Dagur - 29.08.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 29.08.1987, Blaðsíða 6
Akureyri 125 ára Sprengitenór í Öldinni okkar 1976-1980 má sjá spurningu, dags. 20/1 ’79, sem eflaust hefur fengist svar við nú, eða hvað segið þið les- endur góðir: „Sprengitenór" að norðan, Kristján Jóhannsson að nafni, sonur hins góðkunna söngvara Jóhanns Konráðssonar, beitti rödd sinni svo ákaflega í sjón- varpsupptöku á dögunum, að sá á myndlömpum. Myndlampar eru viðkvæmir fyrir miklum loft- þrýstingi og urðu fyrir greinileg- um áhrifum frá hljóðbylgjum í þetta sinn. Kristján er ungur og á framtíðina fyrir sér. Hann stund- ar um þessar mundir söngnám á Ítalíu. Hér skyldi þó ekki vera efni í stórsöngvara á ferðinni? (bls. 142) SS Gamdt stór- hýsi á AÍaireyri brennur Þann 17. nóvember 1955 er eftirfarandi atburður dagsettur í Öldinni okkar 1951-1960: í nótt brann til kaldra kola eitt stærsta timburhúsið, sem byggt hefur verið á Akureyri, gamla Hótel Akureyri við Aðalstræti. Var bálið óskaplegt, enda ofsa- rok, og kveikti neistaflugið í næstu húsum, en slökkviliðinu tókst að verja þau. Yfir tuttugu manns bjuggu í húsinu. Komust allir út, sumir á nærklæðum ein- um, en ekki tókst að bjarga neinu af eignum fólksins. Hús þetta byggði Vigfús Vigfússon „vert“ árið 1901. Var það stórhýsi á sinni tíð og lengi rekin þar veitingasala og gisting. (bls. 118) SS Flugvél keypt til Akureyrar Eftirfarandi er dagsett 2. maí 1938 og birtist í Öldinni okkar 1931-1950: Nokkrar vonir eru tengdar við sjóflugvélina TF-Örn, sem er nýkomin hingað, og er nú tilbúin til flugs. Flugfélag á Akureyri hefur keypt flugvélina hingað til lands. í stjórn þess eru Vilhjálm- ur Þór, Kristján Kristjánsson bifreiðarstjóri og Guðmundur Hótel Akureyri eyðilagðist í eldi. Mynd: HE Karl Pétursson læknir. Flugmað- ur vélarinnar er Agnar Kofoed Hansen. Vélin verður aðallega í förum milli Akureyrar og Reykjavíkur. Hún getur tekið 4 farþega, og getur hver farþegi flutt með sér allt að 10 kg. Auk þess getur vél- in flutt um 50 kg af pósti. (bls. 108) SS Hótel Gullfoss á Abreyri brennur Aðfaranótt hin s 15. mars 1945 kom upp mikill eldur í Hótel Gullfossi á Akureyri og brann húsið til kaldra kola. Um tíma var óttast að Hótel Akureyri, sem er stórt timburhús rétt hjá, myndi einnig verða eldinum að bráð en því tókst að bjarga og þakka menn kyrru veðri. Húsið varð alelda á skömmum tíma en þeir sem í því bjuggu sluppa allir, sumir naumlega þó. Hótel Gullfoss var stórt þriggja hæða timburhús og með stærri húsum á Akureyri. Þar bjuggu margir skólapiltar og við þennan bruna hafa 40 manns orðið hús- næðislausir og húsnæðisvandræði mikil á Akureyri. SS Akureyrargetraim Hér eru nokkrar spurningar úr sögu Akureyrar sem les- endur geta glímt við, sér til gagns og gamans. Pœr eru allar unnar upp úrefni blaðs- ins og svörin má þar af leið- andi finna með vandlegum lestri þess, liggi þcut ekki Ijós fyrir. 1. Hvaö voru margir íbúar á Akurcyri í árslok 1862? 2. Hver orti ljóðið „Hugsað til Akureyrar“? 3. Hvað heitir brekkan milli Skammagils og Búðargils? 4. Hvað nefndust fyrstu skráðu bæjarmörk Akureyrar að a) sunnan og b)norðan? 5. Hvaða fjórir prakkarar sprengdu mykjuhaug í loft upp? 6. Hvaða ár og í hvaða húsi var fyrsta stúkan stofnuð? 7. Hvað einkenndi lífið á Akur- eyri um eða fyrir 1840, skv. Sögu Akureyrar? 8. Hvaða ár var Akureyrar- kirkja vígð? 9. Tveir sjónleikir voru sýndir á Akureyri árið 1884, hvað heita þeir? 10. Hvaða starfsemi var rekin í Schiöthshúsi um 1940? 11. Hvað voru margár íslenskar jurtategundir í Lystigarðinum árið 1962? 12. Hvað hét fyrsta stálskipið sem Slippstöðin hf. smíðaði? 13. Hvenær var rafstöðin við Glerá tekin í notkun? 14. Hvaða tvö þjónustufyrirtæki voru stofnuð á þessu ári fyrir til- stilli Akureyrarbæjar? 15. Hver er stjórnarformaður Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar? A I8$iJ Til hamingju Akureyrarkaupstaður. Kópavogur. Hríseyingar óska bæjarbúum til hamingju með 125 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar. Hrísey. rm Ólafsfirðingar óska íbúum Akureyrar til hamingju með 125 ára afmæli kaupstaðarins. ÓlafsQörður. Blönduósbúar óska fbúum Akureyrarkaupstaðar til hamingju með merk tfmamót. Blönduós. Siglfirðingar óska Akureyri til hamingju með afmælið. Reykvíkingar óska íbúum Akureyrar til hamingju með 125 ára afmæli kaupstaðarins. Reykjavík. 6-DAGUR Laugardagui: 29. ágúst 1987

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.