Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 5

Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 5
JÓLABLAÐ DAGS 5 En einhvern veginn fannst mér með- ferðin á mér vera þannig, að þessi skylda var heldur óljós fyrir mér. Einu sinni áræddi ég að segja föður Þórðar frá því, að mig langaði til að læra járnsmíði.' Þá hvessti karl á mig augun og spurði hver fjandinn hefði komið þessari flugu inn í höfuðið á mér. Þetta hlyti að vera einhver, sem öfundaði Þórð af því að hafa mig. „Ja, þú að læra járnsmíði,“ sagði hann með fyrirlitningu. Nei, ég skyldi heldur reyna að eignast nokkrar kindur og heyja handa þeim einhvers staðar á sunnudögum á sumrin, og síðar, þegar ég væri orðinn duglegri, tæki Þórður kannski af mér kindur, þó að í raun- inni ætti ég helzt af öllu að vinna kauplaust hjá honum einhver ár eftir ferminguna. Þetta voru nú heilræði gamla mannsins. Ég man, hvað mér leið illa, þegar þú fórst burtu frá Bakka, og mikið öfundaði ég þig, þó að ólíku væri saman að jafna, þar sem þú varst hjá.góðum foreldrum, en ég var eins og kúgaður þræll og aldrei var sagt við mig hlýlegt orð. Svo var það vorið, sem ég varð sextán ára, að smiður nokkur var um tíma í Nesi við ýmsar lagfæringar. Ég hélt mig mikið að honum, því að hann var mér mjög vingjarnlegur og sagði mér ýmislegt um smíðar og áhöld. Drakk ég það allt í mig með mestu áfergju. Fannst mér sem þá opnaðist fyrir mér nýr heimur. Meira að segja fékk ég stundum að grípa í hefil eða sög hjá smiðnum og kvað hann mér farast það vel og væri ég líklega smiðs- efni. Og eitt sinn lét hann þau orð falla við hjónin, að ég ætti að læra að smíða. Sýndist mér þau ekkert verða hýr á svip við þá fregn og Þórður sagði, að þó g'ætu nú flestir lært að smíða og frænka tók í þann streng, eins og vant var, ef ég var eitthvað lítilsvirtur. Eftir nokkurn tima fór smiðurinn frá Nesi og saknaði ég hans mjög. Honum var það að þakka, að nú var ég hálfu ákveðnari en áður að komast burtu fyrr eða síðar og reyna að ná því marki, er hugur minn stefndi að. Það er áreiðanlega meira virði en flest ann- að fyrir unglinga að fá réttmæta viður- kenningu fyrir hæfileika sína frá þeim mönnum, sem vit hafa á. Svo leið þetta sumar eins og önnur við miskunnarlausan þrældóm, van- þakklæti og ýmiss konar ónærgætni, meðal annars var ég oft hálfsvangur, þótt ekki væri það vegna skorts á mat- vælum, enda var gestum vel fagnað að vanda og ríflega borið á borð fyrir þá. Ég reyndi að vinna eins vel og ég gat, og höfðu nágrannarnir stundum orð á því, að ég væri meiri hamhleyp- an. En ég vissi aldrei, hvort það var skop eða alvara, því að hjónin spöruðu sér allt hrós í minn garð. Sumir ná- grannarnir drápu á það, að mikið mundi Þórði bregða við, ef ég færi frá honum, en ég lét sem ég heyrði það ekki. Veturinn eftir þetta sumar, sem ég minntist á núna síðast, kom Pétur móðurbróðir minn að Nesi. Hann átti heima á SiglufirSi. Frænka tók honum tveim höndum og bar gómsætar kræsingar á borðfyrir hann. Einnig sýndi hún mér óvanalega hlýju, gerði jafnvel að gamni sínu við mig og hældi mér á hvert reipi, þegar Pétur var viðstaddur. Sagði, að ég væri orðinn efnilegur piltur og mikið væru þau nú glöð yfir því, hvað vel þeim hefði tekizt uppeldið á mér. Ég hafði hinn mesta viðbjóð á þessu rausi henn- ar, því að mér var ekkert nýnæmi að heyra fagurgala hennar og falsræður, þegar hún hélt að hægt væri að villa einhverjum sýn. Eitt kvöldið gat ég talað dálítið við Pétur frænda án þess að aðrir vissu og sagði honum hvernig ævi mín væri og að ég vildi umfram allt komast eitthvað burtu og helzt af öllu að læra járn- smíði. Pétur kvaðst vera búinn að sjá gegnum sakleysisgrímuna á frænku. Hann sagðist líka svolítið hafa kynnzt henni áður en hún giftist Þórði og léti hún sér ekki allt fyrir brjósti brenna, ef svo bæri undir og hún sæi sér ein- hvern ávinning í því. Skildist mér, að hann ætti þar við ástamálaferli hennar, en ég grennslaðist ekki eftir því frekar. Það skipti mig engu. Hitt var mitt áhugamál að vita, hvort Pétur frændi mundi vilja eða geta hjálpað mér til þess að komast brott af þessu heimili. Hann sagðist vera fús til þess. Ég spurði þá, hvort hann héldi ekki, að þau yrðu honum reið, ef hann færi að blanda sér í þetta mál. Hann sagðist láta sér það í léttu rúmi liggja og eig- inlega þætti sér vænt um að geta hefnt sín ofurlítið á Málfríði. Það væri eins og að slétta yfir gamla skuld. Ég fór þá að spyrja hann nánara út í það, en hann kvað mig ekki varða neitt um það, og aldrei hef ég komizt á snoðir um neitt það síðan. Endirinn á samtali okkar var sá, að Pétui' sagðist ætla að tala við þau hjónin áður en hann færi og líka að hjálpa méi' eitthvað áfram, ef ég kæmi til Siglufjarðar. Og þetta kvöld háttaði ég sælli og glaðari en ég hafði nokkurn tíma verið, síðan ég fór frá mömmu. Nú eygði ég hið langþráða takmark og sýndist veg- urinn framundan beinn og greiður. Morguninn eftir komst ég að því, að Pétur ætlaði að fara þann dag. Nú greip mig allt í einu áköf löngun til að heyra samtal hans við hjónin, en vissi ekki hvernig það mætti verða. Um síðir datt mér þó ráð í hug. Ég bjóst við að samtalið færi fram inni í stofu, en við hliðina á henni var kompa, sem ég svaf í, og var þunnt þil á milli. Með því að leggja eyra við þilið mátti nokkurn veginn heyra hvað talað var í stofunni. Ég hélt mig því sem mest í kompu minni fram eftir morgninum. Allt í einu heyrði ég, að farið var að tala saman í stofunni, og skildi brátt, að ég var umræðuefnið. Ég þrýsti mér að þilinu svo fast sem ég gat og heyrði þá að Þórður sagði: „Ég veit ekki, hvað hann á að gera með að læra að smíða, því að ég hef aldrei séð, að hann gæti tálgað hrífutind, hvað þá meira.“ Svo heyrði ég að Pétur sagði: „Hann hefur einlægan vilja á því, og unglingar, sem hafa sterkan vilja, geta oft komizt ótrúlega langt.“ Þá heyrði ég, að frænka sagði eitthváð á þá leið, að það væri ekki satt að mig langaði til að læra neitt, hvorki smíðar né annað, heldur segði ég þetta til þess að geta komizt í burtu, því að í raun- inni væri ég frábitinn vinnu, þó að þau hefðu með lagi getað haldið mér ofur- lítið að henni hingað til. Og það væri skammarlegt af mér að vilja fara frá þeim, sem hefðu tekið mig til sín ósjálfbjarga og fætt mig og klætt til þessa dags. Og seinast sagði hún: „Og mér finnst þú gera það reglulega illa, Pétur, að koma hingað til þess að styðja hann í þessari ósvífni." Það var greinilegt, að frænka var mjög reið. En á Pétri var ekkert lát. Ég heyrði, að hann sagði: „Ég trúi því ekki, að þið sýnið þann ódrengskap að standa í vegi fyrir gæfu drengsins, það hefði þá verið sæmra fyrir ykkur að taka hann aldi'ei, ef tilgangurinn hefur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.