Dagur - 18.12.1954, Qupperneq 28

Dagur - 18.12.1954, Qupperneq 28
28 JÓLABLAÐDAGS BÆJAVÍSUR um bændur í Myrkársókn kveðnar 1864 af Jóni Þorsteinssyni. Búðarnes. Stefán víðarstjörnu Týr, starfs af lúður vési, þægur, prúður þessi býr þar í Búðarnesi. Stefán Jónsson í Uúðarnesi, f. 1827, d. 1894, bjó þar aðeins fá ár, flutti að Myrká fáum árum eftir að bæjarvísurnar voru ortar og bjó J>ar til dauðadags. Hann var þriðji maður Myrkár-HeJgu giimlu Gísla- dóttur. Þau áttu einn son, er Bjarni hét, sá lór til Ameríku. Bás. Bási stýrir ekkja ein, öld Kristínu nefni. Dável býr sú dregla rein dáðafín við efni. Kristín í Bási var dóttir Gunnlaugs ;i Nýjabæ, Gunnlaugssonar á Féeggsstöðum. Hún var J)á ekkja, en hafði átt Magnús Magnússon frænda sinn. Þau bræðrabörn og áttu dætur, sem fóru til Ameríku. Nýibær. Gunnlaug því um geta ber, gæfu drýgir haginn. Ellihniginn álma Grer yrkir Nýabæinn. Gunnlaugur á Nýjabæ, f. 1800, d. 1877, átti Krjstínu Sigurðardóttur frá Þúfnavöll- um, Halldórssonar. Þau áttu margt l)arna, og er mikill ættbogi frá þeim kominn. Meðal barna þeirra voru Jóhann í Flögu- seli, afi þeirra Jóhánns Sveinssonar mag. frá Flögu og Braga ættfræðings, og Sig- urðar hreppstjóra á Skriðulandi í Kol- beinsdal. ✓ Framland. Sveigir branda, sinnishýr, sviftur grandi og pínum, á Framlandi Baldur býr eftir vanda sínum. Oddur á Framlandi, f. 1808, d. 1895, var Benediktsson lrá Flöguseli. Voru þau börn Bencdikts fjölmörg. Eitt Jjeirra var Stutta- Sigga. Kona Odds hét Jóhanna, dóttir Jóns Jress, er fórst með „Straumönd" í Grímseyjarför vorið 1817. Hann var Jrar skipstjórnarmaður. Dóttursonur Odds er Stefán í Skjaldarvík, en Þórður í Þríhyrn- ingi sonarsonur. Oddur var mjög fátækur og bjó aðeins örfá ár á Framlandi. Flögusel. Yndishögum að nú snýr eftir söguveli. Þels um drög er þægur hýr Þórður á Flöguseli. Þórður í Flöguseli, f. 1834, d. 1876, flutti þaðan vorið eftir að Bási. Föðurætt lians var lítils háttar, en móðir lians var Sigríður Erlendsdóttir frá Oxnhóli, sti sama, serit drukknaði í Hörgá 1864 (nefnd Valgerður f Annál 19. aldar). Kona Þórð- ar var Rósa, dóttir Berja-Láka og Hólm- Iríðar Benediktsdóttúr frá Flöguseli. Eitt barna þeirra var Olalur, kenndur við Lund á Oddeyri. Olafur dó sl. vettir, 1953, háaldraður. Ásgerðarstaðasel. Guðmund elur gnægtirnar, gæfu telur fetin, yrkir selið Ásgerðar, ætíð vel er metinn. Guðmundur í Ásgerðarstaðaseli, f. 1837, d. 1900, var bróðursonur Gunnlaugs á Nýabæ, sonur Guðmundar Gunnlaugs- sonar á Féeggsstiiðum. Kona hans var Rósa Benediktsdóttir frá Flöguseli. Hún var honum miklu eldri, enda barnlaus. Dóttir Guðmundar er Nanna í Ásgerðar- staðaseli. Guðmundur bjó lengst á Nýja- bæ og dó Jíar. Ásgerðarslaðir. Jón minn, glaður geðs um far,*) greiðamaður laginn, yrkir staðinn Ásgerðar, — allt sér það í haginn. Jón á Ásgerðarstöðum, f. 1828, d. litlu eftir sfðustu aldamót, var Guðmundsson frá Nautabúi í Hjaltadal. Móðir hans var Kristín Gísladóttir, Jónssonar biskups, Teitssonar. Kona Jóns var Guðrún, dóttir * „hlað" í handritum. Nýjabæjar-Gunnlaugs. Meðal barna Jieirra voru Jóhann á Miðlandi og Gunnlaugur í Víðinesi. Jón var góður bóndi og mað- ur greindur. Hann flutti frá Ásgerðar- stöðum að Víðinesi árið 1886, og var Jxtr svo til dauðadags. Flaga. Dyggur starfar mest, sem má meður ráði högu. Gunnlaugsarfa Sigurð sá sæmd með dáð í Flögu. Sigurður í Flögu, f. 1833, var eitt barna Nýjabæjar-Gunnlaugs. Kona Sigurðar var Guðrún Jónsdóttir, sonardóttir Jóns lækn- is Péturssonar. Meðal barna þeirra vpru Kristinn á Skriðulandi, faðir Kolbeins, og Jón í Hofgörðum, faðir Braga (Refs bónda). Sigurður fór vorið eftir frá Flögu vestur að Skriðulandi, og var þar til ævi- loka. Stóra-Gerði. Kristján tórir, tryggðakarl, títt ei stóra gerði — hringa-Þórinn þokka snjall þar í Stóra-Gerði. Kristján í Stóragerði, f. 1796, d. 1872, var sonur Sigurðar á Þúfnavöllum, Hall- dórssonar. Kona Kristjáns vár Hallbera Gunrilaugsdóttir frá Féeggsstöðum. Eiri dætra Jjeirra var Lilja kona Jóhanns í Fliiguseli. Kristján bjó lengi í Stpra-Gerði og var bænda fornbýlastur Myrkárdalur. Sinniskala Kristján flýr, kappatal ei hryggir. í mörgu valinn málma Týr Myrkárdalinn byggir. Kristján í Myrkárdal var Arngrímsson, kallaður Fjöruræfill, kominn Jrangað frá Akureyri. Greindur maður og vel gerður, en fátækur. Fór J)aðan árið eftir. Ilér lýkur kændavísunum að sinni; framhald verður birt í ey- firzkum þáttum Jóns á Skjaldar- stöðum eftir nýjár.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.