Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 8

Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 8
8 JÓLABLAÐ D AGS Sveinn Sæmundsson: UPP VIÐ — Þið verðið að sætta ykkur við, að ég rná ekki selja einn einasta sjúss fyrr en klukkan fimm, — lög- in, maður minn. — Þeim verða allir að lilýða. Gamli barmaðurinn stóð fyrir innan lúguna í reykstofunni og virti fyrir sér gestina, sem á seinni tímanum liöfðu tín/.t utan úr skóginum og neðan frá vatninu. Það voru einnig borð á veröndinni fyrir framan hótelið, og þar var fjölmennt í forsælunni. Um leið og klukkan sló firnrn, tók gamli barmaðurinn til við veit- ingarnar og lét ekki iiitann á sig fá, klæddur pilsi og þykkum jakka, með flókahatt á höfði. — Og hvað var það fyrir konuna í græna kjólnum? — Límonaði og sódavatn. — Þar kom að því, að einhver vildi annað en viský. Fyrir framan hótelið stóðu bíl- arnir í röðum á hlaðinu, og þar sem því sleppti, trjálundur og brekkan niður að vatninu. Loch Lomond, stillt eins og í kvæðinu, og silfurblátt í miðið, en spegil- myndir skógivaxinna fjalla nær landi. Ösin í reykstofunni var að fjara út og þeir á veröndinni höfðu einnig fengið í glösin. — Hvað vilt þú þarna nreð myndavélina? — Eitthvað skozkt, annað en viský. — Sá er skrítinn, hvaðan úr ver- öldinni ert þú? — Frá Islandi. — Það er hreint ómögulegt. F.g man aldrei eftir neinum íslendingi á reykstofunni hérna á Arms. — Þá er hér sá fyrsti. Á eftir kom gamli McCorinick út á veröndina og vildi fá að vita sitthvað um ísland. Það er annars skrítið, sagði hann, að engir íslend- ingar skidi koma liingað upp að Loch Lomond, eða að minnsta kosti ekki hingað upp til Ardlui. Hérna væri þó fallegt, sagði hann. Um það bæri öllum saman. Hann spurði hvort við hefðum farið víða og hvort þessi staður væri ekki með þeim fegurri? Sjálfur hafði McCormick verið í siglingum á yngri árum, en eftir að hal'a búið í Vesturheimi, sneri hann lieim til æskustöðvanna, og þar sagðist hann hafa fundið sjálfan sig að nýju. — Hótelið hérna er ekki lengur nýtízkulegt, sagði gamli maðurinn, en hér fer vel um géstina og þeir fá gott að borða, og er Jjað kannske ekki aðalatriðið? Upphaflega var hér veiðimanna- kofi, en nú er langt síðan, og Jrá voru skógarnir víðáttumiklir og þar mátti reika dögum saman í leit að bráð. Síðar voru skógarnir höggnir og lítið um villidýr, en ennþá eru afgirt skógarbelti, sem vitna um mikilfengleik þess sem var, sagði gamli maðurinn, er hann l^enti á hávaxin tré, sem stóðu handan vegarins, sem liggur norð- ur í fjöllin. Það var annars skrítið, live fáir íslendingar koma hingað upp til Loch Lonrond, hafði gamli maður- \

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.