Dagur


Dagur - 29.08.1987, Qupperneq 3

Dagur - 29.08.1987, Qupperneq 3
Akureyri 125 ára Athafnasvæðí Carls Höepfners og Ottós Túliníusar um 1915. Mynd: Hallgrímur Einarsson Gamli Lundur, byggður 1860, er fyrsta húsið sem reis á Oddeyrinni. Mynd: ss Akureyri verður kaupstaður Þann 18. ágúst 1786 fengu 6 verslunarstaðir á íslandi kaupstaðarréttindi sam- kvœmt konungsúrskurði og var Akureyri einn þeirra. Réttindin voru í því fólgin að: 1. Öllum kaupstaðarbúum var áskilið fullkomið trúar- bragðafrelsi. 2. Þeir þurftu ekki að borga manntals- skatt í 20 ár. 3. Þeir áttu heimtingu á að fá útmœlt ókeypis byggingarstæði undir hús ásamt lítilli garðholu. 4. Hver sem vildi átti heimtingu á ókeypis borgararétti; skyldi nafn hans skráð í borgarabókina og honum afhent borgarabréf en hollustueið átti borgarinn jafnframt að vinna kon- ungi. Svo virðist sem ekki hafi allt gengið eftir settum reglum og svofór að þann 28. desember 1836 var þessi aðgreining milli kaupstaðanna og annarra verslunarstaða afnumin með tilskipun. Reykjavík héltsínum kaupstaðarrétt- indum en hinir 5 voru kallaðir löggiltir verslun- arstaðir og Akureyri upp frá því venjulega nefnd „Öefjords Handelssted. “ ansi lengi við kaupstaðinn. Þó var einokunarversluninni aflétt 1787 en þá hafði hún staðið sam- fellt frá 1602. Danska var hið viðurkennda verslunarmál og íbúarnir, sem voru 286 í árslok 1862, notuðu flestir danska tungu í daglegri umgengni. Danskir kaupmenn voru sem fyrr höfuð- paurarnir í verslun og viðskiptum en áhrif Danaveldis fóru loks þverrandi er líða tók að aldamót- um. Um leið og Akureyri fékk kaupstaðarréttindi 1862 var bær- inn fráskilinn Hrafnagilshreppi. Það var hins vegar ekki fyrr en í júlí 1866 að Oddeyrin sameinað- ist Akureyri og var þá íbúatalan komi" upp í 388. 1863 var fyrsta bæjarstjórnin kosin og sátu í henni fimm manns. Oddviti bæjarstjórnarinnar var Ari Sæm- undsen. Kaupstaðurinn Akureyri 1862 En hvernig skyldi Akureyri hafa litið út á þessum tímamótaárum? Eftirfarandi lýsing á við árið 1863: „Þetta ár voru 45 timbur- hús, stór og smá, á Akureyri til íbúðar og geymslu, 20 hús með torfþaki, 6 með einum vegg og þaki úr torfi og 40 með veggjum og þaki úr torfi en framgafl úr timbri auk fjárhúsa og hesthúsa. Flest voru torfhúsin í suðurhluta bæjarins kringum kirkjuna, en reyndar var þá svo að segja öll Akureyri þar sem nú er kallað innbærinn. Aðeins tvö hús voru á Oddeyri, annað mestan part úr timbri, en hitt með veggjum og þaki úr torfi, en öðrum gafli úr timbri.“ (Eyfirðingabók II bls 153). Heimildir eru nokkuð sam- mála um það að kaupstaðinn hafi vantað ýmislegt til að geta staðið undir nafni. Vegir virtust vera af skornum skammti 1864: „Vegir voru þá eiginlega engir í bænum, en umferðin var um neðra plássið, eða götuna, er stundum var nefnd Austurgata, en það var engin götumynd í nútímaskiln- ingi, heldur autt, bogið pláss fram með sjónum. Árið 1870 var gerð gata fyrir framan Havsteens verzlunarhús, „hvar sjórinn í son verslunarstjóri, var fús til að selja hana fyrir 300 rtkisdali. Það var ekki fyrr en 1927 sem bærinn keypti Oddeyri formlega fyrir 120 þúsund krónur eftir því sem segir í Sögu Akureyrar. Aðrar heimildir geta þess að með úrskurði bæjarstjórnar hafi Oddeyrin verið lögð undir Akur- eyrarkaupstað 1866 eins og áður er getið. Árið 1869 var Gránufélagið stofnað, en það var verslunar- og skipafélag stofnað fyrir frum- kvæði Tryggva Gunnarssonar og Arnljóts Ólafssonar. Félagið hafði eignast skip sem strandað hafði og var það gert upp og hlaut þá nafnið Grána. Sumarið 1870 festi félagið kaup á mestum hluta Oddeyrar og hófst þá upp- bygging þar. Fyrsta húsið sem reis á Oddeyrinni var Lundur, byggt 1860 og betur þekkt sem Gamli Lundur nú á dögum. Gránufélagið vann mikið brautryðjendastarf og verslunin fór að taka á sig íslenskari blæ. Kaupfélag Eyfirðinga var síðan stofnað 1886 og kaupstaðurinn stækkaði samfara eflingu atvinnulífs. Byggðin þokaðist suður Innbæinn og út á Oddeyr- ina. Um aldamótin 1900 búa 1.038 manns á Akureyri, eða um fjórum sinnum fleiri en árið 1862 þegar Akureyri hlaut kaupstað- arréttindi. Að lokum er kannski rétt að líta á þróun hafna á þessum upp- gangsárum. Á tímum einokunar- verslunarinnar var ekki varanleg búseta á Akureyri en þar var rómað skipalægi og hafnarað- staðan talin sú besta á Norður- landi. Friedrich Lynge, síðasti einokunarkaupmaðurinn á Akur- eyri, lét byggja fyrstu bryggjuna svo vitað sé í kringum 1775. Eng- in eiginleg hafnarmannvirki voru þó gerð fyrr en undir lok 19. aldar. Undan Búðargili var gerð hafnarbryggja á árunum 1890- 1902 en aðalbryggja bæjarins um langt skeið var fyrst gerð 1907 á Torfunefi. Um aldamótin var einnig farið að reisa bryggjur á Oddeyrartanga er síldarsöltun hófst. Sú skoðun er áberandi í öllum heimildum að tilverurétt sinn megi Akureyri fyrst og fremst þakka hafnarskilyrðun- um, hinum kyrra Akureyrarpolli. SS Heimildir: Akureyri 100 ára - Afmælisrit, gefið út að til- hlutun hátíðanefndar Akurcyrarkaupstaðar, Akureyri POB 1962. Séra Benjamín Kristjánsson - Eyfirðingabók II, Bókaforlag Odds Bjömssonar, Akureyri, 1970. Dagur - Hátíðablað, 29. ágúst, 1962. Klemens Jónsson - Saga Akureyrar, Akureyrar- kaupstaður gaf út, 1948. Þorsteinn Jósepsson/Steindór Steindórsson - Landið þitt ísland A-G, Örn og örlygur, Rvík, 1980. Þetta skýrir það hvers vegna Reykjavíkurborg hélt upp á 200 ára afmæli sitt í fyrra en Akureyri sat eftir „með sárt ennið.“ Með konunglegri reglugerð 29. ágúst 1862 fékk Akureyri hins vegar kaupstaðarréttindi og það er sá dagur sem bæjarbúar ætla að halda upp á nú á laugardaginn. Prátt fyrir þessa sjálfstæðisyfir- lýsingu var Akureyri enn „dansk- ur bær“ og vildi sú nafnbót loða Horft inn eftir Aðalstræti um 1940. stórflóðum gerir umferðina ófæra.“ Mun þetta eiga að skilja svo, að hlaðin hafi verið upp austurbrún götunnar. Efri gatan, stundum nefnd vesturgata bæjar- ins, var sömuleiðis aðeins autt umferðarsvæði, og upp í Gil var stígur, sem ýmist lá fyrir norðan eða vestan Lækinn.“ (Saga Akur- eyrar bls. 94-95). Upp úr 1880 fór að komast skriður á vegamálin og 1884 var (Myndas. Dags) lagður vegur upp Gilið. Frá kaupstaðnum og inn í Eyjafjörð var þá ekki farið suður Fjöruna heldur upp í Gilið og suður Höfða eftir brekkubrúninni. Á Oddeyrinni var Strandgata eina gatan fram yfir 1890. Akureyri eða Oddeyri? Hvers vegna Oddeyrin fór að byggjast upp úr 1860 má rekja til þess að byggingalóðin á sjálfri Akureyri, í þrengstu merkingu, var þrotin. Pá kom til tals að flytja verslunarhúsin út á Odd- eyri sem þá var í einkaeign. í álitsgerð frá 31. janúar 1851 segir Eggert Briem sýslumaður að enn sé nægilegt rými á Akureyri fyrir verslunarrekstur en sér finnist eðlilegt að Oddeyrin og strand- lengjan milli hennar og Akureyr- ar verði löggilt til byggingar fyrir verslunarmenn og aðra kaupstað- arbúa og þannig bætt við hina áður löggiltu kaupstaðarlóð frá því einokunarverslunin var aflögð. Ekkert varð úr Oddeyrarkaup- unum en eigandinn, Björn Jóns- Laugardagur 29. ágúst 1987 DAGUR-3

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.