir vœru fæddir rneð árina i hendinni. Ekki man Haraldur, hve ungur hann var, J>eg- ar hann lærði árálagið, en gamall var hann ekki. En fvrstu reglulegu sjóferðiria segist hann hafa farið á 9. eða 10. áriiíit með Jóhanni Kíagnússyni í Stærra-Árskógi. A [x.'ssum árum átti Þorsteinn Vigfús- son í Rauðuvík }>iljubát, sem nefndist „Stormur". Hjá Þorsteini var Haraldur á surnrin, þegar hann var á 12. og 13. ári. Var hann J>á skipsmaður á „Stormi“, J>ótt ungur væri. En útgerð sinni hagaði Þor- steinn þannig, að fiskað var á smábátum, en haldið til í „Stormi" og saltað í hann. Færði báturinn sig alltaf úr stað, eftir þörfum, og lá jafnan sem næst fiskislóðun- unt. Þessi sumur stunduðu sex menn veið- arnar frá „Stormi". Hyggur Haraldur, að vel hafi þeir íiskað [>essi sumur. Fermingarárið sitt ræðst Haraldur á há- karlaskipið „Henning", en skipstjórinn var hinn álkunni og ágæti maður, Jóhann Magnússon frá Selárbakka. — Haraldur var að nokkru leyti á snærum Sigurðar bónda á Selá. Sigurður lagði honum til útgerð alla, en tók svo hálfan hlut hans. Meðan Haraldur var fermdur, bcið skipið eítir honum. Strax að kvcldi fermingar- dagsins fór I-Iaraldur um borð og var ]>á lagt út. Veður var fyrst gott, en versnaði J>egar út í fjarðarmynnið eða út úr firð- inum kom. Kenndi Irlaraldur þá sjóveiki og óskaði sér, að hann hefði hvergi farið. Leið honutn illa, unz J>að batnaði í sjó- inn. En strax sem veðrið lægði, var sjó- veikin búin að vera og heimjjráin liorfin og gleymd. Ævintýri hafsins heilluðu ung- an huga. Varla getur Haraldur svo minnzt á Jó- hann skipstjóra, að ekki lýsi liann aðdáun sinni á honum scm skipstjóra og manni að flestu leyti. Telur h.tiín, að með fáum skipstjórum liafi óþroskuðum unglingum betra verið að „sjóast" en Jóhanni. Hann hafi verið [>eim svo góður og nærgætinn. Með Tóhanni var Haraldur á hverju ári til 1905. Eins og sést á bókum Sæmundar Sæ- mundssonar, „Virkum dögum", var Har- aldur all-lengi stýrimaður lijá honum, eða fram að 1911. Fyrst var hann með Sæ- mundi á „Mínervu", á síldveiði, en svo á „Hjalteyrinni" á Jrorsk- og síldveiðum. Minnist Haraldur niargra ánægjulegra veiðiferða frá J>eim árum, bæði góðs Jjorskafla og síldar. Haraldur var eftir- sóttur fiskimaður og í ílokki dráttarhæstu rnanna hér við Eyjafjörð, meðan hand- færaveiðar voru stundaðar héðan. Samvinna Jjeirra Sæmundar skipstjóra og Haralds var hin ánægjulegasta. Sæ- mundur mjnnist Haralds hlýlega í bókum sínum, og enn rækja [>eir kunningsskap- inn, J>ótt langt sé síðan að lciðir skildi. Það er stutt siðan, að Sæmundur kom i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.