Dagur - 20.12.1958, Page 22

Dagur - 20.12.1958, Page 22
22 JÓLABLAÐ DAGS Nýlega fékkst góð sönnun fyrir fornum skógi á þessum slóðum. Upp kom, þegar skurðgrafa var að yerki, trjábútur, sem er 1 m. að um- máli. Sýnir það, að mikil tré hafa áður vaxið í Garðsárdal. Skóg þennan annast Skógræktar- félag Öngulsstaðahrepps síðan 1953. Vaglareitur á Þelamörk. Þar voru skógarleifar, sem girtar voru árið 1934 og hafa tekið mikl- um framförum á síðustu árum. — Reitur þessi er rúmlega 5 ha. að stærð og er búið að planta í hann um 10 þús. skógarplöntum. Skóg- rækt ríkisins tók við þessu landi fyrir nokkrum árum. Skógræktarfélag Tjarnargerðis. Tjarnargerði er á sérlega fögrum stað við Leyningshóla. Konur bif- reiðastjóra á Akureyri hafa unnið ])ar gott starf. Að stærð er landið um 7 ha. og var það friðað 1950. Búið er að planta í það að mestu, og fóru til þess um 10 þús. plöntur. Þar er sumarbústaður bifreiðastjóra við lítið veiðivatn. Skógræktarfélag Tjarnargerðis er ein af deildum Skógræktaifélags Eyfirðinga. Botnsreitur. Lárus Rist gaf Akureyrarkaup- stað jörðina Botn í Hrafnagils- ■hreppi. Þar er friðað skógræktar- land, 5,5 ha. að stærð, girt 1951. í hluta þessa lands liafa Rotaryfélag- ar á Akureyri annast gróðursetn- ingu. Búið er að planta 10—11 þús. plöntum. Skógarreitur hjá Dr ergasteini. Hjá Dvergasteini í Glæsibæjar- ltreppi er skógarreitur ungmenna- félags sveitarinnar, sem er ein af deildum félagsins. Þar eru nokkur þúsund trjáplöntur í uppvexti. Jónasarlundur. Jónasarlundur í Öxnadal hefur að nokkru leyti verið á vegum Skógræktarfélags Eyfirðinga, en er nti endanlega afhentur ungmenna- félögum í Öxnadal. Lundurinn var girtur 1951 og er tæplega 4 Iia. að stærð. Þar er búið að planta um 6 þúsund trjáplöntum. Skriðureitur í Hörgáitlal. Skriðureitur í Hörgárdal er 5 ha., girtúr 19.50, og búið að planta í hann 5 þús. plöntum. í Skriðu og Eornhaga eru hin frægu, gömlu reyniviðartré. Skógræktarfél. Skriðuhrepps hef- ur reit þennan. Iívammsreitur í Arnarneshreppi. Hvannnsréitur var girtur 1951, er 0,7 ha. að stærð og þar vaxa nú upp 22 þús. skógarplöntur. Fyrir nokkrum árum gaf Hannes bóndi Davíðsson á Hofi Skógrækt- árfélagi Arnarneshrepps heila jörð, Ásláksstaði II. Sii jörð er ekki heppileg til skógræktar og hefur fé- lagið selt hana og notað andvirðið til starfseminnar. Er Hvammsreitur á vegum þess, og nýlega hefur Hannes gefið félaginu landspildu skammt frá Hofi, sem verður frið- uð við fyrstu möguleika og tekin til skógræktar. Litla Arskógsreitur. Við Þorvaldsdalsá er lítill skógar- reitur á fögrum stað. Hann er 3 ha. og girtur 1951. Þar er nær full- plantað. Skógræktarfélag Árskógs- strandar sér um hann og hefur í hyggju að taka meira land til skóg- ræktar. Kvíabekkjarreitur. Að Kvíabekk í Ólafsfirði er 1,3 ha.skógarreitur, girtur 1950, og bú- ið að planta' í hann 0 þús. trjáplönt- um. Skógræktarfélag Ólafsfjarðar er ýngsta deild félagsins og sér um þennan stað. Grundarskógur. Grundarréitur hefur alltaf verið á vegum Skógræktar ríkisins frá stofnun hennar fyrir rúmlega hálfri

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.