Dagur - 29.08.1987, Blaðsíða 31

Dagur - 29.08.1987, Blaðsíða 31
Akureyrarkirkja - stutt ágrip Pegar íbúar Akureyrar voru orðnir mun fleiri en aðrir íbúar Hrafnagils- sóknarfyrir miðja 19. öld, var farið að spá í kirkju- byggingu í bœnum. Akur- eyringum þótti langt að þurfa að sœkja kirkju á Hrafnagili. Bœnaskrár um kirkju á Akureyri hlutu ekki náð fyrir eyrum kon- ungs og ekkert varð úr þeim áformum að flytja Lögmannshlíðarkirkju til Akureyrar og slá sóknun- um saman. Loks var veitt leyfi til kirkju- byggingar 1860 og var því efnt til samskota um sóknina. Á því merka ári 1862 var hafist handa og gekk byggingin vel því þann 28. maí þá um vorið var reisu- gildið haldið og var það eftir- minnileg hátíð. Kirkjan var síðan vígð sumarið 1863. Mörgum þótti hneykslanlegt að turn kirkjunnar skyldi snúa í austur og var henni breytt nokkr- um árum síðar og turninn settur á vesturendann. Þannig blasti hin veglega bygging við bæjarbúum næstu áratugina og í þessari kirkju fóru fram guðsþjónustur í 77 ár, eða þar til hin nýja kirkja var vígð þann 21. nóvember 1940. Hefur sú bygging æ síðan verið sterkt einkenni á kaup- staðnum og glæsilegt hús í alla staði. Einnig hefur ný kirkja, Glerárkirkja, sprottið af teikni- borðinu og er þar bæði um tíma- bæra og tignarlega byggingu að ræða. SS Trygging á heimavelli íþróttamenn úr öllum greinum þekkja mikilvægi þess að leika á heimavelli. Þar eru sigurlíkur þeirra mestar því þeir gjörþekkja allar aðstæður og vita að áhorfendur bregðast þeim ekki. í tryggingum gilda nákvæmlega sömu lögmál. Þú átt að tryggja hjá því félagi, sem þú þekkir best til, - hjá fólki sem þú veist að bregst þér ekki. Hafðu samband við næsta umboðsmann okkar á Norðurlandi og rektu þín tryggingamál á heimavelli. Við tryggjum að þú tapar ekki leik. Hvammstangi:Dagbjartur Jónsson, sími 95-1592 ... Blönduós: Sigurður þorsteinsson, sími 95-4192 Skaguströnd: Dagný Sigmarsdóttir, sími 95-4895 Sauðárkrókur: Ragnar Pálsson, sími 95-5264 'T t Siglufjörður: Hermann Jónasson, sími 96-71792 Ólafsfjörður: Grímur Bjarnason, sími 96-62225 Guðni Aðalsteinsson, sími 96-62408 Akureyri: Þórarinn Jónsson, sími 96-22244 Grímsey: Alfreð Jónsson, sími 96-73103 Húsavík: Reynir Jónasson, sími 96-41337 Halldóra Harðardóttir, sími 96-41334 Þórshöfn: Björg Leósdóttir, sími 96-81234 Tryggingarfélag í einu og öllu. Laugardagur 29. ágúsþ1987 DAGUR- 31

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.