Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 29

Dagur - 20.12.1958, Blaðsíða 29
JÓLABLAÐ DAGS 29 og allur útbúnaður þeirra. En meðan maður er ungur, er ekkert um það fengizt, þó að vistarverurnarséuþröng- ar og ekki beinlínis aðlaðandi. — Fyrir kom, að þilfarið lak, svo að rúmfötin blotnuðu og stundum flaut yfir lúkars- gólfið. — Víst vantaði mikið á, að skip- in væru sterk og vel útbúin, en menn fóru venjulega því gæíilegar, sem skipin voru lélcgri og verr úíbúin. Um öryggi var ekki talað og lítið hugsað, held ég. Því fór nú stunclum sem fór, — en það er nú önnur saga. Þú hælir skipstjórunum, — en hvað segir þú um kokkana? Þeir voru nú misjafnir, — stundum ágætir, en sumir hálfgildings „eitur- brasarar“. Á fiskiskipunum áttu þeir allt, sem þeir drógu. Sumir þeirra van- ræktu matargerðina, en stunduðu mest fiskidráttinn. Ég átti von á þessu. — En hvaða skip telur þú hafa verið ónýtast af þeim, sem þú hefur verið á? „Óðinn“ frá Seyðisfirði, eign St. Th. Jónssonar kaupm. þar. „Óðinn“ hefur upphaflega verið gott sjóskip, en var þá orðinn bi'áð-ónýtur. — Vertíðin endaði líka með ósköpum. Bæjarfóget- inn varð að skerast í leikinn. Þannig stóð á því, að við vorum þrír, sem drógum í félagi: Ég, Baldvin Guðjóns- son frá Mói og Hannes í Viðarholti í Glerárþorpi, og allir upp á „hálfdrátt“. Þegar vertíðinni lauk, vildi útgerðin ekki gefa okkur það verð fyrir okkar part, sem við þóttumst geta fengið. En einhver skuld var á fiskinum. Var okk- ur því hótað, að okkar partur yrði kyrrsettur til skuldatryggingar. En við borguðum skuldina, og þá sá bæjarfó- geti um, að okkar parti var skipt úr, og við fluttum hann heim til Dalvíkur og verkuðum hann þar og höfðum „gott upp úr því“. Flutti Þorsteinn Stcfáns- son, núv. hafnarvörðui' á Akureyri, fiskinn heim fyrir okkur. Þetta hefur þá endað vel. — En lögð- ust ekki hákarlaveiðar niður um þcssar mundir, — og hvað tók þá við? Jú, en þá tók þorsk- og síldarveiðin við. Ég hélt sjómennsku áfram. Á hvaða skipum og með hvaða skip- stjórum? Það yrði of langt mál að telja þctta allt upp. — Ég var t. d. 5 vei'tíðir á m.s. ,,Stellu“ með Bencdikt Stcingrímssyni á „þorski og síld“. Svo var ég víst 2 vertíðir á „Fönix“ og eina á „Róbert“ með Valdimar skipstjóra Jóhannssyni, bróður Metúsalems kaupmanns á Ak- ureyri. Báðir voru þessir skipstjórar ágætismenn og vel öfluðum við. — En ég var á fleiri skipum, en látum það nú eiga sig í bráðina. — Já, þá var gaman að lifa!-------- Þii varst svo ágætur fiskimaður, Kristján, að enginn jafnaðist á við þig? Ekki máttu bera mig fyrir þessu. Ég vil það ekki. Ég gef ekkert um það, enda skiptir það litlu. En ekki neita ég því, að valið gat ég úr skiprúmum. .Tæja, góði! — Þetta stendur þá bara upp á mína ábyrgð. Svartari lygi hefur oft verið prcntuð. — En þxi varst á fleiri skipum? Já, ég var einu sinni með Jónasi Sig- fússyni frá Hrísey. Hann var þá orðinn gamall og grár fyrir hærum, en harður var hann og óvæginn við sjálfan sig, svo að af bar. — Einu sinni vorum við að sigla vestur og lentum þá í hafís og stórsjó á Húnaflóa. Var ísinn svo þétt- ur, að kalla mátti að jakarnir flytu meðfram skipshiiðinni. Skipstjóri stóð uppi í ,.góssinu“ alla leið vcstur fyrir Horn! Það tel ég vel gert af gömlum manni. Slíkt er ekki „heiglum hent“. Þú laukst skipstjóraprófi og hafðir ÖIJ réítindi, — er það ekki rétt? Jú, svo var það nú kallað, en ég not- aði þau réttindi lítið. Ég var með Þor- steini í Efstakoti á „Voninni", meðan Þorsteinn, bróðir minn, hafði með hana að gera, og vegna réttindanna var ég talinn skipstjóri að nafninu. Svo var ég einstaka sinnum stýrimaður. — Ég fylgdist með Hanncsi sál. Þorsteinssyni, frænda mínum, meðan hann var skip- stjóri. — Einu sinni var ég líka með Gunnari Hclgasyni frá Hrísey, þeim gagnmerka skipstjóra og manni. Hefði ég verið rithöfundur, myndi ég hafa reynt að skrifa minningar mínar um þann mikla skipstjóra og ágæta mann. Eigum við að reyna það næsta ár? Ég veit ekki. — Den tid, den sorg! — Þið lögðuð sncnnna út á þorslcveið- arnar? Já, við fórum að heiman um mán- aðamótin febr.—marz. Vertíðin stóð fram í júlí. Framan af lögðum við afl- ann upp á ísafirði, en síðari hluta ver- tíðarinnar sigldum við með aflann heim til Eyjafjarðar. Þá var gott að koma hcim. Ekki svo að skilja, að ekki væri gott að lcoma á ísafjörð. Þvert á móti! Við skemmtum okkui' vel þar. Sóttum dansleiki og lékum okkar, enda var okkur „nýtt um varninginn“. Heyrðu, Kristján, — komdu nú með eina mergjaða sjóferðasögu! Mergjaða. — Ég kann enga slíka sögu. — En einn atburður er mér minnisstæður. Ég var á „Fönix“ með Valdimar Jóhannssyni. Um páskaleytið gerði ógurlegan garð. 011 norðlenzku skipin leituðu og komust í landvar i byrjun garðsins, nema við. Þetta var á laugardagsmorguninn fyrir páska. Við vorum þá staddir út af Skálavík vestan við ísafjarðardjúp. Veðrið var strax ógurlegt. Við lögðum skipinu strax til og „létum hala fram á“. Seglum höguð- um við þannig, að við þrírifuðum stór- seglið og settum „rokklýfirinn í bakk“. Önnur segl höfðum við ekki uppi. En skipinu hallaði ískyggilega mikið. Segja mætti, að það lægi á hliðinni. Við höfð- um fengið dálítinn afla, og til þess að rétta skútuna, var það ráð tekið, að flytja fiskinn í kulborðið — til vinds — svo að skipið hallaðist ekki eins hræði- lega. Þetta tókst bærilega, og eftir það fór sæmilega vel um okkur nokkra stund. — Veðurógnin hélzt óbreytt fram á páskadagsmorgun. Þá var það, að allt í einu fengum við feiknalcgt áfall. Lúkarshurðin brotnaði og sjórinr. flæddi inn. Okkur brá ónotalega við þessa köldu kveðju og hljóð heyrðust úr horni. Aftan við lúkarinn var kompa, sem skipstjórinn hafði út af fyrir sig. í þessari svipan kemur Valdi- mar skipstjóri út úr kompu sinni og spyr kaldur og rólegur: „Hver and- skotinn gengur hér á?“ — Hvort nokk- ur svaraði, man ég ekki, en fljótt var brugðið við og hendur látnar standa fram úr ermum. Var reynt að gera við allt, sem úr lagi hafði færzt, eftir beztu föngum. Var svo allt rólegt um sinn. — En ekki var öllu enn lokið. — Við fengum annað áfall, þegar „rokklýfir- inn“ sprakk af frostinu, sem var orðið mjög hart, enda var skipið þá orðið einna likast klakabólstri. Nú voru „góð ráð dýr“. Seglin öll klökuð, svo að ill- gerlegt var að taka rifin úr og hækka þau. Þó tókst okkur að auka seglakost- inn, en fyrirhafnarlaust var það ekki. Vár þá strax haldið til lands og náðum við slysalaust inn á Patreksfjörð. — Hvíldinni urðum við fegnir, — það verð ég að segja. Þegar hér var komið, tók Kristján sér nokkra málhvíld, en segir síðan:

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.