Dagur - 29.08.1987, Page 12

Dagur - 29.08.1987, Page 12
Akureyri 125 ára „Það er gott að ala upp böm hér“ Sigfús Jónsson var ráðinn bæjarstjóri á Akureyri eftir bæjarstjórnarkosningarn- ar 1986. Hann var áður sveitarstjóri á Skagaströnd og vakti athygli fyrir frjóar hugmyndir sem eflaust eiga eftir að nýtast honum í bœjarstjórastarfinu. Sigfús var spurður um stöðu Akureyrar á 125 ára afmælinu og helstu vaxta- möguleika kaupstaðarins. Atvinnulífið bar fyrst á góma í spjalli okkar og um þennan mikilvæga þátt í sögu Akureyrar hafði Sigfús m.a. þetta að segja: „Það er mikil spenna í atvinnu- lífinu núna. Hún hófst einhvern tíma í vor og maður veit ekki hvað hún varir lengi. Þetta er ekkert staðbundið og ég held að ástandið hér á Akureyri sé ekkert frábrugðið því sem gengur og gerist annars staðar á landinu. Það var ansi mikil lægð hérna á árunum ’82-83 en ég var náttúr- lega ekki hérna þá þannig að ég kann ekki skýringar á því af hverju Akureyri fór verr út úr þeirri lægð heldur en aðrir staðir. Ég held hins vegar að það sem hjálpi til hér er það að útgerðin hefur gengið mjög vel. Vöxturinn er mikill eins og sjá má á því að í vetur komu tveir nýir frystitogar- ar og svo gengur rekstur Útgerð- arfélags Akureyringa mjög vel og einnig eru tvö loðnuskip í bænum. Þarna er stór hópur manna, sérstaklega á frystitogur- unum, sem er með geysilega háar tekjur. Þessir menn eru t.d. að fjárfesta hér í íbúðarhúsnæði og þeir hafa mikil áhrif á markaðn- um.“ - Þannig að útgerðin er kannski farin að skipta meira máli en áður? „Já, hún er farin að hafa hlut- fallslega meira að segja, sérstak- lega vegna þess að tekjurnar eru svo háar. Ef við myndum skipta tekjum á Akureyri niður eftir starfsstéttum, sleppa þá apótek- urum og tannlæknum, þá eru sjó- mennirnir langt langt fyrir ofan aðra og þetta er orðinn þó nokk- uð stór hópur. Þetta er eitt af því sem hefur haft veruleg áhrif í atvinnulífinu. Síðan er hinn aukni ferðamannastraumur líka farinn að skila sér.“ - Já, þú hefur viljað leggja mikla áherslu á ferðamannaþjón- ustuna, ekki satt? „Jú, til dæmis þekkti ég ekki ástandið áður en Hótel KEA var endurbyggt en ég get bara ekki hugsað þá hugsun til enda ef við hefðum ekki Hótel KEA í dag. Þetta er eina alhliða fyrsta flokks hótelið í bænum. Svo er það líka annað. Maður veit ekki hvað þessi spenna heldur, veðurfarið skapar spennu vegna þess að nú eru allir að hamast yfir sumarið við að byggja og vinna að fram- kvæmdum fyrir veturinn. Svo er það ekki fyrr en veturinn er skoll- inn á að menn fara að hugsa um hvernig þeir eigi að lifa af vetur- inn. Það er ekkert ósennilegt þótt atvinnulífið skreppi eitthvað saman í vetur og reyndar ekkert óeðlilegt í samfélagi sem býr við þessa veðráttu." „Við byggjum allt of flott“ - Nú hefur einmitt verið rætt um að uppgangur sé í atvinnulífinu á Akureyri en hins vegar hamli húsnæðisskorturinn frekari upp- byggingu. Hvernig sérðu stöðu þessara mála fyrir þér í dag? „Þetta er mjög alvarlegt mál. Lánafyrirgreiðsla er ekki með þeim hætti sem gerist í nágranna- löndunum. Tökum sem dæmi einstakling í góðu starfi. Ef hann ætlar að kaupa sér hús í Bretlandi þá getur hann gengið inn í banka eða „building society“ og fengið lán til að kaupa eða byggja. Bankinn spyr bara: Hver eru árslaun þín? Síðan er talan t.d. margfölduð með 2,5 og út kemur upphæð sem er hámarksupphæð sem viðkomandi einstaklingur ræður við. Þegar fólk er farið að fá 80-90% af kostnaðinum lánað til 40 ára með mánaðarlegum afborgunum þá er þetta bara eins og leiga. Þetta þýðir að flest fólk í venjulegum störfum kaupir sér húsnæði. Hér á landi býr hús- næðisskerfið við fjármagnsskort. Ég þekki þetta nýja kerfi ekki ýkja vel en manni skilst að það sé í rústum. Það þýðir ekki að bjóða niðurgreidda vexti til húsbygg- inga meðan aðrir greiða hærri vexti ef þeir ætla að gera eitthvað annað. Það verður að auka frels- ið í fjármálalífinu þannig að hús- byggjendur keppi við aðra. Síðan verður þjóðin að gera sér grein fyrir því að við byggjum allt of flott. Ef við berum saman fólk hér á landi við svipaða þjóð- félagshópa í nágrannalöndunum þá er yfirleitt verulegur munur á húsnæðinu. Auðvitað kemur peningaskortur þar inn í en fólk gerir allt of miklar kröfur til húsnæðis miðað við efnahag og tekjur. Við þurfum góð hús því við búum í köldu landi en kröf- urnar eru oft yfirgengilegar, bæði hvað varðar stærð íbúða, innrétt- ingar og innbú. Ég geri mér grein fyrir því að húsnæðisskorturinn á Akureyri stendur okkur verulega fyrir þrifum. Þetta er mjög alvarlegt vandamál en það er nánast ekk- ert sem við getum gert. Ég held að við eigum að leyfa erlendum bönkum að koma hingað með sína peninga og starfa hér. Þetta er mín prívatskoðun." „Vond fjárfesting að eiga leiguíbúðir“ - En skorturinn á leiguhúsnæði. Er hann afleiðing samdráttarins í byggingariðnaði sem var hérna upp úr 1980? „Það er rétt að lítið var byggt en sjáðu til. Hingað er alltaf að koma fólk sem vill leigja. Það er ekki til sambærilegt kerfi og erlendis sem gerir fólkinu kleift að kaupa og ég er alveg klár á því að ef fólk þyrfti ekki að borga nema 10-20% út myndi það kaupa. Spurningin er þessi þegar talað er um skort á leiguhúsnæði: Hver á að eiga það? Er fólk að gera kröfur til þess að einhver annar einstaklingur úti í bæ eigi íbúðir sem hann leigi? Það er vond fjárfesting að eiga leigu- íbúðir. Það borgar sig ekki fyrir fólk sem á eitthvað undir sér að fjárfesta í leiguíbúðum eins og kerfið er í dag. Það borgar sig frekar að fjárfesta í verðbréfum.“ - Svo hafa heyrst spurningar eins og af hverju byggir bærinn ekki blokkir með leiguíbúðum, hann geti ekki tapað á því. Eru þetta óraunhæfar kröfur? „Þá halda menn að bærinn hafi óþrjótandi peninga. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því að stór hluti af útgjöldum bæjar- ins, er bundinn í rekstri á því sem við erum búin að koma upp. Við þurfum að reka dagheimili, taka þátt í rekstri skólanna, heil- brigðiskerfisins, vatnsveitu, raf- veitu, hitaveitu og allt þetta sem fólk gerir kröfur um. Eftir eru aðeins nokkrir tugir milljóna á ári og það er allt sem bærinn hef- ur til framkvæmda. Það má líka alveg eins spyrja af hverju stóru fyrirtækin geri þetta ekki. Þau eru alltaf að auglýsa eftir fólki og af hverju byggja þau ekki leigu- íbúðir fyrir starfsfólkið? Mörg þeirra hafa alveg ráð á því.“ Ríkið skuldar bœnum 100 milljónir - En fjárhagsstaða bæjarins Sigfús, er hún góð? „Það er að minnsta kosti hægt að segja að hún sé ekki slæm. Fjárhagsstaða bæjarins sem slík er nokkuð góð en okkur vantar alltaf rekstrarfé. En við vorum að fá yfirlit um síðustu mánaðamót og það hefur allt gengið sam- kvæmt áætlun. Við erum á réttu fóli og útsvarsálagningin kom heldur betur út en áætlað var þannig að það eru líkur á því að fjárhagsáætlunin standist. Hins vegar er einn hluti af þessum rekstrarfjárvanda sá að ríkið skuldar okkur verulegar fjárhæðir. Við höfum verið að framkvæma ýmislegt sem ríkið á að taka þátt í, eins og að byggja skóla, dagvistarheimili og fram- kvæmdir við höfnina. Ríkið er langt á eftir með greiðslur og þessar upphæðir voru nálægt 100 milljónum í vetur. Nýlega gerði ríkið greiðslusamning við okkur þar sem það borgar 58 milljónir á næstu 6 árum vegna framkvæmda við grunnskóla á Akureyri sem við erum búnir að framkvæma. Þess vegna þurftum við að fara út í þetta skuldabréfaútboð og við þurftum að greiða af því í vexti um 17 milljónir. Þetta er sem sagt upphæð sem Akureyrarbær þarf að greiða í vexti fyrir það eitt að fá Síðuskóla í notkun nokkrum árum fyrr en ella hefði orðið. Skólinn er að klárast núna en rík- ið verður að mjatla í okkur næstu 6 árin, vaxtalaust en verðtryggt. Þetta fer auðvitað dálítið illa með stöðuna. Svo er náttúrlega alltaf að þrengjast um af því það eru alltaf að koma nýjar og nýjar kröfur um þjónustu. Meira fyrir börn, meira fyrir aldraða, meira fyrir fatlaða o.s.frv." Verslunar- og þjónustumiðstöð - Nú hefur þú rætt um það að Akureyri ætti að vera verslunar- og þjónustumiðstöð fyrir Norðurland, er eitthvað að gerast í þeim málum? „Ég mun beita mér af alefli fyr- ir því að slíkt geti orðið. Þá er ég ekki að hugsa um það að taka eitthvað frá hinum stöðunum heldur fyrst og fremst að beina viðskiptunum sem annars fara til Reykjavíkur hingað, þannig að hér rísi upp þjónusta sem Norð- lendingar sækist eftir. Ég hef m.a. verið harður á þeirri skoðun, og búinn að kynna mér þau mál erlendis, að við ættum að geta náð meiri verslun frá Norðurlandi. Ég er sannfærður um það að með því að ná „Sveitarfélögin hafa ekkert vald til þess aö grípa þarna inn í. Þau verða bara að borga og þetta er alveg að sliga okkur.“Mynd: RÞB 12-DAGUR Laugardagur 29. ágúst 1987

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.