Dagur - 18.12.1954, Blaðsíða 27

Dagur - 18.12.1954, Blaðsíða 27
JÓLABLAÐDAGS 27 Eftir Jón Jónsson á Skjaldarstöðum. Fyrir skömmu síðan barst mér í hendur bændaríma um Hörgdæli, sem er 90 ára gömul, kveðin a[ Jóni Þorsteinssyni, föð- urtöður mínum, sem þá cr til heimilis á Oxnhóli. Ekki er það þó handrit gamla manns- ins, scnt ég hef með höndum. En kunnugt er mér um, að tvær konur í Hörgárdal lærðu rímuna á unglingsárum sínum, og er það vottur um greind og námfýsi þeirra. Konur þessar voru Guðný Lofts- dóttir, kona Guðmundar hreþpstjóra Guð- mundssonar á Þúfnavöllum, og Helga Jónsdóttir, kona Zóphónfasar Sigurðsson- ar, bónda í Baugáseli. Hefur Helgi Frið- finnsson, dóttursönhr Helgu, skrifað rím- una eftir minni iimmu sinnar, en Eiðtir Guðmundsson, hreppstjóri á Þúfnavöll- um liefur skrifað skýringar við rímuna. Mér dettur í hug að biðja bláðið Dag að flytja rímuna keim til Ilörgdæla, ef einhver þeirra hefði gaman af að athuga á hve mörgum býlum í dalnum búa nú ættmenn bænda þeirra, sem nefndir eru í rímunni. (Upphaf rímúnnar, mcð skýr- ingum, fcr hér á eftir, cn framhald vcrður í Eyfirzkum jiáttum á næsta ári). Höfundur rfmunnar, Jóii Þorsteinsson, afi minn, var fæddur árið 1815, og var Þorstcinn faðir hans sonttr séra Magnúsar Einarssonar, sem prestur var að Tjörn í Svarfaðardal frá 1769 — til dauðadags 1794. — Séra Magnús var talinn skáld gott á sinni tíð; hafa margir ættmenn hans verið skáldmæltir meira og minna. Mun /irni rímnaskáld á Skútum vera Jreirra kunnastur. Hann var systurson Magnúsar. Af núlifandi afkómöndum Árna mun Jó- hannes Sigurðsson, fyrrum bóndi á Engi- Hér segir Jón Jónsson á Skjald- arstöðum nokkuð frá Jóni Þor- steinssyni á Öxnhóli og séra Magnúsi Einarssyni á Tjörn (dá- inn 1794) og kvcðskap þeirra. — mýri, nú á Vindheimum á Þelamörk, vera einna kunnastur. Jón Þorsteinsson þótti laglega hagmælt- ur. En fátt kann ég af kveðskap hans. Skrifari var hann góður, reit m. a. al- manök fyrir kunningja sína. Lét hann jrá stundum vísu fylgja, svo sem jtessa: Almanakið eignist glaður, auðnu gæddur von, valinkunnur vænsti maður, Vigfús Gunnlaugsson. Og einnig jtessa: Lúrast augu, máist mttnd, mitt er lúið bakið. Ærumanni Gfsla á Grund gef ég almanakið. Séra Magnús Einarsson var eyfirzkur að ætt; sonur Einars'spítalahaldara í Möðru- felli, Jónssonar, Jónssonar bónda í Skóg- um, „lærða“, galdramanns, lllugasonar, prests á Stað í Kinn, Helgasonar. Eftir að Magnús útskrifaðist úr Hólaskóla, var hann skrifari hjá Þórarni Jónssyni, sýslu- manni á Grund í Eyjafirði. Var Þórarinn sýslumaður röggsamt yfirvald, en Jrótti nokkuð harðdrægur, ef því var að skipta. Hann lét byggja forkunnar vandaða stofu á Grund, sem stóð fram undir sl. aldamót, er Magnús Sigurðsson mun hafa rifið hana. — Var sýslumaður dálítið drjúgur af smíðinni við kunningja sína. Heyrði Magnús eitt sinn á jrað tal. Morguninn eltir, er sýslumaður kom í stofuna, sá hann vísu þessa krítaða á stofubitann: Ekki stæra Jtarftu ]>ig, jiitt scm stolta geðið kaus. Almúginn hefur upp byggt ntig, ckkjur og börnin föðurlaús. Er sýslumaður sá vfsuna, varð honum að orði: „Hér hefur Magnús verið að verki." Köna Þórarins sýslumanns var Sigríður yngri, Stefánsdóttir frá Höskuldsstöðum. Synir þeirra hjóna voru: Vigfús sýslurn. á Hlíðarenda, faðir Bjarna skálds og amt- manns, og Stefán amtmaður á Möðruvöll- um. Eftir lát Þórarins giftist Sigríður Jóni Jakobssyni, sem sýsluna fékk að Þórarni látnum. Þeirra sonur var Jón sýslumaður og árbókahöfundur Espólín. Frú Sigríður var búkona mikil, sem hún átti kyn til, en þótti naum við hjú sín, enda þá oft hart í ári og j>ví ástæða til sparsemi. Magnúsi þótti naum vistin og glettist hann stundum við húsmóður sína f kvið- lingum. Eitt sinn kvað hann jtessa vísu, er hann vantaði skó sína og þjónustan spurði frú Sigríði eftir jreim, en hún kvað Magnús hafa etið þá: Húsmóðirin, [>að heilla sprund, hungrinu mun svo forða, að skóna hér á góðu Grund gjörist ei jjörf að borða. Eitt sinn kornu nokkur tóm eggjaskurn á borð lyrir Magnús og aðra. Þá kvað liann: Iíænni hef ég ei konu séð við krása framleiðingar. Hún Sigríður hefur sett það með, svona til uppfyllingar. Olt eftir að Magnús varð prestur, fór hann á fuiul frændfólks síns og vina í Eyjafirði. — Eilt sinn, er hann kvaddi kunningja, kvað hann vísu Jtessa: Mæðan fellur mér í geð, — mitt vill brjóstið jjvinga, jtegar ég mér kæra kveð karlana — Eyfirðinga. Eitt sinn, ]>á er sr. Magnús reið til Eyjafjarðar, hittist svo á, að sýslumaður er að þinga á Grund, og meðal Jtingmála er barnsfaðernismál, sem mætur bóndi var við riðinn. Þá var á landslögum að flengja karlana fyrir smá-yfirsjónir, svo sem fram- hjátökur. — Sýslumaður var fáanlegur til að sleppa hýðingunni, ef hlutaðeigandi grciddi allháa fjárhæð, en hanri gat ]>að ekki í svipinn, og sýslumaður var ófáan- legur til að fresta greiðslunni. Magnús vatt sér J>á inn í Jjingsalinn og kvað vísu J>essa: Klæki bætir kringlótt gjald, kvittun synda færir. Það réttlætir hóruhald og hefur úr sæti lagavald. Það fylgir sögninni, að ekkert hafi orðið úr hýðingunni, né sektargjaldi bóndans. Jón Jónsson, Skjaldarstöðum. Hér á eftir fer svo upphaf þændarím- unnar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.