Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 31

Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 31
JÓLABLAÐ DAGS 31 MAG.NÚS ÁRNASON: Gullnistið, sem týndist Svo bar við í Hólasókn í Eyjafirði kringum 1875, að hópur af ungu fólki fór í grasaferð í Sölvadal. Far- ið var um Hólahjalla., Meðal fólks þessa var stúlka ein, nýlega flutt í sveitina,, j.úlíana Jóns- dóttir að nafni. Hún \ ar lét’t í lund og skemmtileg í viðmóti, en talin fremur fljótfær. Hún var í bol eins og þá yar títt. Ferðin gekk vel og bár ekkert til tíðinda á leiðinni. Grösin voru' tínd við næturdögg. F.n þegar sól skein í heiði var hvílzt og einnig farið í leiki, því að lund- in var létt. En eitt sinn ,þegar leik- ur stóð sem hæst, varð Júlíana þess vör, að hún hafði tínt gullnisti, gömlum ættargrip, sent hún bar á sér og þótti mjög mikils um vert. Leit var þegar hafin, en án árang- urs. Stúlkan var mjög sóxgmædd og gleðskapur féll niður og.brátt hélt fólkið heimleiðis. Mikið var rætt um hið liorfna nisti. Nokkru eftir þetta giftist Júlíana Jóni nokkrum, skagfirzkum manni, og voru þau síðan á mörgum bæj- um í Saurbæjar- og Hrafnagils- hreppi, oftast í húsmennsku. Ár- ið 1907 áttu þau heima í Ölvers- gerði í Saurbæ. Eitt sinn í ktddaveðri að vetri til kom jón heim úr ferðalagi og \ ildi kona lians taka vel á rnóti honuin, setur pott á hlóðir og glæðir eld- inn. í pottinn setti hún svo sviða- ost súran, vænan bita. svö að nota- legra yrði í munni. Fljótt glaðnaði undir pottinum og ætlaði konan þá að færa ostinn upp úr. Brá lienni Iteldur en ekki í brún er hún fann ekki ostinn. Hugði hún að einhver hefði gerzt fingralangur og krækt í bitann. Rann henni í skap gekk til baðstofu og sagði tíðindin. Þá var hlegið og fékk hún eklu önnur svör. Þá reiddist húsfreyjan fyrst fyrir alvöru og var hún gus.tmikil, er hún gekk fram úr baðstofunni og skellti lnirð svo fast á hæla sér að luisið skalf. Þá datt fúin fatadrusla niður úr baðstofustrompnum. Einhver tók hana til handaigagns. Þá iéll eitt- hvað á gólfið. Þegar betur var að gáð, var þar kornið gullnistið góða, sem týndist á grasafjalli fyrir utn það bil 3,0 árum. Það kom í Ijós, að hin fúna flík, sem troðin hafði verið upp í bað- stofustrompinn í Ölversgerði, var gamli bolurinn hennar Júlíönu, er húivbar í grasaferðinni í Sölvadal, þótt naumlega væri hann þekkjan- legur. Ættargripurinn liafði leynzt þar öl 1 þessi ár milli fóðurs og ytra bo.vðsins. Furðulegt má þ.að lieita, að gamli bolurinn og gullnistið, sem eitt sinn prýddi hina ungu konu í Evja- firði, skyldu eiga'30 ára santleið og aldrei \erða viðskila \ ið eigandann í mörgum búferlaflutningum bæja og sveita á milli, og ennfremur það, að nistið skilcli nokkru sinni finn- ast. En mikil var gleði Júlíönu húsfreyju. er gamli ættargripurinn lá á ný í lófa hennar. Heimildarmaður minn að þess- ari frásögu cr Júlíus heitinn Gunir- iaugsson frá Hvassafelli og fleiri. - LJÓSIN SLOKKNUÐU (Framhald af bls. 27.) burtu og skerpir vitundina um veruleik næturinnar, þá kemur þetta aftur yfir mig. Gakktu út í rökkurkyrrð kvölds- ins. Þú munt linna til sællar full- nægingar í vissunni um, að hið ókunna er enn þarna, óbreytt af sókn og þróun mannverunnar um þúsundir ára. Við höfum ekki glat- að liinum heiminum. Hann er Jrar enn og bíður okkar. Við þurf- um aðeins að endurheimta hann. Finna hann á ný. (JJelgi Valtýsson pýddi.) List með hraði. Tveir hópar (eða fleiri) keppa. Sendir hvor um sig fram til keppni „listamenn“. Stjórnandi ieiksins hvíslar dýraheiti eða nafni á ein- hverjum hlut að hvorum kepp- anda. Þeir flýta sér til sinna manna og byrja jafnsnemma á að teikna jvað, sem stjórnandinn hvíslaði. Um leið og hópurinn sér, livað Jrað er, sem keppandinn teiknar, þá kaiiar hann upp orðið — alljr í einu — og hefur sá flokkur unnið, sem fyrr verð.ur með Jrað rétta. Næst eru svo send.ir fram aðrir ,.listamenn“, þangað til allir hala keppt. Ha, ha! Þátttakendur sitja í hring. F.inn byrjar og segir: ,,Ha.“ Sá næsti seg- ir: „Ha, ha,“ og Jrannig gengur ]>að hringinn, að hvcr og einn bætir við einu ha-i. En Jretta verður að gerast með alyörusvip. Sá, scm hl.er eða brosir, er úr leik.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.