Dagur - 18.12.1954, Blaðsíða 32

Dagur - 18.12.1954, Blaðsíða 32
32 JÓLABLAÐ D AGS a Draumur Péturs litla Barnasaga DÁSAMIjEGASTA kvöldi ársins var lokið. Aðfangadagskvöld var liðið. Pétur litli hafði fengið alll, sem hann hafði óskað sér í jólagjöf, eða að minnsta kosti næstum því allt, því að sumu á óskalistanum hafði hann gleymt í gleðinni yfir öllum fallegu hlutunum, sem líonum höfðu verið gefnir. Hann hafði fengið stóran bangsa frá ömmu, myndarlegan trébíl frá mömmu og fallegustu flugvél frá pabba. Og það drundi i henni þegar hún var trekt upp! Þá voru vettlingar og sokkar, og Jrað þótti mömmu held- ur vænt um, en ániægðastur varð þó Pétur litli þegar hann uppgötvaði að í báðum vettlingunum var ofur- 'lítill, snotur bangsi, og í öðrum sokknum Ijómandi fajlegur lítill api, og í hinum sokknum líka fallegur apaköttur. En nú var Pétur litli háttaður, örþreyttur og hamingjusamur. Mamma hafði breitt ofan á ihann og kysst hann á vangann og nú átti hánn aðfara að sofa. En ]>egar hún var farin út úr heiherginu, skauzt hánn upp úr rúminu og setti stóra bangsann í nýja bílinn og litlu bangsana tvo við hliðina á honum. í fremsta sæti setfi lrann apana og var annar þeirra bílstjórinn. Svo skreið Pétur litli aftur upp í riimið og horfði á bílinn sinrt og bangsana og apana. EN ÞÁ gerðist nokkuð heldur skrítið. Stóri bangsi stóð allt í einu upp og steig út úr bílnum og tók litlu bangsana við hönd sér og þeir stigu U'ka út á gólf. Og svo hófst nú heldur betur leikur. Þeir hoppuðu upp á stóla og upp á borð og jafn- vel út í gluggakistu. En þar revndist þ'eim ofraun að opna gluggann. En þá byrjaði stóri bangsi aklt í einu að tala líka: „Heyrðu, Pétur strák- ur,“ sagði lrann með þrumuraust, „nú skaltu opna gluggann hérna „Æi, það var bara flugvélin, sem hrapaði,“ sagði Pétur litli. og svo skulum við allir í félagi skemmta okkur við að horfa á tunglið." Pétri litla varð litið á hvítu tenn- urnar og rauðu tunguna í stóra bangsa og Jmrði ekki annað en hlýða samstundis. En annars var stóri bangsi ósköp góðlegur og vinalegur. „Ja ja, Pétur 1 itli,“ sagði stóri 'bangsi aftur. ,,Nú verður ])li að gjöra svo vel að hafa flugvélina til- búna, svo að við getum allir farið í fl'ugferð.“ ,,En hvernig í ósltöpunum eigum við allir að komast fyrir í litlu flug- véli'nni?" spurði Pétur litli, alveg forviða. „ lAtt mig um ])að,“ sagði stóri bangsi. „Jólasveinarnir ltafa kennt mér ýmsa töfra,“ og svo pataði hann með loppunni út í loftið og sagði hókus-pókus, og jafnskjótt urðu þeir allir, bangsarnir, aparnir og litli Pétur, svo litlir, að þeir komust ágætlega fyrir í flugvélinni. „Eg stjórna flugvélinni,“ rumdi í stóra bangsa. Og svo tók hann til að hamast við hnappa og mælitæki í stjórnklefanum, og allt í einu fór flugvélarskrúfan að snúast með miklum drunum — og allt í einu lyfti flugvélin sér og flaug skáhalt upp á við. Litli, grái bangsi og litli brúni bangsi rumdu af eintómri ánægju ylir þessu óvænta ferðalagi, en aparnir hlupu um í milli far- þeganna og gáfu þeim valhnetur og annað góðgæti úr poka. Hærra og hærra sveif vélin, og Jregar Pétur litli leit rit, sá hann húsið sitt heima langt í burtu niðri á jörðinni og fallega gíampaði á snjóinn í brekkunum og svellið á tjörninni í tunglskininu. Ein nú sá litli, grái bangsi, að ap- arnir höfðu gefið honum einni val- hnétu færra en litla, brúna bangsa, og ætlaði að taka hnetu al' litla, brúna bangsa, en liann var nú ekki á Jdví, og áður en varði voru þeir komnir í hár saman. Og litli grái bangsi hrinti lida brúna bangsa aftan á stóra bangsa, en þá missti hann stjórn á flugvélinni og hún hrapaði. Aparnir hljóðuðu og skræktu og vindurinn hvein og vél- in féll eins og steinn til jarðar. OG PÉTUR litli lá á gólfinu innan um bangsana og bílinn og nuddaði stírurnar úr augunum. — Hánn hafði dottið út úr rúhiinu og mamma kom h'laupandi inn til hans. „Það var ekkert,“ sagði Pétur litli, „það var bara flugvélin senr hrapaði," og svo skreið hann upp í rúmið sitt, sneri sér til veggjar og var feginn að vera bara heima hjá mömmu í lit-la, notalega rúminu sínu, og bráðlega steinsofnaði lrann. (Lausl. þýtt úr sænsku).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.