Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 28

Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 28
28 JÓLABLAÐ DAGS VALD. V. SNÆVARR: ÞEIR HEYRÐU KALLIÐ OG HLÝDDU ÞVÍ Gegnum haíið hranna blárra hrópað tíðum var: „Fetið, niðjar, feðra hárra feril út á mar.“ — (Stgr. Th.). SVO SEM KUNNUGT ER, leituðu bændur í Svarfaðardal sér bjargræðis úr sjó vor og haust.Þeir, sem bezt voru stæðir, áttu sjálfir báta, og var bátun- um haldið út til fiskifanga frá Böggvis- staðasandi, þar sem nú er kauptúnið Dalvík. — Alllöngu fyrir síðustu alda- mót höfðu bændur úr sveitinni reist sér verbúðir á Sandinum. Verbúðir þessar voru byggðar úr torfi og grjóti, og sjálfsagt misjafnlega vel gerðar og vistlegar. í þeim var beitingarrúm og veiðarfærageymsla, en fiskurinn var geymdur í hjöllum. Svo héldu báts- hafnirnar til í búðunum, mötuðust þar og sváfu. — Um þessar mundir tókir einstaka menn að gera sér húsnæði til ársvistar á Sandinum. Sennilega hafa íbúðir stundum verið gerðar í vei'búð- unum, sem menn létu sér nægja til bráðabirgða, og ef til vill kann ein- hverri búðirini að hafa verið breytt í íbúðarhús. En fyrstur þeirra manna, er settust að á Sandinum, byggði Jón Stefánsson, síðar póstafgreiðslumaður, sér íbúðarliús úr tinibri. Var það kall- að og kallast enn Nýibær. þó að nú sé það orðið nær scxtíu ára gamalt. Áður bjuggu þau hjón, Jón og Rósa Þor- steinsdóttir, í torfbæ, sem á sínum tíma var líka nefndur Nýibær. Bæ þann höfðu byggt þeir Jóhann Guðmundsson frá Hamarkoti og Halldór, bróðir hans, en síðan selt Jóni Stefánssyni. Hann endurbætti bæinn mikið, áður en hann flutti þangað, 1887, enda var hann góð- ur smiður, ásamt fleiru, sem honum var til lista lagt. En — þetta var nú útúrdúr, — en hcim að Nýjabæ er nú ferðinni samt heitið. Þar býr einn sona þeirra, Jóns og Rósu, — Kristján Eld- járn, fæddur 24. september .l8í)l. Kristján E. Jónsson er einn af hinum eldri sjómönnum Dalvíkur, — og einn af þeim fáu hákarlamönnum, sem þar lifa enn. Hann er maður viðmótsgóður og viðræðugóður. Hann er vænn á all- an vöxt. Það er eitthvað ti'ðustlegt og geðþekkt við hann. Ég hygg líka, að mér sé óhætt að fullyrða, að hann eigi vinsældir allra þeirra, sem með honum hafa verið og eru, og því meir, sem þeir þekkja hann betur. Hann er verkmaður góður og sérstaklega verklaginn. Hann er „maður starfsins“ og unir því bezt, að hafa eitthvað að gera, en vel kann Krislján E. Jónsson. hann þó að gera sér dagamun. Eftir því sem ég bezt veit, hefur Kristjáni verið margt vel gefið, bæði til sálar og lík- ama. Hann er maður gætinn og hugsar vel sitt ráð. Framúrskarandi veður- glöggur og kemui' sá eiginleiki sér oft vel á sjónum. Hann er einnig afburða skytta. Munu færri hér um slóðir hafa slyngari reynzt í þeirri grein. Glímu- maðui' var hann hinn ágætasti. Munu fáir hafa fellt hann, en hann felldi flesta, sem við hann áttu leik. — Þá lék Kristján afburða vel fyrir dansi á har- monikku. Sjálfur minnist ég þess glöggt, að á dansleik einum fyrir nokkrum árum, þótti nokkuð skorta á fjör og dansgleði. Var, ef ég man rétt, hljóðfæraslættinum kennt um. Af til- viljun bar mig að danshúsinu. Ég hitti Kristján þar að máli. Allt í einu tekur hann snöggt viðbragð, bregður sér upp á leiksviðið, tekur harmonikku og fer að spila. Var þá ekki að sökum að spyrja: Fjör færðist heldur betur í dansinn, svo að mér þótti nóg um. Víst er það, að eigi þurfti að kvarta um „daufan dansleik“, mcðan Kristján spilaði. — Þá minnast eldri sjómenn hans oft sem frábærs fiskimanns. Þeir segja, að alltaf hafi Stjáni dregið fisk á færi, þó að aðrir hafi ekki orðið varir, sem stóðu þó honum til beggja handa. Hann var jafnan „hæstur í drætti", eins og þeir orða það. Lesendur góðir. Við kveðjum nú dyra hjá Kristjáni, og er okkur strax boðið inn. Húsbóndinn er að vanda glaður og reifur. Ég lýsi erindi mínu. Segi honum, að ég vilji fá efni í grein um hann fyrir eitt Akureyrarblaðið. Því tekur hann fálega í fyrstu. Ég kemst skjótt að því, að hann er dauð- hræddur við — prentsvertuna! Ég læt það ekkert á mig fá, en tek strax að spyrja hann í þaula. Hve gamall varstu, þegar þú tókst að stunda sjómennsku fyrir alvöru? Ég var á 15. árinu, þegar ég réðist fyrst í hákarl á þilskipi, en áðui' hafði ég lítillega róið til fiskjar frá Sandin- um heima. Og á hvaða skipl og með hvaða skip- stjóra? Skipið var frá Akureyri og hét „Áki“. Skipstjóri var Oddur Þorsteins- son frá Hringsdal. Flestir skipverjanna voru af „austurlandinu“. Tveir Svarf- dælingar voru þó þar, — þeir Zóphoní- as Jóhannsson stýrimaður, sem enn lif- ir hér, og Gunnlaugur Sigurðsson frá Kofa. Skipstjórinn og öll skipshöfnin reyndist mér sem beztu bræður, svona ungum og óvönum sjóvolkinu. Ég minnist þeirra allra með heitri þökk, og skipstjórans ekki sízt. Hvílíkur ágæt- ismaður! Hvílík skipshöfn! Ilvernig var aðbúðin á skipunum þá? Hún var misjöfn, eins og skipin sjálf

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.