Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 2

Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 2
2 JÓLABLAÐ DAGS SÉRA BIRGIR SNÆBJÖRNSSON, ÆSUSTÖÐUM: J ólahugleiÖing Lúk. 2, 10—11: Ofi cnfijlUnn safiöi við þá: Verið óhræddir, því sjá, úfi boða yður mikinn föfinuö, sem veitast mun öllum lýðnum; því að yður er í dafi frelsari fæddur, sem er hinn smurði drQttinn, í borfi Daviðs. Enn á heimurinn heilög jól. Enn berast hingað notður í myrk- ur og kulda vetrar ylgeislar írá þeirri skammdegissól, sem engir skuggar íá hulið og engin fjöll byrgt að baki. Enn eignast mædd- ur matmheimur nokkrar þær stundir, að haldin augu opnast, og öllum er 1 jóst, að band bræðralags og kærleika á að knýta saman mannanna börn. Ennþá gerast kraitaverkin. Þessara guðsgjafa höfum við notið á hverju ári líís okkar. Ein- hverjar fegurstu minningarnar, sem í hugskotinu búa, eru þær, sem tengdar eru jólunum, þegar við vorum börn. i „Þau lýsa fegurst, er lækkar sól, í blámaheiði mjn bernsku jól.“ Við munum hvernig eftirvænt- ingin og þráin eftir komu þeirra fyllti hjörtu okkar. Vikurna.r voru taldar og hvílíkur fögnuður þegar hægt var að reikna í dögum. — Margt var það i jólaundirbún- ingnum, sem sífellt minnti okkur á nálægð þeirra, glæddi vonirnar og fögnuðinn, en kynnti um leið bál óróleikans í hugurium ungu. Lengi var timinn að líða. „En sífellt styttist við sérhvern dag. Og húsið fylltist af helgibrag.“ Að síðustu var svo talið í klukkustundum. Ogn fór þá stóri vísirinn hægt og sá litli virtist gjörsamlega standa í stað. En dropinn holar steininn. Sekúnd- urnar urou að mínútum, mínút- urnar að klukkustundum og loks var biðtíminn á enda runninn. „Að sjöttu stundu um síðir dró. Kveldið var heilagt, er klukkan sló. Þá hljóðnaði fólkið. Eg heyrði og fann, að ljóssins englar þá liðu i rann.“ Þaö ríkti friður og fögnuður, mildi og miskunnsemi, trú og kær- leikur yfir hugum allra á helgu jólakvöldi. Okkur fannst áreiðan- íega hlýrra inni af þessum sökum, og jólaljósin voru einnig bjartari og íegurri en öll önnur, þar sem kærleikurinn óf geislum sínum í skin þeirra. Gjafirnar glöddu hugann og iylltu hann þakklæti, og þó mátti engin þeirra verða til þess, að skyggja á gjöfina, sem góður Guð gat og öllum öðrum var dýrmæt- ari. Við höfðum eignazt lítinn, elskulegan bróður, sem okkur þótti svo undur vænt um. Við íundum að hann var nálægur, og við þráðum að veita honum gleði og auðsýna honum kærleika. Þeg- ar svo mamma eða amma sagði okkur að það gætum við bezt með því að vera góð og hlýðin börn og sýna mildi og mannúð, kærleika og hlýju öllu og öllum, hvernig var þá hægt að hryggja þennan bezta bróður með því aðbreytaöðruvísi? Þess vegna var reynt af alúð, og í ljós kcm, að nú var þetta auðveld- ara en endranær, þar sem bróðir- inn góði, fyrirmyndin fagra, var hjá okkur og hjálpaði okkur og studdi veika viðleitni okkar. Við fundum sárar en ella til með þeim, er sorgin særði og aumkuðum eirdæglega alla þá, er við böl bjuggu og við erfiðleika áttu að etja, vegna þess að við vissum að hann tók sárast til allra þeirra. Og við þráðum heitt að verða svo stór og sterk að geta boðið öllu böli mannheims byrg- inn og linnt þrautir, grætt sárin og þerrað burt öll sorgartárin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.