Dagur - 23.12.1959, Page 15

Dagur - 23.12.1959, Page 15
JÓLABLAÐ DAGS 15 Lækni, sem bjargar lífi frá dauða, mjúkblíðri, hjúkrandi hönd, ljósið frá rafmagni lýsir. Sjúklinginn, bundinn við beð, manninn, blindan í myrkrinu nauða, sjómann við sæbarða strönd í útvarpsfréttirnar fýsir, bornar með orku frá beizluðum ölduin fossins, er unir ei örlögum köldum, ólgandi af uppreisn og sorg. 7. Ef áttu vizku, orðin þessi heyr: að enginn lifir, nema sá, er deyr frá sjálfsins mætti, sínu hrósi og vilja, en sannleik þann er flestum þungt að skilja. Og enghm þjónar öðrum meir en sá, Sem ekkert treystir sjálfur mátt sinn á, en lætur Guð sig leiða, stjórna, binda. Ilans líf er blessun fyrir skyggna og blinda. Er Kristur sjálfur kom, hann sýndi oss og kenndi, að menn hans yrðu að bera kross, því sjálfur leið hann, dó og reis frá dáuðum, en dýrðarlíf sitt býður hehni snauðum. KRISTJÁN VIGFÚSSON: Litla-Árskógi: Látraströnd Rís af veðrum sorfin, sérðu mót soniun traust cr boðin höndin, þeim, scm bar af hafi. Ilcillar hrikafengin Látraströndin, þar sem Gjögra björgin bröttu bera trafið Iöðurgjarðar. Árás hvcrri úr austri hrinda Eyja- er bjóst að leita fjarðar. Eyðiströnd, þinn fífil fegri fortíð verndar, blómgast lætur, þar sem hafsins æstar öldur öðlast hvíld við þína fætur. Þar sem fjöllin íerleg geyma í faðmi hrjúfum berjalautir. Tignarsvip, er Kaldbak krýnir, kenna má uin Ránar brautir. Hér var lifað stríði ströngu, strengir afls að þoli reyndir, þráð og vonað, glaðzt og grátið. í gömlum rústum dvelja leyndir þulir sagna, er ináli mæla mega í kyrrð frá eyðiströndu, þar sem gullin blikar bára, á bergi feigðar varpar öndu. Víst sér fyrruni fólk Iiér undi, frá því sagnir greina margar. Einhvern seið og ógnir geyma, allt til gömlu Látra-Bjargar. Héðan hcnnar kynngikraftar kvcðlingarnir flugu víða: í draumi cr lcit hún bátinn brjóta brimsins skafl í ógn og kvíða. Héðan afi sótti sjóinn, syrti í álinn, róður þungur. Heima amma vaka’ og vona varð, en hópur barna ungur. Æskusporin miimar móður á minjavegu lieilla sína: — Ein í myrku fjalli fyrrum fannst, í skó sinn ber að tína. Ennþá Látrabærinn býður bróðurhönd í stríði nauða. Síðust liéðan frækn var förin feðganna, scm biðu dauða. Gakktu vel um gamla bæi, er gesti þrcyttuin hvíldar unnu. í vetrarmyrkri cnnþá ylja eldarnir, scm fyrruin brunnu. Djúpa þögn! f þínum íaðmi þögul hvílir ströndin auða, hún, sem bæði yndi og ógnir átti fyrrmn, lífs og dauða. Þar scm huldar vættir vaka, um vorkvöld blærinn hvíslað fengi, þcgar Glóey geislafingruin gullna bærir minjastrengi.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.