Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 20

Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 20
20 JÓLABLAÐ DAGS ERLINGUR ÐAVIÐSSON: Gengið um friðuð arlönd Eyfirðinga RÚM HÁLF ÖLD er liðin frá því að lög voru sett ura skógrækt og varnir gegn gróðureyðingu. — Mestan heiður af setningu þeirra á Hannes Hafstein og hvatningarl jóð hans um komandi skóga á Islandi hljóma enn og auka trú á hið erfiða en göfuga verkefni okkar og fram- tíðarinnar að klæða landið að nýju. Vonir manna um skóg á íslandi hurfu aldrei að fullu. Þær lifðu eins og lágvaxnar leii'ar birkiskóg- anna. Og þær hafa vaxið mjög í seinni tíð og orðið að vissu, jafn- ldiða því sem við auga blasa þrótt- mikil tré í friðuðum skógarreitum. Síðustu daga og vikur slær haust- fölva á fandið. Gróðurinn býr sig undir vetrardvalann, laufið fellur af trjánum. En það er fróðlegt að litast um, áður en fy'rsti vetrarsnjór- inn fellur, og eiga þá dagstund með skógarverði Eyfirðinga, Ármanni Dalmannssyni. Enginn getur lokað augunum fyrir því lengúr, að hér á landi geta tnargs konar trjátegundir þrifizt vel og náð miklum jrroska, því að þetta er þegar orðin staðreynd á nokkrum stöðum. Hin gamla van- trú er Jress vegna horfin. Skógarvörður í Eyjafirði. Ármann Dalmannsson, skógar- vörður, er framkvæmdastjóri Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga og einnig stærstu deildar þess, Skógræktarfé- lags Akureyrar. Þá er hann trúnað- armaður Skógræktar ríkisins hér við Eyjafjörð og framkvæmdastjóri uppeldisstöðvar Skógt'æktarfélags Eyiirðinga. Hjá Ármanni lékk ég góða fvlgd, aukna tni á skógrækt og eins konar yfirfitsskýrslu um skógræktarmálin í sýslunni. Á hverjum stað hafði hann margt að segja, sem hér er of iangt mál að rekja. En óhætt er að segja það, eftir skoðun nokkurra gróðurreita, að bæði lauf- og barr- viður bera handleiðslu skógarvarð- arins gott vitni. Skógræktarfélag Eyfirðinga. Skógræktarfélag Eyfirðinga sá, að uppeldi skógarplantna ;i félags- svæðinu myndi happadrjúgt til efl- ingar skógræktinni. Sú starfsemi hófst í smáum stíl árið 1947. Upp- eldisstöðin er í Kjarnalandi, innan- vert við kaupstaðinn. Þar er frið- sælt, breytilegt landslag og víða riijög frjór, jarðvegur. Þar er rétt biiið að leggja síðustu hönd á hauststörfin og bria allt undir vet- urinn. Allt er snyrtilega umgengið, skjófbelti skýla ungplöntunum, sem skipta hundruðum þúsunda. Áætlað er að um 50 þúsund trjá- og' garðaplöntur vcrði þarna til söl u og gróðursetningar næsta vor. Hluti þessarar uppefdisstöðvar er í gömlu Gróðrarstöðinni og nýtur þar liins stórvaxna trjágróðurs, sem gefur skjól í öllum veðrum. Gaman er að bera saman litlu plönturnar í fræbeðunum, við beinstofna og há- vaxin tré sömu tegundar allt í Artnann Dalmannsson skógarvörður meelir árssproia skógarfurú í Vaðlaskógi. (Ljósm. E. D.). . kring. Gróðrarmátturinn er mikill, en mánnshöndin verður þó að hjálpa til. Skógræktarfélag Eyfirðinga hef- ur 20 ha. land í Kjarnalandi. Þar er auk uppeldisstöðvarinnar, nýr skóg- ur að vaxá upp á stórum svæðum og um 40 þús. plöntur gróðursett- ar. Eélagið gróðursetti sl. vor 80 þús. plöntur á ýmsum stöðum, þar af 11 þús. birkiplöntur. Skógræktarfélag Akureyrar. Skógræktarfélag Akureyrar á samliggjaridi land, sem nær suður að norðurmörkum Hrafnagils- hrepps. iÞað er 86 ha. að stærð og nær frá þjóðveginum og allt upp að kfettum ofanvert við bæinnHamra. Fyrsta verk jress var að planta birki- skógarbelti meðfram Eyjafjarðar- braut ásamt fleiri trjátegundum. — Þetta var gert vorið 1952. Lítið hef- Ltr borið á þessum gróðri þar til nú í.sumar. Innan fárra ára verður þetta skógarbelti hið fegursta og mun setja sérstakan svip á hina fjöl-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.