Dagur - 20.12.1958, Side 30

Dagur - 20.12.1958, Side 30
30 JÓLABLAÐ DAGS Ég var líka einu sinni á „Hektor“ með Jakobi skipstjóra Jakobssyni. Þá bar svo við, að okkur hrakti undan ís inn á Norðurfjörð á Ströndum. Skipið festist í ísnum og við sáum fram á, að við yrðum að hýrast þarna lengi. Svo fór, að vistir þrutu. — Fleiri skip lágu þarna föst í ísnum og var eins ástatt fyrir þeim öllum. Vistirnar voru þrotn- ar. Varð það að ráði, að meiri hluti hverrar skipshafnar legði land undir fót og færi gangandi til Eyjafjarðar. — Þrír menn skyldu vera eftir á hverju skipi, og skyldu þeir gæta þeirra og verja eftir beztu getu. Ég var einn þeirra, sem heim skyldi ganga. Við fórum í smá hópum. í mínum hópi voru um 20 manns. Áður en við hófum gönguna, fékk hver okkar beinakex- köku og kaffigutl með. Of-fylli þyngdi því ekki göngumennina! Það var víst og satt. — Hjá Guðmundi í Ófeigsfirði fengum við skráp í skó. Tróðum við skrápnum í vasa okkar og jafnvel inn á okkur, milli fata. Við gengum oftast inn fyrir fjarðarbotna og óðum ár og læki, sem þá voru í vexti. Veðurheppn- ir vorum við, en aur og bleyta var á vegum, svo að þung var færðin. Alls staðar var okkur vel tekið, en þó sér- staklega á tveim bæjum. Við börðum að dyrum að Víðidalsá um kl. 2 að næturlagi. Þar var margt fólk í heim- ili. Ég held allt að 20 manns. Er ekki að orðlengja það, að fólkið gekk úr rúm- um sínum og eftir svo sem hálfa klst. vorum við háttaðir í hlýjum rúmum heimilismanna. — Eins minnist ég við- taknanna hjá Ragúel bónda, föður Jó- hanns kaupmanns á Akureyri. Þær voru svo framúrskarandi. — Þess vil ég geta, að við skiptum okkur niður á bæina, þegar þess var nokkur kostur. Eins forðuðumst við að níðast á fátæk- um heimilum. Einu sinni bar okkur þó að fátæklegum bæ. Við kvöddum dyra og kom húsfreyjan sjálf út til okkar. Tók hún okkur hið bezta og bauð okk- ur strax inn, og vann okkur hinn bezta beina. Ekki var þó hægt að segja, að vel stæði þar á. Húsbóndinn, maðurinn hennar, lá mjög þungt haldinn í lungnabólgu. — Gestrisnin íslenzka á sér vart marga líka! — Nú skal þessi ferðasaga ekki orðlengd. Þess eins skal getið, að eftir 9 daga göngu komum við heim til Eyjafjarðar, og töldum okkur sæla þess. ... Jú, annars, einu má ég ekki gleyma. — Sigurhjörtur bóndi á Urðum hafði einhvern veginn fi'étt til okkar, og vissi, er við vorum á leiðinni yfir Heljardalsheiði. Sendir hann okk- ur þá hesta, og urðum við því meira en lítið fegnir. Viðtökurnar á Urðum gleymast ekki. Manstu, Kristján, hverjir voru með þér á þessu sögulega ferðalagi? Ekki allg. — Þessa man ég: 1. Björn Helgason frá Hrísey. D. 4. júní 1923. Faðir Ingibjargar ljósmóður á Akureyri. 2. Einar Jónsson úr Svarfaðardal. — Hann og Björn Helgason voru miklir göngugarpar og könnuðu jafnan ár og læki fyrir hópinn. 3. Aðalsteinn Jörundsson frá Hrísey. Tengdafaðir Guðm. Guðlaugssonar á Akureyri. Mikill léttleikamaður. 4. Björn Einarsson Jónssonar (sjá nr. 2), nú á Siglufirði. 5. Jón Jónsson, faðir Abels og Tryggva, sem margir Svarfdælingar kannast við. Hann gekk alla leiðina á járnuð- um klossum (12—15 pd.). 6. Thcódór Jónsson frá Kofa. Býr á ísafirði. Vann þar lengi á skipa- smíðastöð. 7. Guðmundur Sigurðsson, nú á Hjalla við Dalvík. Blindur. Hér lauk samtali okkar Ki'istjáns. Ég þakka honum fyrir það, sem hann hef- ur sagt mér og bið hann um meira næst, en því svaraði hann fáu. Hann biður „Dag“ að flytja kveðju sína til allra gamalla samstarfsmanna sinna á sjónum, og ekki sízt ferðafélaganna. Kveðjunni fylgir innileg ósk hans um GLEÐILEG JÓL til þeirra Að lokum vil ég geta þess, að Krist- ján er að mestu hættur sjósókn, en stundar nú landvinnu. Kona hans, Þór- ey Friðbjörnsdóttir, sem enn er á lífi, er myndar- og dugnaðarkona. Eiga þau gott og myndarlegt heimili í Nýjabæ. Þau eiga 3 uppkomin börn: Dóttur, gifta á Siglufirði. og tvo sonu, og er annar þeirra stýrimaður. — Hafið kall- ar enn. Ungir menn heyra og hlýða og fylla í skörðin, sem eldri kynslóðin skipaði með miklum heiðri. Hafið er gullkista okkar. Ægir blái, Snælands sonum sýndu frægðarmynd. Heill þér! Bregztu ei voruni vonum, vertu’ oss bjargarlind! (Stgr. Th.). GLEÐILEG JÓL! BÓNDINN OG BREZKI EIERINN a & Milli Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar er jörð, sem Arnarnes heitir. Þegar brezka varnarliðið var að koma sér hér iyrir, fékk það auga- stað á Arnarnestúni fyrir tjaldstæði. I Arnarnesi bjó þá einsetuinaður og brást hann illa við kornu og er- indi Breta. Þeir skeyttu því engu og reistu tjaldbúðir sínar þar á túninu, svo sem þeir höfðu ætlað. Bóndi hafði þá í heitingum. Harin talaði ensku reiprennandi og var nokkuð kjarnyrtur við það tæki- færi. Þegar hinir brezku hermenn höfðu gist cina nótt á Arnarnestúni og vöknuðu af værum blundi um morguninn var óþefur mikill í lofti jafnt úti sem inni, sem þeim var lítt bærilegur. Bóndi hafði ekið skarni á hóla um nóttina, nýrri mykju, og meðal anriars breitt ltana umhverfis tjöld- in, svo að hvergi var hægt að stíga niður fæti. Fyxirliðinn réðist nú að bónda með óbóta skömmum og hótunum, en hann sinnti því engu og hélt áfram að teðja tún sitt. Eftir fáa dága tóku hermennirnir tjöld sín upp og héldu á brott. Þannig rak einyrkinn í Arnar- nesi brezka herinn á flótta.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.