Dagur - 23.12.1959, Síða 8
8
JÓLABLAÐ DAGS
HOLMGEIRÞORSTEINSSON:
Fyrsta hreppsnefnd Saurbæjarhrepps
Um 1874 varð sú breyting á s'kip-
an sveitarstjórnar á landi hér, að
kjósa skyldi menn í hreppsnelnd, 3
eða 5 eða 7 í liverjum hreppi eftir
stærð þeirra.
1 Saurbæjarhreppi var ákveðið
að 7 menn skyldu kosnir í hrcpps-
nefnd. Aður Jiölðu tveir hreppstjór-
ar með höndum öll málefni sveitar-
innar. En með hinni nýju skipan
skyldi cinn hreppstjóri vera í hvcrj-
um lirep])i, skipaður af sýslumanni,
og var ákveðin verkaskipting milli
'hreppstjóra og lireppsneíndar.
Fyrsti hreppstjóri í Saurbæjar-
hreppi, eftir hinni nýju skipan,
mun ha£a verið Þorsteinn Thorlac-
ius í Öxnafelli.
Breyting þessi vakti allmikla at-
iiygli í lirejipunum og var ýmislcgt
um hana rætt, — í gamni og alvöru.
Um þetta leyti bjó á litlum parti
úr iHvassafelli, 1854 til 1874, bóndi
sá, er Sveinn hét Jónsson. Kona
hans hét Helga Jóhannsdóttir. Frá
tíð þeirra í Hvassafelli má enn sjá
stekkjarbrot sunnan og ofan við
bæinn í Hvassafelli. Heitir þar enn
í dag „Sveinsstekkur".
Sveinn Jónsson cr fæddur um
180G. Hann var sonur Jóns bóndi á
Þonnóðsstöðum og konu hans Mar-
grétar Símonardóttur. Jón á l>or-
móðsstöðum var sonur Ólafs á
Ongulsstöðum Sigfússonar og
ikonu hans Þóru Jónsdóttur bónda
í Holtsscli Hallssonar.
‘Sveinn Jónsson í Hvassafelli var
nokkuð hagmæltur og gamansam-
ur, cn haíði dálítið sérkennilegt
málfæri.
Síðasta árið, sem Sveinn bjó í
Hvassafelli, mun í fyrsta sinni hafa
verið kosin hreppsnefnd í Saurbæj-
arhneppi. Ifreppsnefndina skipuðu
sjö menn sem áður segir.
Um jiessa nýbreytni orti Sveinn
Jónsson:
Enginn skyldi orðaklúr
út í þvílíkt blaðra,
sjö eru húfur silki úr
set.tar hver á aðra.
Og svo koma nöfnin á „silkihúf-
unum“:
.Vitur Ketill, Vigfús, Jón
—- vart ég nokkurn skensi, —
er Hallgrímur ekkert flón,
Austmann, Páll og Bensi.
Hreppsnelndina skipuðu þessir
bændur, ásamt prestinum í Saurbæ,
allt allvel megandi menn, greindir
og gegnir:
1. Ketill Sigurðsson, bóndi í Mikla-
garði.
2. Vigfús Gíslason, bóndi í Sam-
koinugerði.
3. Jón Jónsson, bóndi á Æsustöð-
um.
4. Hallgrímur Thorlacius, bóndi á
Hálsi.
5. Séra Jón Austmann, prestur og
bóndi í Saurbæ.
G. Páll Steinsson, bóndi á Tjörnum.
7. Benedikt Jóhannesson, bóndi í
Hvassafelli.
í ritinu „Amma“ II., Reykjavík
1938, er fyrri vísa Sveins Jónssonar
tilfærð, og þar talin vera eftir Svein
Sveinsson — (Sigltivíkur Svein). —
Þetta mnn ekki vera rétt, og skal
nánar að jiví vikið.
Jón Tómasson, bóndi á Arnar-
stöðum í Saurbæjahhreppi, greind-
ur maður og minnugur, var sam-
tímamaður þessa atburða. Hann
mundi Svein í Hvassafelli mjög vel.
Jón Tómasson bjó á Arnarstöðnm
1874, og hefur eflaust verið einn af
kjósendum fyrstu hreppsnefndar-
innar í Saurbæjarhreppi. Hanti
fullyrti að vísurnar um hrepps-
nefndina væru eftir Svein Jónsson
í 1 Ivassafelli.
Vísur þessar munu aldrei hafa
verið fleiri en þær, sem hér eru til-
lærðar. \
I ungdæmi .mínu heyrði ég eitt
sinn gamlan mann — Sigurð Jóns-
son söðlasmið í Árgerði — fara með
vísur þessar, sem hann sagði vera
eftir Svein í Hvassafelli, og hertndi
eftir honum, ]ní að eins og áður
segir, hafði hann dálítið sérkenni-
legt málfæri.
Eg tel því öruggt að vísurnar unt
fyrstu hreppsnefndina í Saurbæjar-
hreppi séu eftir Svein Jónsson í
Hv.assafelli.
Aftur á móti hef ég heyrt vísu
um sama efni, en lnin er svona:
í staðinn fyrir stýri tvö,
sem stjómuðu sveitarleppnum,
cru nú húfur silki sjö
settar upp í hrcppnum.
1 leíur mér verið sagt að Jaessi
vísa væri eftir Svein Svcinsson —
Sigluvíknr Svcin, — en ekki veit ég
um sönnur á því. Má þó vel vera að
satt sé.
Væri mér þökk á, ef einhvcr vissi
betur og léti mig vita.