Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 9

Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 9
JÓLABLAÐ DAGS 9 inn sagt, og ei’tir að liai'a siglt upp eftir vatninu, alla leið frá Ealloch, með viðkomu á fjórum stöðunr, senr allir voru hver öðrum fegurri, hlaut maður að taka undir það með honum. Fyrr um daginn, er við kotnum inn á Queen Street járnbrautarstöð- ina í Glasgow og biðum lestarinnar í saggalykt rigningarblautra yfir- liafna, var útlitið allt annað en glæsilegt, og það var ekki útlit fyr- ir að veðurguðirnir yrðu okkur hliðhollir og að við fengjum að sjá „The bonny bonny banks of Locli Lomond“ í sólskini. Það var líka þröngt í lestinni og saggaloft og sólin lét ekki sjá sig fyrr en lestin var hálfnuð til Balloch. Þar gengum við um borð í skip, senr siglir áætlunarferðir eftir vatninu og heitir Maid of the Loch. Maid of the Loclr er hjólaskip og ekki sérlega nýtízkulegt að sjá, en það er smíðað fyrir einum þrenr árum síðan, er 550 lestir að stærð og tekur eitt þúsund farþega. Það kom síðar í Ijós, að um borð voru lrinir ágætustu matgerðarmenn og veitingasali ýmiss konar er þar að finna. Uppi á þiljum er reyksalur og þar jafnframt vínstofa skipsins. Undir þiljum eru kaffistofur og matsalir, en bryti hafði bækistöð sína á aðalþilfari og seldi þar ávís- anir á matinn. Loch Lomond er breitt syðst og umhverfið lágar, skógivaxnar hæð- ir, en vatnið mjókkar er norðar dregur og fjöllin hækka, og þar eru margar skógi\axnar smáeyjar, sem siglt er í miili. Fyrsti viðkomustað- ur skipsins var Rowardennan, en þar er stór lystibátahöfn og sumar- hótel. Farþegar komu og fóru, og jrað var stanzað rétt meðan þeir stukku í land ^ða út í skipið og svo var haldið af stað: Komið við í Tar- bet of Inversnaid og siglt fram hjá eyjunni Inchmurin og fram hjá Ben Lomond, hæzta fjallinu þarna á stóru svæði. Við sigldum með austurbakka vatnsins og sáum greinilega raf- orkuverið í Inveruglas, sem stendur niður við Loch Lomond, en vatnið, sem knýr þetta orkuver, er tekið úr vatninu Loch Sloy, senr er uppi á fjalli og jarðgöng fyrir það eru meira en ein og hálf míla á lengd. Það voru allmargir skátar meðal farþega á skipinu og þeir minntu nrann á egypskan svings, sem eins og kunnugt er, var samsettur af manni og ljóni, en þeir hérna voru klæddir skátabúningi að ofan, en í pilsum. Þeir voru fróðir um landið og vissu margt úr sögu þess: Einu sinni höfðu norrænir víkingar komizt alla leið í næsta l'jörð, sögðu þeir. Þetta var árið 1260, og víking- ar höfðu lent í sjóorrustu við lands- rnenn og skijrin Iirakti inn fjörðinn án þess að þeir fengju rönd við reist og þeir strönduðu í fjarðar- botninum. Víkingarnir voru verstu menn, sögðu skátarnir, og þeir sögðust vona að Islendingar hefðu fyrir löngu lagt niður þann sið, að ganga á land í Skotlandi og ræna konum. Við sögðum þeinr að Islendingar væru ennþá herskáir, og að þeirn væri hollast að koma sér úr pilsun- um, svo að þeim yrði ekki rænt í misgripum. „Maid of the Loch“ bar okkur norður yfir vatnið, fyrir skógi vax- in nes og fram hjá eyjum. Við fór- um víða nálægt landi og í'ólkið, sem var á bílunr, einnig á norðurieið, veifaði til okkar, en þar senr nes sköguðu út í vatnið og vegurinir hvarf okkur um stund, voru tjald- lniðir sumargesta, senr nutu sólar og busluðu í vatninu og líka þeir veifuðu til okkar á skipinu, og það var nrikið skvanrp og lrlátrar er öldugangurinn frá skipinu barst upp í fjöruna til þeirra. Mávurinn var aðgangsharður og flaug í stórunr hójr á eftir skijrinu og yfir því og fólkið, senr stóð við borðstokkinn, kastaði til þeirra Sumarhútel við Loch Lomoncl.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.