Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 23

Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 23
JÓLABLAÐ DAGS öld. En um síðustu aldamót var, fyrir forgöngu dansks sjóliðsfor- ingja, kaptein Ryders, hafin tilraun með trjárækt á nokkrum stöðum á landinu. Hafði Ryder aflað sam- skotafjár í jsessu skyni. >Var liafizt handa með að afgirða nokkra liekt- ara á hverjum stað: að Þ.ingvöllum, við Rauðavatn, að Grund í Eyja- firði og að Hallormsstað: Magnús Sigurðsson, bóndi á Grund, lét af hendi landspildu í Grundarlandi 1899. í alla þessa reiti.vóru gróður- settar innfluttar trjáplöntur. Um þessar byrjunartilraunir segir Ein- ar Helgason, garðyrkjufræðingur, í stuttri skýrslu í Búnaðarritinu 1899: „Þótt svo fari, sem búast má við, að þessar tilraunir / mistakist, þá er það engin sönnun fyrir því, að trjárækt geti ekki heppnast hér á landi. Það hefur í öllum löndum gefizt illa að fly-tja plöntur langar leiðir að og gróðursetja í annað og kaldara loftslag. Vér verðum að haga trjáræktartilraunum þannig, að sá fræi og ala plönturnar hér upp.“ Aðaltegundin í Grundarreitnum er fjallafura. Er hún fremur lágvax- in trjátegund, en mjög greind eins og runnar. Hæstu trén þar eru lerki, en álitlegasta tegundin er lindifura. Eru um 100 tré í reitnum al' þeirri tegund og öll með þráð- beinum stofni. Það hæsta'er nú um 7 m. Árið 1953 var reiturinn stækk- aður um fullan helming og er nú búið að gróðursetja í töluverðan hluta þess, er við var bætt, og einn- ig hefur verið gróðursett í eldri reitinn á nokkrum stöðum, síðan farið var að grisja þar, Fyrstq sáning trjáfræs. Árið 1900 var girtur reitur á bæj- arlóð Akureyrar sunnan ;við gömlu kirkjuna. Var reiturinn um 500 íerlaðmar. Átti reiturinn að vera vísir að tilraunastöð lyrir trjárækt. Skyldi gera samanburð á þeim teg- undum, sem von væri til að gætu þrifist hér. Var þá um vorið sáð trjáfræi í reitinn og gróðursettar trjáplöntur, scm útvegaðar höfðu verið frá Noregi og Danmörku. — Byrjað var á þessu fyrir tilhlutun Páls Briems amtmanns, sem í sam- ráði trið Sigurð Sigurðsson, þáver- andi skólastjóra Bændaskólans á Hólum, kom verkinu í fram- kvæmd. Sigurður sá um girðingu stöðvarinnar, undirbúning jarð- vegsins, fræsáningu og gróðursctn- ingu fyrsta árið, en eftir það hafði J. Chr. Stephánsson, timburmeist- ari, er bjó í Aðalstræti 52, umsjón með stöðinni. Voru aldar þar upp þær plöntur, sem gróðursettar voru í Gróðrarstöð Ræktunarlelags Norðurlands, eftir að félagið var stofnað 1903. Árið 1908 var svo Ræktunarfélaginu afhent stöðin til eignar og umráða. Nú er þcssi reit- ur eign Balduins Ryel, kaupmanns, er byggði íbúðarhús sitt í brekk- unni vestan við hann. Hæstu trén í þessurn trjárcit eru nú um 10—11 m. í Gróðrarstöðinni er töluvert af barrtrjám af svipaðri hæð. Auk þess, sem hér er upp talið, eru svo allmargir reitir einstakl- iga, sem hér yrði of langt mál upp að telja. Okkar hlutur er of smár. Fyrstu gróðursetningarárin var mest plantað af birki, en síðustu árin mun meira af barrtrjám, svo sem áður segir. Meginið af allri þcirri gróðursetningu er unnið í sjálfboðavinnu, og var aldrei eins mikil og sl. vor. Er Árrnann mjög þakklátur öllum þeim mörgu, scm hafa stutt félagið með vinnu sinni og á ýmsan hátt. Af þessu yfirliti er ljóst, að tölu- vert er unnið að skógræktarmálum hér við Eyjafjörð. Þúsundir trjáa vaxa þar upp, sem áður var klæð- laust og bert. En þótt þessir skógar- reitir séu samanlagt nokkuð stórir, eru þeir ekki nema örlítið brot hins (Framhald á bls, 26.) Hér eru ltotaryfélagar að gróðursetja trjáplöntur i Botnslandi. Meðal þeirra eru: Eð- varð Sigurgeirsson, Guðlaugur Friðþjófsson, Jóhann G. Benediktsson, Jón E. Sigurðs- son, Árni Jóhannessson, Pétur Sigurgeirsson, Jóhann Erimann, Jaliob Frimannsson, Baldur Halldórsson, Guðmundur Karl Pélursson, Ingi Hansen, Olafur Jónsson, Gunnar Schram, Helgi Trygguason o. fl. — Ljósm. E. D.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.